Fréttablaðið - 18.06.2009, Síða 32
28 18. júní 2009 FIMMTUDAGUR
menning@frettabladid.is
Ath kl. 20.00
Þýski hugmynda- og tengslasmiður-
inn og Íslandsvinurinn Christopher
Patrick Peterka heldur fyrirlestur
í Hafnarhúsinu. Hann fer fram á
ensku. Hann er stofnandi hug-
myndaversins gannaca sem er
með aðsetur í Köln, New York og
Shanghai.
> Ekki missa af
Kvosin brennur! – Miðbæjar-
brunar í máli og myndum
– kvöldganga á vegum Ljós-
myndasafns Reykjavíkur. Farið
verður um nokkra af helstu
brunastöðum miðborgarinnar
og byggðaþróun Kvosarinn-
ar skoðuð með hliðsjón af
eldsvoðum síðustu 100 ára.
Sýndar verða gamlar ljós-
myndir úr fórum safnsins sem
sýna brunastaðinn fyrir og/eða
eftir eldsvoðann. Gönguna
leiðir Gísli Helgason sagnfræð-
ingur og lagt upp frá Grófinni
kl. 20.
Í dag hefst tónlistarhátíðin
Við Djúpið og stendur fram
til 23. júni. Hátíðin hefur
vaxið hratt frá því að stofn-
að var til hennar en í fyrra
sóttu hátíðina um þúsund
gestir.
Í ár setur það nokkurn svip á hátíðar-
haldið að kammersveitin Ísafold
verður á Ísafirði þessa daga sem
hátíðin varir. Kemur sveitin fram á
æfingum og heldur tónleika tvenna.
Á öðrum þeirra verður frumflutt
verk eftir stjórnandann, Daníel
Bjarnason, Bow to String, en hann
hlaut fyrir fáum dögum styrk úr
Sjóði Kristjáns Eldjárns fyrir fram-
lag sitt til tónlistarstarfs á liðnum
misserum og þá ekki síst fyrir stjórn
sína á Ísafold. Nýja verkið er samið
fyrir selló og hljómsveit og kemur
Sæunn Þorsteinsdóttir hingað heim
til að spila verkið. Þar verða einnig
flutt verk sem samin voru í sérstak-
lega fyrir hljómsveitina og verða tón-
skáldin ungu á staðnum og fylgjast
með æfingum undir stjórn danska
tónskáldsins Bents Sörensen.
Auk hans verða þeir Pétur Jónas-
son gítarleikari og Vovka Ashkenazy
með námskeið á hátíðinni og halda
að auki báðir tónleika. Þangað eru
einnig væntanleg að sunnan Tómas
Einarsson og Ragnheiður Grön-
dal og koma fram á tónleikum með
Mugison.
Á sunnudag 21. júní verður sól-
seturshátíð með stórtónleikum þar
sem allir listamenn sem koma fram
á hátíðinni leggja sitt í púkk og verð-
ur þeim tónleikum útvarpað á Rás 1
í beinni og hefjast þeir kl. 16.
Tónlistarhátíðin Við Djúpið er
haldin á Ísafirði og nágrenni. Ísa-
fjörður á sér langa og merkilega
sögu og allt frá öndverðri síðustu
öld hefur tónlist verið samofin sögu
kaupstaðarins. Hátíðin er haldin í
samvinnu margra aðila. Tónlistar-
skóli Ísafjarðar og Listaskóli Rögn-
valdar Ólafssonar hafa skipað sér í
fremstu röð aðstandenda hennar, en
TÍ er einmitt aðalvettvangur hátíðar-
innar auk þess sem Edinborgarhúsið
hýsir marga af lykilviðburðum dag-
skrárinnar.
Dagskráin á hátíðinni er viðamikil
og er þeim hollast sem áhuga hafa á
að kynna sér hana á vefsíðu hátíðar-
innar: www.viddjupid.is. !
pbb@frettabladid.is
HÁTÍÐ VIÐ DJÚP HEFST Í DAG
TÓNLIST Kammersveitin Ísafold verður í stóru hlutverki á hátíðinni Við Djúpið sem
hefst í dag á Ísafirði. MYND/ÍSAFOLD
Í gær kom út á forlagi Bjarts
ný íslensk skáldsaga eftir
Bergsvein Birgisson. Heitir hún
Handbók um hugarfar kúa og
er önnur skáldsagan sem Berg-
sveinn sendir frá sér; landslag
er aldrei asnalegt kom út 2003
og var tilnefnd til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna það
árið.
Í handbókinni segir af
ungum íslenskum mennta-
manni sem snýr heim með
konu og barn eftir nám í
menningarfræðum. Fátt er að
hafa og ræður hann sig til að
skrifa handrit að heimildar-
mynd um íslensku kúna og
dregur söguefnið hann inn í
víða heima menningarsögu
Evropu, þróunar landbúnaðar
og samfélags, rétt eins og sögu
kúakynja Vesturlanda.
Ýmis atvik verða til þess
að uppruni hans sjálfs veldur
honum öng, hjónabandið leys-
ist upp. Duttlungar örlaganna
láta ekki að sér hæða.
