Fréttablaðið - 05.06.2009, Page 42

Fréttablaðið - 05.06.2009, Page 42
30 5. júní 2009 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Dregið var í 32 liða úrslit VISA-bikarkeppni karla í gær. Í hattinum voru þau 20 lið sem komust í gegnum fyrstu tvær umferðirnar og í þann hóp bættust Pepsi-deildarliðin tólf. Í fyrsta sinn í sögu bikarkeppninnar komst utandeildarlið áfram í 32 liða úrslitin en það er liðið Carl. Það fékk ærið verkefni í næstu umferð því það dróst gegn Íslands- meisturum FH. Carl er skipað mörgum gömlum kemp- um úr íslensku knattspyrnulífi. Þjálfari liðsins, forseti og vítaskytta er Sigurður Ágústsson og meðal leikmanna má nefna Finn Kolbeinsson, Kristin Tómasson, Gunnar Pétursson, Sverri Sverrisson, Rút Snorrason, Þorstein Sveinlaugsson, Þorvald Makan og Tómas Inga Tómasson. Þá er Eyjólfur Sverrisson sérstakur tæknilegur ráðgjafi þjálfara. „Ég myndi segja að þetta gæti hugsanlega orðið erfitt verkefni,“ sagði Tómas Ingi í léttum dúr. „Ég tel að FH sé nefnilega með ágætt lið.“ Hann neitaði því ekki að þetta væri draumadráttur. „Við vildum annað hvort fá FH eða KR. Við fengum svo besta liðið á Íslandi í dag, það er ekki flókið.“ Hann segir að liðsmenn Carl fari óhræddir í leikinn. „Við förum í leikinn til að vinna hann. Við höfum verið í sambandi í gegn- um tölvupóst þar sem við náum ekki að æfa oft saman en við ætlum að æfa minnst tvisvar fyrir þennan leik. Þá munum við leggja áherslu á vítaspyrn- urnar. Stefnan er að halda þeim í núllinu og klára þá í vítakeppn- inni. Fótbolti er jú einföld íþrótt.“ Hann segir þó að varnarleikur sé ekki sterkasta hlið Carl. „Við kunnum ekki að spila í vörn. Við sækjum yfirleitt á minnst sjö leikmönnum.“ Carl fékk heimavallarréttinn en vill færa leikinn í Kaplakrika og spila hann á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. „Allur peningurinn sem kemur til okkar í þessum leik fer til Umhyggju, félags langveikra barna,“ sagði Tómas Ingi og hvatti því alla til að koma á leikinn og leggja um leið góðu málefni lið. Sjálfur spilaði Tómas síðast „alvöru“ leik fyrir sjö árum. „Mig minnir að ég hafi verið alveg þræl- góður.“ DREGIÐ Í 32 LIÐA ÚRSLIT VISA-BIKARKEPPNI KARLA Í GÆR: UTANDEILDARLIÐIÐ CARL MÆTIR FH Halda þeim í núllinu og taka þá í vítakeppninni 32 LIÐA ÚRSLITIN Í VISA-bikarkeppni karla Keflavík - Einherji Carl - FH Grindavík - ÍA Grótta - KR Hvöt - Breiðablik Selfoss - Höttur Þór - Víkingur Ó. Fylkir - Stjarnan Valur - Álftanes KA - Afturelding Víðir - Þróttur R. ÍBV - Víkingur R. Fram - Njarðvík Reynir S. - KV Fjölnir - HK Haukar - Fjarðabyggð Leikirnir fara fram 17. og 18. júní > Atli orðaður við Hibernian Atli Eðvaldsson var nokkuð óvænt orðaður við þjálfara- stöðuna hjá skoska úrvalsdeildarfélaginu Hibernian. Hann staðfesti í samtali við skoska blaðið Daily Record að hann hefði vissulega áhuga á starfinu. Atli útskrifaðist á dög- unum með UEFA-Pro þjálfaragráðu sem gerir honum kleift að þjálfa hvar sem er í heiminum. Atli er þó ekki einn um hituna því aðrir stjórar hafa verið orðaðir við stöðuna. Atli hefur þjálfað mörg félög hér á landi sem og íslenska landsliðið. HANDBOLTI Lokaspretturinn til Austurríkis fer fram í þessum mánuði en þá leika strákarnir okkar fjóra leiki. Liðið er í efsta sæti síns riðils en í ljósi ótrúlegra affalla í hópnum er ljóst að það verður við ramman reip að draga og ekki sjálfgefið að liðið nái þeim stigafjölda sem þarf til að komast á EM. „Aðstæðurnar fyrir þessa leiki eru afar sérstakar og ég held að aldrei áður í sögunni hafi lands- liðið lent í eins miklum áföllum og núna. Það hefur tekið sinn tíma að púsla saman þessum hópi sem þó gæti tekið breytingum. Ef menn eru ekki tilbúnir þá þarf að skipta þeim út,“ segir Guðmundur við Fréttablaðið. Hann er án fjölda lykilmanna og svo eru í hópnum menn sem eru annaðhvort meiddir eða nýstignir upp úr meiðslum og algjört spurn- ingarmerki hversu mikið þeir geta beitt sér. Það vekur sérstaka athygli að sjá þá Snorra Stein Guðjónsson og Aron Pálmarsson í hópnum. Snorri er enn í endurhæf- ingu og átti ekki að vera tilbúinn