Fréttablaðið - 10.06.2009, Page 24

Fréttablaðið - 10.06.2009, Page 24
 10. JÚNÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● landið mitt reykjanes Gamla þurrabúðin í Stekkjarkoti í Innri-Njarðvík opnar eftir vetrar- lokun í næstu viku, miðvikudaginn 17. júní og verður ókeypis inn í allt sumar að sögn Sigrúnar Ástu Jóns- dóttur, forstöðumanns Byggða- safns Reykjanesbæjar. „Hægt er að koma við í Stekkj- arkoti og skoða hvernig gamla þurrabúðin leit út,“ segir Sigrún Ásta. „Stekkjarkot er gamall torf- bær sem var endurgerður í tilefni 50 ára afmælis Njarðvíkurkaup- staðar árið 1992. Undir endurgerð- inni er hin eiginlega rúst,“ útskýrir Sigrún Ásta og bætir við að þurra- búðir hafi verið algengar á þess- um slóðum fram á tuttugustu öld. „Þær komu og fóru eftir því hvern- ig áraði til sjávar og sveita.“ Sigrún Ásta segir að Stekkjar- kot standi á góðu útivistarsvæði. „Fólk kemur hingað þótt safnið sé ekki opið því þetta er opið svæði. Stekkjarkot er á stað þar sem gott er að ganga um.“ Gamla þurrabúðin í Stekkjar- koti verður opin miðvikudaga til sunnudaga frá 13 til 17 í sumar. - mmf Stekkjarkot er endurgerð þurrabúð sem stendur á góðu útivistarsvæði. MYND/SIGRÚN ÁSTA JÓNSDÓTTIR Opnun Stekkjarkots eftir viku Poppminjasafnið í Reykjanesbæ sem ætlunin var að opna á Ljósanótt verður ekki opnað fyrr en í fyrsta lagi að ári. „Málið er í biðstöðu. Hugmyndin var sú að safnið fengi inni í Hljóma- höllinni sem er verið að byggja fyrir tónlistarskólann Stapann og Poppminjasafnið en fresta þurfti framkvæmd- um aðeins vegna efna- hagsástandsins,“ segir Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðumaður Byggða- safns Reykjanesbæj- ar sem vonar þó að fram- kvæmdum ljúki á næsta ári. Poppminjasafnið á upp- haf sitt að rekja til sýn- ingarinnar Bítlabærinn Keflavík sem haldin var á veitingastaðnum Glóðinni 1997. Stofninn að safn- kosti Poppminjasafnsins er þaðan kominn. Byggða- safn Reykjanesbæjar tók síðan að sér að geyma munina og hefur sett upp tvær sýningar í Duushús- um. Munirnir eru nú í geymslu byggðasafnsins en fólki er þó frjálst að bæta við safnkostinn ef það á einhverja skemmtilega muni úr poppsögunni. „Við leitum eftir hlutum sem tengjast tónlistarfólkinu, hljóðfærum, sviðsfatnaði eða veggspjöldum,“ segir Sigrún og bætir við að safnið muni ekki einskorða sig við poppsögu Reykjanessins heldur landsins alls. -sg Poppminjasafnið í geymslu næsta árið Hljómsveitin Trúbrot spilar stóran þátt í poppsögu Íslands. MYND/BJÖRN G. BJÖRNSSON Í Reykjanesbæ er verið að opna um þessar mundir safn sem byggt hefur verið utan um hið víðfræga skip Íslending. Nærri áratugur er síðan skipið sigldi til Ameríku. „Ég var fljótur að reka augun í skipið þegar ég flutti á Suðurnes- in fyrir nokkrum árum. Ég fór því fljótlega í það að leggja bæj- arstjórann í einelti með að fá að leggja verkefninu lið. Ég hugsa að ég hafi nú kannski orðið svo að ein- hverju gagni,“ segir Einar Bárðar- son, verkefnisstjóri sýningarinn- ar Víkingaheims, sem sett hefur verið upp í Reykjanesbæ. Skipið Ís- lendingur, sem Gunnar Marel Egg- ertsson smíðaði og sigldi til Am- eríku árið 2000, er flaggskip sýn- ingarinnar en einnig munu gestir kynnast siglingum og rányrkju víkinganna um allan heim sem og „eftirlífi“ víkinganna með skipum sínum. „Siglingum víkinganna um Norður-Atlantshafið eru gerð góð skil og svo er hægt að ganga um borð í skipið og horfa út á Faxa- flóa og þannig aðeins hægt að setja sig í spor víkinganna.“ Skoða má ofan í skipið af efri hæðinni og virða svo fyrir sér allt undirlagið á neðri hæðinni en að auki er farið í gegnum ferðasögu garpanna til Norður-Ameríku, með viðkomu á Íslandi meðal annars, á efri hæð- inni. Tveir litlir salir á neðri hæð- inni eru svo lagðir undir ránin miklu og hvernig fer fyrir skipinu eftir dauða víkinganna. Húsið, sem er mikið listaverk, um eitt þúsund fermetrar, teikn- aði Guðmundur Jónsson arkitekt, og Elisabeth Waard hefur haft yf- irumsjón með að setja sýninguna upp. „Efnahagsþrengingarnar þyngdu róðurinn í að koma safn- inu upp en við erum mjög þakklát fyrir hvað við erum komin langt og ég er sannfærður um að á næstum tveimur árum verði þetta að einum fjölsóttasta ferðamannastað lands- ins enda er þessi sýning ótrúlega skemmtileg,“ segir Einar. Sýning- in er opin alla daga frá klukkan ellefu til sex á daginn. - jma Hægt að ganga um borð í Íslending Einar Bárðarson, verkefnisstjóri Víkinga- heims, hefur fulla trú á að Íslendingur muni slá í gegn. Hægt verður að kynnast siglingum, ránum og eftirlífi víkinga og skips í Víkingaheimi í Reykjanesbæ. Í húsinu, sem er um eitt þúsund fermetr- ar, er að finna alls kyns fróðleik. Ýmsir skemmtilegir gripir eru til sýnis. viltu hætta? Þarftu aðstoð? Dagskrá á mánudögum: Kl. 10.00 - 16.00 Viðtöl hjá ráðgjafa Kl. 16.30 - 17.30 Stuðningshópar Kl. 18.00 - 18.45 Foreldrafræðsla Kl. 19.00 - 20.00 Hópastarf Tímapantanir: 421 6700 Erlingur Jónsson: 864-5452, 7725463 Getið kynnt ykkur starfsemi Lundar. Lundur@mitt.is www.lundur.net

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.