Fréttablaðið - 10.06.2009, Side 18

Fréttablaðið - 10.06.2009, Side 18
MARKAÐURINN 10. JÚNÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR4 Ú T T E K T Mikilvægast að hlúa að litlu fyrirtækjunum „Það er mikilvægt fyrir okkur að halda fyrirtækjum gangandi ef rekstrargrundvöllur er fyrir hendi,“ segir Eiríkur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands, fyrrverandi að- stoðarhagstofustjóri og einn eig- enda Kaffitárs. Eiríkur hélt erindi um upp- byggingu Kaffitárs á málþingi Viðskiptaráðs en það var í fyrsta sinn í nítján ára sögu fyrirtækis- ins sem hann gerir slíkt. Það kom til af því einu að eiginkona hans Aðalheiður Héðinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Kaffitárs, var á heimleið frá Gvatemala og gat það ekki. Eiríkur skrifaði nýverið grein um mikilvægi þess að halda lífi í fyrirtækjum í þeim tilgangi einum að vernda störf. Í grein- inni, sem hann skrifaði í félagi við Gylfa Dalmann, segir að þótt stór hluti starfa sé lagður niður á hverju ári komi ný í þeirra stað án inngripa stjórnvalda eða sér- stakra aðgerða. Á miklum upp- gangstímum og í harkalegri nið- ursveiflu, líkt og nú, verði óvenju- mikil endurnýjun á vinnumarkaði. Hins vegar taki mun lengri tíma að skapa ný störf með stofnun fyr- irtækja en að halda fyrirtækjum á lífi og skapa störf innan þeirra. Í mikilli niðursveiflu þegar gjald- þrot fjölda fyrirtækja blasir við skipti máli að halda lífvænlegum fyrirtækjum gangandi til að koma í veg fyrir enn meira atvinnu- leysi og enn dýpri niðursveiflu sem getur endað í langvarandi kreppu. Eiríkur segir að ekki megi ruglað saman sérhagsmunum eigenda fyrirtækjanna, sem hafi tapað áhættufénu sem þeir lögðu til rekstursins, og hagsmunum starfsmanna – jafnvel almenn- ings. „Almennt séð í atvinnulífinu er rekstrarreikningur fyrirtækja í góðu lagi. Þótt eigendurnir hafi glatað öllu sínu geta fyrirtækin lifað áfram undir nýjum eigend- um. Þannig refsar markaðurinn þeim sem taka of mikla áhættu. Áhættan felst hins vegar í því að búa til ný störf frá grunni,“ segir hann og bendir á að þeir Gylfi áætli að á bilinu átján til 27 þús- und störf verði til í meðalári. Jafn mörg glatast á sama tíma. Endur- nýjunin sé því mikil. Áhættan í slíkri endurnýjun er hins vegar sú að laun í nýjum fyr- irtækjum eru iðulega lægri en í fyrirtækjum sem enn eru á lífi og því ekki eins verðmæt. Svo kunni að fara að frumkvöðlar, stofnend- ur fyrirtækjanna, verði að taka á sig kjaraskerðingu, jafnvel vinna launalaust í einhvern tíma til að koma „barni“ sínu yfir erfiðasta hjallann. „Ef maður rekur fyrirtæki þar sem hægt er að einbeita sér að kjarnarekstrinum þá vegnar manni betur en ef maður starfar í þannig umhverfi að stöðugt þarf að glíma við erfiðan ytri ramma, svo sem kvöðina að sýna fram á að stjórn fyrirtækisins er með hreint sakavottorð“ segir Eirík- ur sem í erindi sínu á föstudag fjallaði um allar þær hindranir og freistingar sem þau Aðalheiður stóðu frammi fyrir á fyrstu árum rekstrarins – og gera enn. Hagsmunir starfsfólks teknir fram yfir hagsmuni eigenda Annar stofnenda Kaffitárs segir fyrirtækjum vegna betur þegar stjórnendur geta einbeitt sér að rekstrinum í stað ytri skilyrða. „Þegar erfiðleikar líkir þeim sem nú steðja að í íslensku efnahagslífi blasa við, þá eykst hvatinn til að stofna ný, lítil fyr- irtæki. Það er líklegt að slíkum fyrirtækj- um muni fjölga mjög á næstunni,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Við- skiptaráðs. Viðskiptaráð gaf í síðustu viku út skýrslu um lítil og meðalstór fyrirtæki og blés til málþings í tilefni af því þar sem málið var rætt í þaula. Hafdís Jónsdóttir, formaður