Fréttablaðið - 10.06.2009, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009 5landið mitt reykjanes ● fréttablaðið ●
„Þeim fjölgar stöðugt sem heim-
sækja Reykjanesbæ um helgar.
Sérstaklega er orðið vinsælt meðal
borgarbúa að fara í fjölskyldurúnt
um bæinn, einkum gamla hlut-
ann,“ bendir Dagný Gísladóttir,
kynningarstjóri Reykjanesbæj-
ar, á og nefnir í því samhengi við-
komustaðina Vatnaveröld og fjall
Skessunnar.
„Vatnaveröld er yfirbyggður
vatnsleikjagarður frá árinu 2006,
ætlaður yngstu kynslóðinni. Þar
eru rennibrautir og önnur tæki
sem eru með mjúku undirlagi.
Þar er líka 50 metra innilaug og
25 metra útilaug, gufa og fleira,“
segir hún og bætir við að al-
gengt sé að fjölskyldufólk heim-
sæki Skessuna í fjallinu eftir
sund sprett. „Fyrirmyndin er per-
sónan úr bókum Herdísar Egils-
dóttur um Siggu og Skessuna, sem
eignaðist samastað í helli skammt
frá Duushúsunum, á síðustu Ljós-
anótt. Þar situr hún á ruggustól
í eldhúsinu og dormar. Opið er í
hellinn alla daga.“ - rve
Saltfisksetrið í Grindavík stend-
ur fyrir margvíslegri menningar-
starfsemi. Mikið er um að vera í
setrinu í sumar, allt frá listsýning-
um til gönguferða.
17. júní-hátíðarhöld Grinda-
víkurbæjar fara að mestu fram
við Saltfisksetrið, setrið stend-
ur fyrir Jónsmessugöngu á Þor-
björn 21. júní. Hinn 27. júní opnar
Sólveig Dagmar Þórisdóttir sýn-
ingu í listsýningasal setursins og
Nína Gautadóttir opnar sýningu
18. júlí.
Um verslunarmannahelgina,
31. júlí til 3. ágúst verður haldin
gönguhátíðin AF STAÐ á Reykja-
nesið. Boðið verður upp á fjórar 3
til 6 tíma gönguferðir með leiðsögn
frá föstudegi til mánudags ásamt
viðburðum í Saltfisksetrinu og
Flagghúsinu. AF STAÐ á Reykja-
nesið verður einnig á döfinni 9., 16,
23. og 30. ágúst. Boðið verður upp
á fjórar þjóðleiðagöngur með leið-
sögn á vestanverðum Reykjanes-
skaganum. Nánar á www.saltfisk-
setur.is. - sg
Lífið er saltfiskur
Saltfisksetrið í Grindavík.
Reykjanesbær hefur undanfar-
in ár boðið upp á listaskóla fyrir
sjö til tólf ára börn þar sem þau
læra mynd- og leiklist. Sólveig
Guðmundsdóttir leikkona hefur
haft umsjón með leiklistarhlutan-
um síðastliðin fimm ár og segir
gaman að fylgjast með börnunum
taka framförum.
„Ég legg mikla áherslu á spuna
og yfirleitt semja börnin eigið leik-
rit. Vinnan byggist að miklu leyti á
þeirra hugmyndum og litast oft af
því sem er að gerast í samfélaginu
hverju sinni,“ segir Sólveig.
Leiklistarkennslan fer fram
í Frumleikhúsinu en aðstöð-
unni deila börnin með leiklistar-
hóp unglingavinnunnar sem Sól-
veig segir gefast vel. Myndlistar-
kennslan er í Svarta pakkhúsinu en
börnunum er skipt upp í hópa sem
síðan skiptast á að fara í leik- og
myndlist. „Oft höfum við haft það
þannig að börnin vinni leikmynd,
leikmuni og búninga í myndlist-
inni til að nota í leiksýningunni
sem við setjum upp að hverju nám-
skeiði loknu.“
Námskeiðin í sumar verða tvö.
Hið fyrra hefst miðvikudaginn 10.
júní en hið síðara 1. júlí. Nánari
upplýsingar má nálgast hjá Menn-
ingarsviði Reykjanesbæjar. - ve
Litlir listamenn
Sólveig Guðmundsdóttir segir gaman
að fylgjast með börnunum taka framför-
um á námskeiðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Fjölsóttur fjölskyldustaður
Yngstu kynslóðinni þykir gaman að
heimsækja Skessuna í fjallinu.
!"#$#%& '()*+$!,-.%#&""/&
0
1
!""
#!""
$ $ 3&&
#3& 4