Fréttablaðið - 18.06.2009, Síða 11

Fréttablaðið - 18.06.2009, Síða 11
FIMMTUDAGUR 18. júní 2009 11 ÍS L E N S K A S IA .I S K A U 4 66 32 0 6/ 09 SAMAN FINNUM VIÐ RÉTTU LEIÐINA Úrræði vegna greiðsluerfiðleika Kaupþing býður viðskiptavinum sínum ráðgjöf og ýmis úrræði sem létt geta fjárhagsstöðu heimila í greiðsluvanda. Meðal úrræða sem bankinn býður til að stuðla að lausn á greiðsluvanda eru: • Ráðgjöf • Greiðslujöfnun • Breyting á lánaskilmálum • Tímabundin frestun afborgana • Lenging lánstíma Fáðu ítarlegri upplýsingar um úrræði vegna greiðsluerfiðleika á www.kaupthing.is, hafðu samband í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi Kaupþings. SAMGÖNGUR Borgarfulltrúar Vinstri grænna vilja ekki að gjaldskrá Strætós verði hækkuð næsta árið og að haldið verði sér- stakt íbúaþing um málefni fyrirtækisins, áður en yfir- standandi stefnumótun um framtíð þess verði kláruð. Þetta er meðal átta markmiða VG, sem bókuð voru á borgarstjórnar- fundi á þriðjudag. VG vill einnig að minnihlutinn í Reykjavík fái aðkomu að stjórn Strætós, og að Innri endurskoð- un Reykjavíkur fari með innri endurskoðun Strætós. Þá eigi sveitarfélögum að vera frjálst, hverju fyrir sig, að nýta það fé sem kunni að koma frá rík- inu til almenningssamgangna. - kóþ VG um þjónustu Strætós: Gjöldin hækki ekki næsta árið ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON HÖNNUN Arkitektastofan arkitektur.is varð hlutskörpust í hugmyndasamkeppni um kirkju og menningarhús í miðbæ Mosfells- bæjar. „Kirkjuskipið er sérlega áhugavert, þar sem samspil forms og birtu geta skapað töfrandi andrúmsloft, og tenging þess við safnaðarheimili og skrifstofur safnaðarins um ofanlýsta umgjörð undirstrikar hina sér- stæðu lögun þess. Byggingin er nánast öll á einni hæð og samanstendur af þremur ein- ingum; kirkju og tónlistarsal, bókasafni og myndlistarsal, sem tengdar eru saman um innri götu,“ segir í umsögn dómnefndar um verðlaunatillöguna. Höfundar tillögunnar frá arkitektur.is eru Carlton Hlynur Keyser, Gunnlaugur Magnússon, Haraldur Örn Jónsson, Hjörtur Hannesson, Kristján Garðarsson, Magnea Harðardóttir og Michael Blikdal Erichsen. Í samkeppninni, sem Mosfellsbær og sóknar- nefnd Lágafellssóknar stóðu fyrir, hlutu ASK arkitektar önnur verðlaun en Arkþing og PK arkitektar deildu þriðja og fjórða sæti. Alls bárust 32 tillögur í keppnina, þar sem óskað var eftir tillögu að einni byggingu fyrir menningarhús á vegum Mosfellsbæjar og kirkju og safnaðarheimili á vegum safnaðar ins. „Hér er því um einstakt og nútímalegt samstarf kirkju og sveitarfélags að ræða,“ segir í tilkynningu frá Mosfellsbæ. - gar Úrslit ráðin í hugmyndasamkeppni um kirkju og menningarhús í Mosfellsbæ: Andrúmsloftið gæti orðið töfrandi VERÐLAUNATILLAGAN „Athyglisvert að sjá hvernig til tókst í mörgum tillögum að virða sérstöðu Urðanna og láta bygginguna falla vel að umhverfi sínu,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. M YN D /A R K ITEK TU R .IS BRUSSEL, AP Evrópusambandið (ESB) hyggst styrkja tengslin við Pakistan og leggja aukna áherslu á öryggismál í samskiptum við landið. Þetta kom fram á fundi Asif Ali Zard- ari, forseta Pakistans, og fulltrúa ESB í Brussel. Á fundinum, sem báðir aðil- ar lýstu sem sögulegum, buðu erindrek- ar ESB forset- anum hernaðar- aðstoð við að sigrast á skæruliðum talibana og öðrum vopnuðum íslömskum stjórnarandstæðingum. Þá lýsti Jose Manuel Barroso, for- seti framkvæmdastjórnar ESB, ánægju sinni með viðleitni Zard- aris til að festa lýðræði í sessi í Pakistan. - mt Forseti Pakistans og ESB: Öryggismálin sett á oddinn JOSE MANUEL BARROSO GASA, AP Háttsettur fulltrúi Hamas segir samtökin ekki geta fallist á kröfur alþjóðasamfélags- ins um að viðurkenna Ísraels- ríki. Þetta kom fram eftir fund ráðamanna Hamas með Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkja- forseta. „Þeir kostir sem Hamas eru settir eru óviðunandi,“ sagði Ahmed Youssef, aðstoðar utan- ríkis ráðherra samtakanna. Fundur inn með Carter var í sjálfu sér óvenjulegur, þar sem Bandaríkin, Evrópusambandið og Ísrael skilgreina Hamas sem hryðjuverkasamtök og neita að eiga við þau bein samskipti. - mt Carter sækir Hamas heim: Neita að viður- kenna Ísrael Varar vegfarendur við Lögreglan á Húsavík varar vegfar- endur við sem fara um Hólssand. Vegurinn frá Grímsstöðum á Fjöllum að Dettifossi er í það slæmu ástandi að ökumönnum með tjaldvagna eða fellihýsi í eftirdragi er ráðið frá því að aka veginn. Nýverið valt bíll á veginum og eru tildrög slyssins rakin til ástands vegarins. HÚSAVÍK Með stolið greiðslukort Lögreglan handtók fjóra karla á þrí- tugsaldri aðfaranótt miðvikudags en þeir eru grunaðir um að hafa svikið út vörur í nokkrum búðum með stolnu greiðslukorti. Mennirnir voru hand- samaðir í 10/11 í Hafnarfirði. LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.