fyrr en í lok sumars og Aron fór í aðgerð fyrir skömmu. „Það kemur mér líka á óvart að sjá Snorra í hópnum. Endurhæf- ingin hefur gengið vel en auðvit- að er ákveðin óvissa í kringum hann. Samt eru vísbendingar um að hann sé að jafna sig. Við sjáum hvernig honum gengur á æfingum en hann er þar á sínum hraða. Það er svipuð staða á Aroni því þeir eru báðir að stíga sín fyrstu skref þessa vikuna,“ segir Guðmundur. Alexander Petersson er einnig í hópnum nýkominn til baka eftir átta mánaða fjarveru. Annar harð- jaxl, Guðjón Valur Sigurðsson, er einnig með þó svo hann sé meidd- ur og eigi að fara í aðgerð sem fyrst. „Guðjón ber sig vel og það er mikil pressa á að koma honum í aðgerð sem fyrst. Hann á að spila þrjá fyrstu leikina af þessum fjór- um,“ sagði Guðmundur. Heiðmar Felixson er kominn í hópinn á ný en hann var þar síð- ast á HM í Portúgal árið 2003 en þá var Guðmundur einmitt einnig þjálfari landsliðsins. „Heiðar hefur verið að glíma við að það eru aðrir frábærir menn sem spila í hans stöðu. Hann hefur verið að spila vel í Þýskalandi og ég tel að hann geti hjálpað okkur á báðum endum vallarins.“ Ólafur Stefánsson ákvað að gefa ekki kost á sér þrátt fyrir vand- ræðin. „Ég hef talað í þrígang við Ólaf. Hann ætlar að standa við það að taka frí í eitt ár en ég vonast til þess að hann endurskoði sína ákvörðun eftir þann tíma. Ég virði samt ákvörðun hans og tel að allir eigi að gera það. Ólafur hefur gefið íslenskum handbolta ótrú- lega mikið.“ henry@frettabladid.is Aldrei lent í álíka áföllum Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari valdi í gær 21 manns hóp fyrir lokasprettinn í undankeppni EM. Hópurinn getur enn tekið breytingum enda margir leikmenn í hópnum tæpir vegna meiðsla eða nýbyrjaðir að æfa á ný. MIKIÐ UNDIR Guðmundur Guðmundsson á erfitt og krefjandi verkefni fyrir höndum á næstu vikum. Sæti á EM í Austurríki er í húfi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMLANDSLIÐSHÓPURINN Markverðir: Björgvin P. Gústavsson Schaffhausen Hreiðar L. Guðmundsson Emsdetten Aðrir leikmenn: Vignir Svavarsson Lemgo Andri Stefan Fyllingen Guðjón Valur Sigurðsson RN Löwen Snorri Steinn Guðjónsson GOG Heiðmar Felixson Burgdorf Alexander Petersson Flensburg Sverre Jakobsson HK Róbert Gunnarsson Gummersbach Ingimundur Ingimundarson Minden Þórir Ólafsson Lubbecke Árni Þór Sigtryggsson Akureyri Ragnar Óskarsson Dunkerque Aron Pálmarsson Kiel Rúnar Kárason Fuchse Berlin Stefán Baldvin Stefánsson Fram Kári Kristjánsson Amicitia Zürich Sigurbergur Sveinsson Haukar Fannar Friðgeirsson Valur Freyr Brynjarsson Haukar Leikirnir sem Ísland á eftir: 10. júní Belgía-Ísland 14. júní Ísland-Noregur 17. júní Ísland-Makedónía 21. júní Eistland-Ísland NUDD Verð frá 1690.- Selásbraut 98 110 Árbæ S:577 3737 GOLF Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, byrj- aði vel á Opna velska mótinu í golfi í gær þegar hann lék fyrsta hringinn á tveimur höggum undir pari Celtic Manor-vallarins. Birgir Leifur lauk fyrsta keppnisdeginum í 19.-36. sæti en meðal keppenda í mótinu eru kylfingar á borð við Colin Mont- gomerie og Paul Lawrie. - óþ Birgir Leifur Hafþórsson: Byrjaði vel á Opna velska BIRGIR LEIFUR Fann sig vel á Opna velska mótinu í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Ísland og Holland mæt- ast í undankeppni HM 2010 á Laugardalsvelli á morgun. Sigur tryggir hollenska liðinu sæti í sjálfri úrslitakeppninni í Suður- Afríku á næsta ári. Holland er með fullt hús stiga eftir fimm leiki en Mark van Bommel, fyrirliði Bayern München, á von á erfiðum leik á morgun og varar menn við að vanmeta Íslendinga. „Ég man að Ísland gerði jafn- tefli við Spán heima fyrir tveimur árum,“ sagði van Bommel í sam- tali við hollenska fjölmiðla í gær. „Þetta verður alls ekki auðveld- ur leikur fyrir okkur en við vilj- um endilega tryggja okkur sæti á HM eins fljótt og mögulegt er,“ segir van Bommel. - esá Hollendingar og HM 2010: Farseðillinn klár með sigri EKKERT VANMAT Mark van Bommel í baráttunni við Emil Hallfreðsson. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.