Bergsveinn er lærður í
fornum norrænum bók-
menntum og er einn helsti
sérfræðingur okkar um heim
dróttkvæða. Hann er búsettur
í Bergen og kennir þar við
háskólann. Sagan hans nýja
er aftur skrifuð í Djúpafirði á
Ströndum. Rammíslenskara
getur það ekki verið.
Ný skáldsaga kom út í gær
HANDBÓK UM HUGARFAR KÚA
Ný skáldsaga eftir Bergsvein
Birgisson.
Út er komin hjá Poul Kristensens Forlag í Dan-
mörku sagan Brotahöfuð eftir Þórarin Eldjárn í
þýðingu Björns Sigurbjörnssonar heitins, forn-
vinar Þórarins. Eftirmála ritar Erik Skyum-
Nielsen. Bókin hefur hlotið afar lofsamlega
dóma í Danmörku, en hún hefur áður komið út í
Bretlandi, Finnlandi og Frakklandi.
Í Brotahöfði er rakin saga Guðmundar
Andrés sonar, lærdómsmanns og samvisku-
fanga á 17. öld, sem sat inni fyrir skoðanir
sínar í einu rammgerðasta fangelsi Dana, Blá-
turni.
„Maður heillast af margslunginni persónu
hans í þessu játningariti sem skáldsagan læst
vera. Þar skiptir einstæð stílgáfa Þórarins
mestu og sannfærandi sálfræðileg sýn hans á
persónur bókarinnar, en einnig fær þýðandinn
lof fyrir að hafa leyst erfitt verkefni með
bravúr. Hér er enginn falskur tónn,
heldur er tónlistin hrein alla leið,“
segir Lars Bonnevie í Weekendavisen.
„Skáldsaga Þórarins um ferðalag
harmkvælamannsins í Bláturn (fimmt-
án árum áður en Leónóra Kristín lenti
þar) kom út árið 1996 á Íslandi og er
söguleg frásögn um nýlenduveldið í
hjátrúarmyrkri miðalda við vaknandi
upplýsingaþrá í frumbarokksins. Líkt
og hjá Apulejusi býr sagan auk þess
yfir sígildum kjarna: myndinni af
einstrengingslegri en jafnframt
vonlausri baráttu mannsins fyrir
því að stýra eigin örlögum – þrátt fyrir óblíðar
aðstæður,“ segir Søren Vinterberg í Politiken.
Brotahöfuð hefur undanfarin ár verið til-
nefnd til ýmissa verðlauna, meðal annars
Aristeion-verðlaunanna, Bókmenntaverð-
launa Evrópu, en hún er eina íslenska
bókin sem hlotnast hefur sá heiður.
Sama ár var hún lögð fram af
Íslands hálfu til Bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs, auk þess
að vera tilnefnd til hinna alþjóð-
legu IMPAC-bókmenntaverð-
launa árið 2001. - pbb
Danir hrósa Þórarni Eldjárn
BÓKMENNTIR Þorarinn Eldjárn
fær fína dóma í Danmörku fyrir
Brotahöfuð.
Annað hefti Tímarits Máls og
menningar á þessu ári er komið
út. Eins og í fyrra hefti sínu slær
ritstjórinn
Guðmundur
Andri Thors-
son ögn pólit-
ískan takt í
efnistökum
sínum.
Á kápunni
er mynd eftir
Odd Benedikts-
son sem sýnir
mótmælin
í janúar á
hápunkti sínum, en hún kallast á
við grein bandaríska rithöfundar-
ins Henrys Davids Thoreau um
borgaralega óhlýðni sem er birt
í þýðingu Elísabetar Gunnars-
dóttur. „Ómur þessara hugmynda
Thoreau … barst um síðir til
Íslands, fyrst í andófi hugrakkra
einstaklinga gegn stóriðjustefnu
stjórnvalda og síðar í stigvaxandi
andófi gegn sitjandi ríkisstjórn“
segir ritstjórinn um þessa tíma-
mótagrein vestrænnar menning-
ar.
Hrun efnahagslífsins, byltingar-
andi og endurmat gilda óma víða
í þess hefti: Auk greinar Thor-
eaus er hugvekja frá Páli Skúla-
syni um hvers konar samfélag við
viljum og vangaveltur Gunnars
Karlssonar um álitamál varðandi
fullveldi og stöðu Íslands með
hliðsjón af Uppkastinu frá 1908.
Ljóð Eiríks Arnar Norðdahl, Jóns
Karls Helgasonar og löng smá-
saga eftir Steinar Braga leggja
með ólíkum hætti út af endur-
mati og nýju upphafi (eða nýjum
heimsenda).
Svo eru þarna líka ljóð eftir
góðskáld á borð við Lindu Vil-
hjálmsdóttur, Anton Helga Jóns-
son og Þorstein Antonsson, og
sígilt TMM-efni: bókmennta-
fræði, leikhúspistill, rækilegir
ritdómar og ádrepur.
TMM komið
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
8
3
15