Fréttablaðið - 18.06.2009, Síða 12

Fréttablaðið - 18.06.2009, Síða 12
12 18. júní 2009 FIMMTUDAGUR Hátíðarhöld í miðbæ Reykjavíkur á 17. júní FRELSIÐ ER YNDISLEGT 17. júní snýst jú um frelsi og börnin fengu að kynnast því í þessu undurmjúka leiktæki. FÉKK ÞAÐ ÓÞVEGIÐ Þótt flestir fari í bæinn í góðum tilgangi fá sumir að vökna en verða þó engu verri. FÁNAR OG FJÖLMENNI Fánar blöktu fagurbláir með sinn tvílita kross við Tjörnina þar sem fjöldi fólks var á ferð. Eins og sjá má fóru aðrir út á tjörn. LÚÐRASVEIT REYKJAVÍKUR LEIKUR Á ÞAKINU Enginn fiðlari var á þaki Hljómskálans í gær heldur heil lúðrasveit. Ef ljósastaurarnir væru úr tré eins og áður fyrr hefðu þeir örugglega orðið grænir aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Sólin skein á fagnandi landann Hátíðarhöld fóru fram víða um land í gær. Daníel Rúnarsson ljósmyndari brá sér í miðbæ Reykjavíkur til að virða stemninguna fyrir sér. Veðrið var ekki að letja fólk til bæjarferðar en sólin skein á um fimmtíu þúsund manns sem fóru um bæinn með fána og blöðrur í hendi og gleði í hjarta. HVÍLD Á TRÖPPUNUM Sá hópur sem heldur 17. júní hátíðlegan er ekki eins einsleitur og áður fyrr. Í það minnsta er þessi hópur ekki allur ættaður úr íslenskri sveit.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.