Kvenna í at- vinnurekstri og einn eigenda líkamsrækt- arkeðjunnar World Class, stýrði málþing- inu. Auk Finns og Eiríks, sem rætt er við hér að neðan, voru á meðal fundargesta þau Bogi Örn Emilsson, framkvæmda- stjóri Skjals, og Christina Sommers, for- maður Samtaka lítilla og meðalstórra fyr- irtækja í Evrópu (e. European Small Bus- iness Alliance), sem sem eru ein stærstu og öflugustu samtök smærri fyrirtækja álfunnar. Sommers kynnti þá vitundarvakningu sem verið hefur á meginlandi Evrópu upp á síðkastið um mikilvægi lítilla og meðal- stórra fyrirtækja. Viðkvæðið þar síðustu misseri hefur verið að skoða hvaða áhrif löggjöf og ný reglusetning hefur á lítil á meðalstór fyrirtæki. Reynt sé eftir megni að vernda fyrirtækin og reglum því breytt þeim til handa. TÍMAMÓTAVERK Skýrsla Viðskiptaráðs er tímamótaverk en önnur eins könnun hefur aldrei verið gerð hér á landi. Finnur bendir á að vinnuhóp- ur Viðskiptaráðs hafi byrjað að skoða um- fang fyrirtækjanna í íslensku efnahagslífi á vordögum í fyrra. Í hópnum voru full- trúar fyrirtækjanna. Verkefnið fór hins vegar á ís þegar efnahagslífið fór svo að segja á hliðina í fyrrahaust. „En þetta er yfirborðið, fyrstu skrefin,“ segir Finnur. „Tilgangurinn var að skoða umfang reksturs smárra fyrir- tækja, hlutverk þeirra til að búa fólki at- vinnu og framlag þeirra til efnahagslífsins almennt,“ segir hann og bendir á að kafað verði dýpra í málið á næstunni þar sem fleiri þættir í rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði skoðaðir. „Rekstrarumhverfi fyrirtækja hér í víðu samhengi er ekki nógu gott, eigin- lega afleitt,“ segir Finnur og bætir við að vextir hafi lengi verið of háir og mikill tími stjórnenda fyrirtækja farið í varn- arstöður gegn sveiflum í efnahagslíf- inu. Smærri fyrirtæki hafa síður tök á því en þau stærri. Kostirnir hafi á móti verið þeir að skattar á fyrirtæki hafi verið lágir. Blikur séu hins vegar á lofti nú um stundir. Í skýrslu Viðskiptaráðs kemur fram að 99 prósent fyrirtækja landsins eru lítil og meðalstór og starfsmannafjöldi þeirra er allt frá einum upp í 249 menn. Fyrirtæk- in eru 25 til 27 þúsund talsins, samkvæmt útreikningum Viðskiptaráðs, sem byggir á gögnum frá Hagstofunni, Eurostat, hag- stofu Evrópusambandsins og fleiri aðilum. Langflestir, eða á bilinu 22 til 23 þúsund manns, vinna hjá örfyrirtækjum. Það eru fyrirtæki með allt að tíu starfsmenn. RÆÐUMENN ÁSAMT GESTUM MÁLÞINGSINS Skýrsla Viðskiptaráðs er tímamótaverk en önnur eins könnun hefur aldrei verið gerð hér á landi. Finnur Oddsson, fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir að næstu skref verði að skoða betur og nánar rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja. MARKAÐURINN/VILHELM Um helmingur vinnandi fólks á Íslandi starfar hjá litlum og meðalstórum fyr- irtækjum. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson sat málþing Viðskiptaráðs en þar voru menn sammála um að þessi fyrirtæki skiptu gríðarlegu máli fyrir heimilin í landinu og verði að styðja þau og styrkja til að keyra upp úr niðursveiflunni. Starfsmannafjöldi* Fyrirtæki 1 Örfyrirtæki 2-9 10-19 Lítil fyrirtæki 20-49 50-99 Meðalstór fyrirtæki 100-249 Fleiri en 249 Stórfyrirtæki * Samkvæmt flokkun Hagstofunnar ** Samkvæmt skilgreiningu Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins S K I L G R E I N I N G F Y R I R T Æ K J A EIRÍKUR HILMARSSON Í meðalári verða til átján til 27 þúsund störf og jafn mörg glatast, segir einn eigenda Kaffitárs og fyrr- verandi aðstoðarhagstofustjóri. Hann segir mikilvægt að vernda störf í niðursveiflu. MARKAÐURINN/RÓSA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.