Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 12
 10. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR AUSTURRÍKI Elisabeth Fritzl, sem haldið var fanginni af föður sínum í 24 ár, hefði getað fundist mun fyrr ef austurrískum yfirvöldum hefði ekki yfirsést fjöldi vísbend- inga. Þetta eru niðurstöður blaða- konunnar Stefanie Marsh, sem hefur rannsakað málið og skrifað um það bók. Elisabeth hvarf á ágústdegi árið 1984. Þegar móðir hennar og syst- ur komu heim um miðjan dag var hún horfin. Josef faðir hennar hafði verið heima og tilkynnti lög- reglu um hvarf- ið. Hann sagði dóttur sína lík- lega hafa geng- ið í sértrúar- söfnuð, en veitti engar sannanir fyrir því. Nán- ast engir slíkir söfnuðir fyrir- finnast í Austur- ríki en lögregla trúði þó sögu Josefs. Þá höfðu félagsráðgjafar vitneskju um að Elisabeth hefði strokið að heiman tveimur árum áður en hún hvarf. Þegar hún kom til baka var hins vegar aldrei rætt við hana um ástæður þess. Mánuði eftir að Elisabeth var lokuð inni neyddi Josef hana til að skrifa bréf sem hann svo sendi til sjálfs sín og sýndi lögreglunni. Bréfið var aldrei rannsakað, frekar en hin bréfin sem hún sendi næstu árin, þrátt fyrir að eitt þeirra hafi verið póstlagt í nágrenni við bæinn sem fjölskyldan bjó í. Níu árum eftir að Elisabeth hvarf var barn hennar skilið eftir fyrir utan hús foreldra hennar ásamt bréfi. Þó ákvað lögreglan að leita hennar ekki. Rúmu ári síðar birtist annað barn og Rose- marie, móðir Elisabeth, fann það. Hún sagði félagsráðgjöfum þá frá því að stuttu síðar hefði sím- inn á heimilinu hringt. Elisabeth var í símanum og baðst afsökunar á að hafa skilið barnið eftir. Rose- marie heyrði að um upptöku var að ræða og skellti á. Þegar síminn svo hringdi aftur spiluðust skila- boðin á ný. Að auki sagði Rose- marie frá því að þau hjónin hefðu nýlega skipt um símanúmer, en enginn vissi enn um nýja númer- ið. Enn sáu yfirvöld ekki ástæðu til rannsóknar. Eftir því sem tím- inn leið eyddi Josef sífellt meiri tíma í kjallaranum. Nágrannar sáu hann fara með matvörur, raf- tæki og húsgögn niður í kjallar- ann. Að auki var það vel þekkt í hverfinu að hann hefði verið sak- felldur fyrir nauðgun. Það var ekki fyrr en á síðasta ári, þegar elsta dóttir Elisabeth og Josefs varð lífshættulega veik og flutt á spítala, að þar vöknuðu grunsemdir lækna um að ekki væri allt með felldu. Ef það hefði ekki gerst væri allt eins líklegt að málið væri ekki enn komið upp á yfirborðið. thorunn@frettabladid.is Yfirvöld hundsuðu fjölda vísbendinga Hægt hefði verið að finna Elisabeth Fritzl, sem var haldið fanginni í Austurríki í 24 ár, mun fyrr. Yfirvöld gerðu síendurtekin mistök og yfirsást fjöldi vísbend- inga á löngu tímabili. Þetta eru niðurstöður nýrrar bókar um málið. FRITZL-HÚSIÐ Hús fjölskyldunnar í Amstetten, þar sem Josef Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár og átti með henni sjö börn. NORDICPHOTOS/AFP ORKUMÁL „Ég lít á það sem gríð- arlega viðurkenningu að Lands- virkjun og háskólasamfélag- ið viðurkenni ágæti þessarar aðferðafræði,“ segir Axel Pétur Axelsson hjá Íslenska orkufélag- inu. Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs og Íslenska orkufé- lagið hafa undirritað þróunar- og rannsóknarsamning vegna bún- aðar og aðferðafræði til vinddæl- ingar. Landsvirkjun hefur lýst yfir velvilja til verkefnisins og áfram- haldandi samstarfs. Markmiðið með vinddælingu er að hækka lágmarks vatnshæð uppi- stöðulóna fallvatnsvirkjana og auka heildarnýtingu. Með vinddælingu mun verða einnig mögulegt að búa til ný uppistöðulón og opnast með því fleiri virkjunarmöguleikar. Axel hóf að velta þessum málum markvisst fyrir sér árið 2007. „Ég rannsakaði lónin hjá Landsvirkjun og komst að því að vorin eru mjög krítískur tími, þegar lónin lækka og þeir geta ekki tryggt orku nema á lægri mörkum. Á sama tíma er vindurinn hvað mestur, og ég hafði því samband og spurði hvort þeir hefðu áhuga á að hækka þetta lág- mark með vinddælum. Í ljós kom að Landsvirkjun hafði kannað hvort hægt væri að nota rafmagn til að dæla, en kveiktu strax á hugmynd- inni um vinddælur og sögðust rann- saka hana betur,“ segir Axel. Aðferðafræðin verður þróuð nánar í kjölfar rannsóknarsamn- ingsins við Keili. - kg Íslenska orkufélagið og Keilir undirrita þróunar- og rannsóknarsamning: Rannsaka vinddælingu VINDDÆLING Markmiðið er að hækka lágmarks vatnshæð uppistöðulóna fallvatnsvirkjana. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR MENNING Auglýsingaherferðir ÁTVR (Vínbúðarinnar) kostuðu rúmlega 20 milljónir á árinu 2008. Í ár er gert ráð fyrir 14-15 millj- ónum í auglýsingaherferðir. Áætl- að er að Bíddu-herferðin, þar sem drengur er beðinn um að bíða með að kaupa áfengi þar til hann verð- ur tvítugur, kosti um 10 milljónir. „Hún er tiltöluleg einföld í fram- leiðslu en birtingarnar eru dýrar. Við erum hógvær í þessum her- ferðum. Höfum verið í herferðum með Umferðarstofu og þá erum við að nýta auglýsingarnar í 2-3 ár,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Í heildarstefnu fyrirtækisins kemur meðal annars fram að fyr- irtækið hafi hagkvæmni að leiðar- ljósi. Einnig að fyrirtækið stuðli að ábyrgri neyslu. „Það skýtur mjög skökku við að ÁTVR eyði peningum í auglýs- ingar,“ segir Birgir Ármannsson alþingismaður. Ástæðuna segir hann að fyrirtæki sem eigi að gegna forvarn- arhlutverki sé einnig að huga að viðskipta- sjónarmiðum í hinum daglega rekstri. „ÁTVR hefur þá sérstöðu á markaði að vera einokunarversl- un og þarf ekki að stunda neina auglýsingastarfsemi að neinu marki nema kannski ef breyting- ar eru að verða á afgreiðslutíma. Varðandi forvarnarstarfsemi er ég þeirrar skoðunar að hún eigi frek- ar að heyra undir Lýðheilsustöð en einokunarverslunina,“ segir Birg- ir. - vsp Auglýsingakostnaður ÁTVR nam um 20 milljónum á árinu 2008: Bíddu kostar um 10 milljónir BIRGIR ÁRMANNSSON BÍDDU Auglýsingin kostar um 10 millj- ónir. Framleiðslan er ódýr en dýrastur er birtingarkostnaður. JOSEF FRITZL Námsbraut á meistarastigi Námsbrautir á grunnstigi Vegna bilunar í vefvistunarkerfi dagana 2. til 5. júní komust umsóknir því miður ekki til skila. Allir sem sóttu um nám hjá okkur þessa daga eru því vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 525 4444.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.