Fréttablaðið - 10.06.2009, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 10.06.2009, Qupperneq 28
● tíska&fegurð Þó enn sé ekki orðið mjög hlýtt í veðri og margir jakkaklæddir var léttur, litríkur og mynstraður fatn- aður engu síður áberandi og annar hver maður með sólgleraugu á Laugaveginum þegar blaðamaður skoðaði götutískuna á dögunum. Konur á öllum aldri klæddust helst kvenlegum fatnaði; kjólar, pils, síðir bolir og leggings í öllum hugsanlegum litum voru meðal þess sem þær skörtuðu. Margar með sjöl, stórar töskur og í stutt- um stígvélum. Þá benti flest til þess að karl- peningurinn klæðist áfram þröng- um fatnaði, jafnvel þrengri en áður, og taka margar stúlkur því eflaust fagnandi. Margir klædd- ust skyrtum, annaðhvort víðum eða þröngum og voru köflóttar þeirra algengastar. Hagsýni virð- ist svo almennt ráða ríkjum í fata- vali kynjanna, þar sem notuðum fötum er blandað saman við ný. - hds K lippingarnar eiga rætur að rekja bæði til 19. aldar herralínu og rokktísku 20. aldarinnar. Á vissan hátt minna þær líka á dömuklippingarnar sem voru vinsælar í fyrra. Þannig að við erum eiginlega komin í hring,“ útskýrir Ragnheiður Hreinsdóttir, kölluð Ragga, á Eplinu, hárstofu í Borgartúni, spurð út í strauma og stefnur í herraklippingum í sumar. Að hennar sögn er grunnklippingin fólgin í síðum toppi og snöggum hliðum og hnakka, þar sem topp- urinn er ýmist greiddur til hliðar, stíft upp, aftur eða látinn falla fram á við, allt eftir smekk hvers og eins. „Áferð hársins leikur stórt hlutverk, þar sem nota má vax, gel eða önnur hármótunarefni og er svolítið í takt við hárstíl Rómakeisarans Júlíusars Cesar. Þegar hárið síkkar minnir klippingin á pompadour-hárstílinn sem þeir Marlon Brando, James Dean og Elvis Presley gerðu vinsælan á 6. áratugnum. Síðast var klippingin vinsæl á 8. áratugnum þegar Vivienne Westwood og Malcolm McLaren sköpuðu heilan iðnað undir merkj- um hennar,“ segir hún. - rve Pompadour-hárstíllinn ræður ríkjum í sumar að sögn Ragnheiðar. Hér til hægri má sjá hvernig hægt er að greiða toppinn á ýmsa vegu. MYND/ÚR EINKASAFNI Fyrirmyndir í Róm til forna „Ég versla mest í Smash, en fer svo í Sævar Karl ef ég er að kaupa eitthvað fínt,“ segir Andri Már Engilberts- son, hér með tíkina Louise. Guðrún Þor- steinsdóttir: „Mér finnst gott að vera í einhverju þægilegu.““ Aron Bergmann Magnússon segist versla mikið í Kolaportinu. Götutíska í Reykjavík ● Sumarið er svo sannarlega gengið í garð ef marka má fataval þeirra sem urðu á vegi blaðamanns þegar hann grennslaðist fyrir um götutískuna í miðbæ Reykjavíkur. ● Forsíðumynd: Anton Brink tók mynd á Laugavegi Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid. is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. tíska&fegurð MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009 Í ÆTT VIÐ ELVIS Herraklippingar í sumar taka mið af pompadour-hár- stílnum þar sem rokkgoð og Rómakeisarar eru helstu fyrirmyndir. BLS. 2 HÖFUÐSTÖÐVAR Í NEW YORK Breska Bur- berry-tískuveldið hefur opnað höfuðstöðvar sínar í New York- borg. BLS. 3 TÍSKA GÖTUNNAR Nokkrir Íslendingar teknir tali og myndaðir á förnum vegi í amstri dagsins. BLS. 2 H ildur Björk Yeoman, fatahönnuður, er orðin þekkt fyrir nótagarnstöskur sínar, í laginu eins og púðluhundur, en töskur hennar fást þó einnig með hefðbundnara sniði. Hildur Björk mun með haustinu setja á markað nýja töskulínu. „Í nýju línunni verða fleiri dýr en púðluhundurinn á boð- stólnum, til dæmis svanir og uglur,“ segir hún. Hildur segir að nýja línan verði einnig búin til úr nótagarni. „Ég hef ofsalega gaman af gömlu handverki. Þegar ég hanna er ég oft innblásin af gamalli tækni en reyni að færa hana í nýjan bún- ing. Mér finnst gaman að nota nótagarnið. Það er efni sem fólk er vant að tengja sjávarútvegi, slori, slagviðri og hörku en ég færi það í nýtt samhengi púðluhundsins sem í mínum huga stendur fyrir eitthvað fágað og dramatískt,“ út- skýrir Hildur og bætir við að nótagarnið sé upplagt efni því það sé þeim eiginleikum gætt að vera formfast og endingargott. Hægt er að nálgast töskur Hildar í versluninni Kronkron. - mmf Gamalt í nýjan búning Jódís Káradóttir segist vera hrifin af kjól- um enda séu þeir svo sumarlegir. 10. JÚNÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR2

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.