Fréttablaðið - 10.06.2009, Síða 42
Guðni Th. Jóhannesson sagn-
fræðingur flytur í Háskólanum
í dag fyrirlestur með yfirskrift-
inni „Hvað gerðist eiginlega í
bankahruninu?“ Hann fjallar um
eigin rannsóknir í nýútkominni
bók sinni, Hrunið. Bókin er holl
lesning og nauðsynleg hverjum
sem þarf að glöggva sig á rás
atburða, því ótrúlega hratt vill
fenna yfir atganginn. Velt er við
steinum bæði í fjármálum og hjá
stjórnvöldum. Til dæmis veltir
Guðni upp þeirri spurningu hvort
stolt ráðamanna hér hafi ráðið
því að ekki var leitað aðstoð-
ar alþjóðasamfélagsins fyrr en í
algjört óefni var komið og hvort
ekki hefði verið réttast að leita
strax ásjár hjá Alþjóða gjald eyris-
sjóðnum eftir hrun bank anna „í
stað þess að hika d ö g u m
saman“.
7,3 1,0 37milljarða króna afgangur var á vöruskiptum við útlönd í maí samkvæmt nýlega birtum bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Á sama tíma í fyrra var vöruskiptajöfn-
uður neikvæður um tvo og hálfan milljarð króna.
prósenta stýrivöxtum er viðhaldið í evrulöndum
samkvæmt ákvörðun Seðlabanka Evrópu fyrir
helgi. Stýrivextir bankans hafa aldrei verið lægri.
bankar hafa farið á hausinn í Bandaríkjunum
það sem af er ári, en Lincolnwood-smábank-
anum var lokað um helgina. Í fyrra fóru 25 á
hausinn og þrír árið áður.
SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is
B A N K A H Ó L F I Ð
Hermann Guðmundsson, forstjóri
N1, átti góðan sprett á hugmynda-
fundi fyrirtækisins í síðustu viku.
Forstjórinn sagði meðal annars
að hefðbundinn lærdómur yrði að
ganga í endur nýjun lífdaga eigi
hann að standast væntingar þeirra
sem horfi til framtíðar. Að öðrum
kosti sé hætt við að skapandi
einstaklingar flosni úr námi og
leiti fyrir sér annars staðar. Þetta
átti raunar ótrúlega vel við tvo
þátttakendur fundarins, Guðjón
Má Guðjónsson, löngum kenndan
við Oz, og Bandaríkjamanninn
Jeff Taylor. Taylor lauk háskóla-
námi í nokkrum sprettum sem
stóðu fram að fertugu. Guðjón
komst hins vegar ekki lengra en
í Versló. Hann á enn eftir
að útskrifast, 37 ára
gamall. „Það var svo
mikið að gera hjá Oz á
þessum tíma að síðasta
prófið sem ég tók var
ökuprófið,“ sagði
frumkvöðullinn.
Ökupróf
Í heimspressunni hefur Lettland
nú tekið við þeim vafasama
heiðri af Íslandi að vera talið
mest plagaða land heims af
efnahagsþrengingum vegna
fjármálakreppunnar. „Við
héldum að Ísland yrði harð-
ast úti í kreppunni, en núna
tel ég að Lettland hafi vinn-
inginn. Hrunið er mikið og
verður enn meira hjá Lettum,“
hefur danska viðskiptablaðið
Børsen eftir Jesper Rangvid,
prófessor við Viðskiptaháskóla
Kaupmannahafnar (Copenhagen
Business School, eða CBS). Meðal
annars er horft til 28,7 prósenta
samdráttar á fyrsta fjórðungi
ársins í Lettlandi, meðan sam-
dráttur hér var „bara“ 3,9 pró-
sent, miðað við sama tíma árið
áður. Líkt og Íslendingar eru
Lettar í stökustu vandræðum
með gjaldmiðilinn sinn og eykur
það á allan vanda.
Sviðsljósi stolið
Hvað gerðist?