Fréttablaðið - 10.06.2009, Page 32

Fréttablaðið - 10.06.2009, Page 32
 10. JÚNÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● landið mitt reykjanes Pro Quip Ný sending af regngöllum og vindjökkum, kvenna og karla. Vindjakkar kr. 9.700 Regnjakkar frá kr. 16.500 Regnbuxur frá kr. 12.900 Ármúla 40 · 2.hæð · Sími 553 9800 Veljum Ísland „Húseigandinn gleymdi að skilja eftir nafnspjald en líkur eru til að fundinn sé bær Herjólfs Bárðar- sonar sem nam land á milli Vogs og Reykjaness.“ Þetta segir Sig- rún Ásta Jónsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar, um mannvistarleifar frá fyrstu dögum landnáms sem voru grafn- ar upp í Höfnum nú í sumar. Þar fengu tólf nemendur úr fornleifa- deild HÍ tækifæri til að fást við víkingaaldarminjar undir stjórn Bjarna F. Einarssonar fornleifa- fræðings. Nokkar prufuholur voru grafn- ar á þessum stað árið 2002 því merki sáust um útlínur skála. „Dyrin sást greinilega og við upp- gröftinn fannst dyrahella og svo- kallað dyralóð í gættinni. Einnig hluti af kvarnasteini og tvær perl- ur,“ lýsir Sigrún. Rústirnar eru í alfaraleið við veginn og þótt búið sé að tyrfa yfir uppgröftinn er auðvelt að átta sig á aðstæðum að sögn Sigrúnar. „Dyrnar eru óhreyfðar þannig að hægt er að ganga á sömu hellum og landnámsmenn.“ - gun Skálarústin í Höfnum. Kirkjuvogskirkja í baksýn. MYND/SIGRÚN ÁSTA JÓNSDÓTTIR Landnámsskáli kominn í ljós Garðbúar tileinka sumarhátíð sína sólsetri sem er engu líkt. Sólseturshátíðin í Garði verður haldin fimmta sumarið í röð dag- ana 26. til 29. júní. Hátíðarhöldin fara fram á Garðskaga en þar er sólsetrið engu líkt. „Sumarsólstöður verða þarna nýafstaðnar og sólsetrið mun að vonum gylla hafið á meðan Garð- búar og gestir syngja og gleðjast við varðeld,“ segir Stefán F. Ein- arsson, umsjónarmaður Sólset- urshátíðarinnar. Hann segir til- gang hátíðarinnar fyrst og fremst að gleðjast og hafa gaman en auk þess vilji Garðbúar kynna bæjar- félagið og þá menningarstarfsemi sem fer þar fram. „Þessi hátíð er stór og mikil í hugum Garðbúa. Hingað komu hátt í átján hundruð manns í fyrra og spái ég því að þeim fari fjölg- andi. Hérna á skaganum er góð aðstaða fyrir tjaldbúa, tjaldvagna og húsbíla auk þess sem snyrting, rennandi vatn og rafmagn er til staðar,“ segir Stefán. Hann segir Garðskagavita koma til með að gegna stóru hlutverki í hátíðinni enda táknrænn fyrir staðinn. „Þar verða ýmsar uppákomur auk þess sem vitinn verður klæddur í há- tíðarbúning.“ Dagskráin hefst á föstudag en nær hámarki á laugardag. Þá verður til að mynda boðið upp á menningartengda sögugöngu um bæinn og fjöruferð fyrir börn en upp úr hádegi hefst hátíðardag- skrá sem stendur fram á kvöld og lýkur með tónleikum, brennu og brennusöng. - ve Sumarhátíð þar sem sólin er í brennidepli Garðbúar og gestir hátíðarinnar fylgjast með sólsetrinu á meðan þeir ylja sér við brennu og söng. MYND/STEFÁN F. EINARSSON Garðskagaviti gegnir stóru hlutverki í hátíðinni enda táknrænn fyrir staðinn. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.