Fréttablaðið - 18.06.2009, Page 6

Fréttablaðið - 18.06.2009, Page 6
6 18. júní 2009 FIMMTUDAGUR Ný lausn í heimabanka Byrs Það er einfaldara en þú heldur! Einföld aðgerð í heimabanka Byrs þér að kostnaðarlausu Stakar eða fastar mánaðarlegar greiðslur Ekkert uppgreiðslugjald á íslenskum lánum undir 50 m.kr. hjá Byr Sjáðu hvað þú sparar á byr.is Nýttu þér persónulega þjónustu og faglega ráðgjöf í sparisjóðnum Milljóna sparnaður með 10.000 kr. aukagreiðslu á mánuði Tökum sem dæmi 11 milljón króna verð- tryggt íbúðalán sem tekið var í septem- ber 2007. Með því að greiða 10.000 krónur aukalega á mánuði, sparast 10.671.376 krónur á lánstímanum. Miðað er við 6% vexti og 5% verðbólgu á 40 ára lánstíma. Aukagreiðslan bætist við mánaðarlega afborgun og lækkar höfuðstól lánsins. Höfuðstóllinn lækkar hraðar en upphaflegar afborganir gera ráð fyrir og við það sparast milljónir í vaxtakostnaði og verðbótum. Þú getur sparað milljooo.ooonir með niðurgreiðslu íslenskra lána! -það er fjárhagsleg heilsa! 90 80 100 70 60 50 40 30 20 10 0 Fyrir 104 93,5 Eftir Fj ár hæ ði r í m ill jó n IS K HEILBRIGÐISMÁL Landlæknir segir að ýmis rök megi færa fyrir því að frjálslyndari stefna um notkun kannabisefna þurfi ekki að leiða til versnandi ástands. Hann vísar í rannsóknir sem bendi til að efnið sé lítt ávanabindandi, miðað við önnur vímuefni. Landlæknir minnist á „þær ógöngur“ sem fylgt hafi hinu bandaríska „stríði gegn fíkniefn- um“, þar sem fangelsin séu yfir- full af fólki sem hafi hlotið dóma vegna vímuefna. Einnig bendir hann á jákvæða reynslu Portú- gala af frjáls- lyndi. „Nauðsynlegt er að dæmi sem þessi séu tekin til fordómalausrar umræðu,“ segir Matthías Hall- dórsson land- læknir. Þetta kemur fram í svarbréfi hans við umkvörtunum Ólafs Skorr- dal, sem er áhugamaður um lögleið- ingu kannabisefna. Ólafur hafði gert athugasemdir við ummæli á heimasíðu SÁÁ og við ýmsar stað- hæfingar formanns SÁÁ, Þórarins Tyrfingssonar læknis. Þórarinn hefur talað um tengsl kannabisefna og harðari efna og um „kannabis- bullurnar“, sem berjist fyrir lög- leiðingu efnanna. Landlæknir hvetur Þórarin til að vera málefnalegan; hann sé í þeirri óvenjulegu aðstöðu að vera yfir- læknir og um leið formaður sam- taka í fjárþörf. Stundum heyrist sú gagnrýni að málflutningur hans sé áróðurskenndur. Landlæknir vísar í nokkrar rann- sóknir sem segja kannabisefni lítið ávanabindandi miðað við önnur vímuefni, svo sem áfengi og tóbak. Institute of Medicine í Bandaríkj- unum segir til að mynda að 32 pró- sent tóbaksneytenda verða háð tób- aki og 23 prósent heróínneytenda verði háð heróíni. Sautján prósent neytenda kókaíns verði háð því og fimmtán prósent alkóhólneyt- enda verði háð áfengi. Níu prósent kannabisneytenda verði hins vegar háð kannabisefnum. Svipuð tala sé nefnd í riti sænsku heilbrigðis- stjórnarinnar. Efnið mælist lítt ávanabindandi víðar. Þrátt fyrir þetta sé víst að kannabis neytendur leiðist stund- um út í neyslu harðari efna, hvort sem þar sé um orsakasamband að ræða eða ekki, eins og rannsókn úr Science-tímaritinu bendi til. Landlæknir vísar í framhaldinu í skýrslu SÁÁ, þar sem segir að þegar neytandinn kaupi efnið „læri [hann] lögmál vímuefnamarkaðar- ins“ og kynnist sölumönnum sem seinna selji honum önnur efni. Landlæknir vekur að lokum athygli á því að ástæða sé til að fara með gát, enda bendi rannsókn- ir til að lítið brot kannabisneytenda sé líklegt til að þróa með sér geð- sjúkdóma. klemens@frettabladid.is Landlæknir varar við fíkniefnastríði Landlæknir segir að frjálslyndari stefna um kannabisefni þurfi ekki að leiða til verra ástands. Hann varar við „fíkniefnastríði“ og vísar í kannanir sem sýni að kannabisreykingar séu minna ávanabindandi en tóbaks- og áfengisneysla. MATTHÍAS HALLDÓRSSON MENNING Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, segir að sér þyki mjög leitt að heyra að samningaviðræður Pennans og Kaupangs um húsaleigu Bókabúðar Máls og menningar hafi runnið út í sandinn og að „þessi miðpunktur bókmenntalífs Íslendinga í áratugi eigi í ágúst að heyra sögunni til“. Eins og fram hefur komið í blaðinu skal bókabúðin hverfa af Laugavegi 18 fyrir 1. ágúst. Heyrst hefur að þar verði hótelrekstur, en það er óstaðfest. Katrín segir að ekki sé á valdi hennar ráðuneytis hvernig verslunarhúsnæði í miðborg Reykjavíkur er fyrirkomið. En þetta „vekur mann til umhugsunar um menn- ingararfinn almennt og að hann leynist víðar en margur hyggur,“ segir hún. Bókabúð Máls og menningar sé eitt helsta menn- ingarkennileitið við Laugaveginn. „Ég á eftir að sakna Máls og menningar mjög ef af þessu verður en ég vona enn að hægt sé að koma í veg fyrir þenn- an flutning,“ segir Katrín. Hún á þó ekki við að ríkið, eigandi búðarinnar, komi þar að málum. Þess má geta að á Fésbók hefur verið stofnaður hópurinn Hlekkjum okkur við Mál og menningu, hópur sem segist vilja standa undir nafni þegar að því komi að rýma húsið. Fyrirtækið Kaupangur hyggst í vikunni tilkynna áform sín um Laugaveg 18. Þar hefur verið bókabúð frá árinu 1961. - kóþ Menntamálaráðherra segir leitt að sjá á eftir bókabúð Máls og menningar: Miðpunktur bókmenntalífs hverfur ÞINGMENN Í MÁLI OG MENNINGU Á DEGI BÓKARINNAR Get- gátur eru uppi um að í stað Máls og menningar komi hótel, skemmtistaður, eða jafnvel önnur bókabúð. En þeir í Kaupangi vilja ekkert segja. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Orð landlæknis ríma við skoðanir Helga Gunnlaugssonar, prófessors í afbrotafræði við Háskóla Íslands. Helgi sagði hér í blaðinu hinn 4. apríl að stjórnvöld þyrftu að íhuga stefnu sína í vímuefnamálum hverju sinni, og fordóma- laust. Margt neikvætt fylgdi kannabisbanninu, sem minnti um margt á áfengisbannið á sínum tíma. Helgi telur heillavænlegra að reyna að draga úr áhættuhegðun ungmenna en að lýsa yfir stríði á hendur þeim. Góð reynsla sé af „afglæpun“ erlendra ríkja, en áframhaldandi bann geti klofið samfélagið. AFBROTAFRÆÐINGUR SAMMÁLA HELGI GUNNLAUGSSON KANNABISLAUF Landlæknir hvetur til fordómalausrar um ræðu um kannabisefni. Rannsóknir sýni að þau séu minna ávanabindandi en tóbak og áfengi. NORDICPHOTOS/GETTY ÞÓRARINN TYRFINGSSON ÓLAFUR SKORRDAL Sérðu eftir Gunnari Birgissyni sem bæjarstjóra í Kópavogi? Já 24,4 Nei 75,6 SPURNING DAGSINS Í DAG Er rétt af Árna Johnsen og Bjarna Benediktssyni að skrá ekki fjárhagslega hagsmuni sína á vef Alþingis? Segðu skoðun þína á Vísi.is NÁTTÚRA Bæjarráð Vestmanna- eyja frestaði í gær ákvarðana- töku um lundaveiði í sumar uns fengist hefðu frekari upplýsing- ar um varpstöðu lundans. Lundavarpið er óvenju seint á ferðinni í ár en í venjulegu árferði er lundinn fullorpinn um síðari hluta maímánaðar. Fyrir um viku taldi Náttúrustofan að einungis um tuttugu prósent lundans hefðu orpið en einhver aukning hefur verið síðan. Það var að beiðni Náttúrustofu Suðurlands og Bjargveiðimanna- félags Vestmannaeyja sem ákvarðanatökunni var frestað. - jse Bæjarráð í Vestmannaeyjum: Enn óvissa um lundaveiðina BANKAHRUNIÐ Umræða vegna tafa á afhendingu svokallaðra Kaup- þingsgagna, frá ríkissaksóknara til embættis sérstaks saksókn- ara, er smámál sem slík, segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins. Engir rannsóknarhagsmunir hafi spillst. Gögnin sem um ræðir fjalla um niðurfellingu á persónulegum ábyrgðum lykil- starfsmanna Kaupþings. „Könnun á þessu starfsmanna- máli var löngu hafin áður en þessi kæra kom í maí. Hún breytti engu um það,“ segir hann. Valtýr Sigurðsson ríkis- saksóknari sagði hér í blaðinu 13. júní að sérstakur saksóknari hefði sótt gögnin í vetur. „Eitt af fyrstu verkum sérstaks saksóknara var að sækja bankamálin til mín og þar á meðal þetta mál,“ sagði hann. Ólafur Þór kannast ekki við þetta. „Við áttum fund með ríkis- saksóknara þann 10. febrúar og tókum það sem okkur var afhent en þetta var ekki í því,“ segir hann. Spurður hverju þetta kunni að sæta segist Ólafur ekki vita það. „Ég held að það hafi hrein- lega orðið mannleg mistök,“ segir Ólafur Þór. Annars sé þessi umræða óheppileg „því hún gefur til kynna að einhverjir brestir séu í réttar- vörslukerfinu, einmitt þegar við þurfum að sýna styrk“. - kóþ Sérstakur saksóknari segir rannsókn málsins hafa verið löngu hafna í maí: Kaupþingsgögnin skiptu litlu KAUPÞING Kaupþingsgögnin bættu ekki miklu við þau gögn sem voru til skoðunar, segir sérstakur saksóknari. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.