Fréttablaðið - 18.06.2009, Qupperneq 34
30 18. júní 2009 FIMMTUDAGUR
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
> Í SPILARANUM
Dinosaur Jr. - Farm
Ske - Love For You All
Toddla T - Skanky Skanky
Hermigervill - Hermigervill leikur vinsæl íslenzk lög
HERMIGERVILL SKE
Næsta sunnudag, 21. júní, verður „Stóri músíkdagurinn“ haldinn í
fyrsta sinn á Íslandi. Fyrirmyndin er „La Fête de la musique“, tón-
listarhátíð sem haldin hefur verið í Frakklandi 21. júní ár hvert síðan
1982, en undanfarin ár hafa sífellt fleiri þjóðir um allan heim farið
að fordæmi Frakka og gert 21. júní að tónlistardegi. Þegar hátíðin
var haldin í fyrsta skipti í Frakklandi 1982 voru tónlistarmenn af
öllum stærðum og gerðum, áhugamenn jafnt
og atvinnuspilarar eru hvattir til að fara út á
götur og torg og spila á milli 20.30 og 21.00 um
kvöldið. Þátttakan var mjög mikil og næstu
ár óx hátíðin og festi sig í sessi. Þegar ég bjó
í Frakklandi á árunum 1984-1988 var ævin-
týri líkast að upplifa hátíðina. Það voru tón-
listarmenn í hverju horni og allar götur fullar
af fólki sem mætti til að hlusta og stemningin
ótrúleg, minnti helst á þjóðhátíð eða sigurgleði,
nema með endalausri lifandi tónlist úti um allt.
Það eru Alliance Française í Reykjavík og
franska sendiráðið sem sjá um að skipuleggja
Stóra músíkdaginn hér á landi. Tónlistarmenn,
lærðir og leikir eru hvattir til að mæta á
Austur völl og Ingólfstorg og troða upp á milli
klukkan 13 og 16 á sunnudaginn. Ef áhugi verð-
ur mikill má reikna með því að stöðunum fjölgi
og tíminn lengdur á næsta ári.
Um kvöldið verða svo sérstakir tónleikar á
Café Rósenberg undir yfirskriftinni „Gains-
bourg á íslenska vísu“, en þar munu íslenskir tónlistarmenn flytja
lög þessa franska snillings. Þar á meðal verða Retro Stefson, Hraun,
Sprengjuhöllin og Ólöf Arnalds.
Það er mikið gleðiefni að Stóri músíkdagurinn hafi náð hingað til
lands og full ástæða til að hvetja tónlistarmenn og tónlistaráhugamenn
til að fjölmenna í bæinn á sunnudaginn. Hátíðin er ætluð öllum tegund-
um tónlistar, og byrjendur eru jafn velkomnir og hörðustu atvinnu-
menn.
Tónlistarhátíð að hætti Frakka
SERGE GAINSBOURG Allir
geta tekið þátt í Stóra
músíkdeginum, en um
kvöldið verður dagskrá
helguð Gainsbourg á Café
Rósenberg.
Prog-rokkararnir í The Mars
Volta gefa á mánudag út sína
fimmtu plötu á aðeins fimm árum.
Gripurinn nefnist Octahedron
og er að sögn þeirra félaga
Cedrics Bixler-Zavala og Omars
Rodríguez-López órafmagnaða og
melódíska platan þeirra. Í raun
og veru er hún þó langt í frá óraf-
mögnuð. „Við vitum að fólk hugs-
ar hlutina oft á afmarkaðan hátt.
Þegar það hlustar á plötuna á það
eftir að segja: „Þetta er ekki óraf-
mögnuð plata. Það er fullt af raf-
magni í henni. En þetta er okkar
útgáfa því þessi hljómsveit gerir
alls kyns stökkbreytingum hátt
undir höfði,“ sagði Cedric.
The Mars Volta var stofnuð 2001
eftir að rokksveitin At the Drive-
In liðaðist í sundur. Sveitin blandar
saman rokki, djassbræðingi, fönki
og salsatónlist með áhugaverðum
hætti. Hún er þekkt sem öflug
tónleikasveit en fyrr á árinu vann
hún einmitt Grammy-verðlaunin
í flokknum „Besta rokk-frammi-
staðan“ fyrir lagið Wax Simulacra,
sem er að finna á The Bedlam in
Goliath sem kom út í fyrra. Á síð-
asta ári var The Mars Volta kjör-
in besta prog-rokkhljómsveitin af
tímaritinu Rolling Stone.
Enginn heimfrægur tónlistar-
maður er í gestahlutverki á nýju
plötunni en á meðal þeirra sem
hafa komið við sögu á plötum The
Mars Volta í gegnum árin eru John
Frusciante og Flea úr Red Hot
Chili Peppers.
Fimmta platan á fimm árum
THE MARS VOLTA Hljómsveitin The Mars
Volta gefur á mánudag út sína fimmtu
plötu.
Þrátt fyrir að vera nýbúinn að
gefa út plötuna Relapse er rapp-
arinn Eminem aftur á leiðinni í
hljóðver, núna með félögum sínum
í D12. „Ég og strákarnir náum vel
saman, við höfum sérstök tengsl.
Við ætlum aftur í hljóðverið bráð-
um,“ sagði Eminem. D12 var
stofnuð í Detroit árið
1990 af nokkrum röpp-
urum, þar á Eminem,
Bizarre og Proof, sem
var skotinn til bana
fyrir þremur árum.
Fimm ár eru liðin
síðan síðasta
plata sveitar-
innar kom út.
D12 með
nýja plötu
Rapparinn Doom hefur
fengið prýðilega dóma fyrir
plötu sína Born Like This
sem kom út á dögunum.
Thom Yorke úr Radiohead
er meðal aðdáenda.
Doom heitir réttu nafni Daniel
Dumile og fæddist í Bretlandi en
flutti fljótlega til New York þar
sem hann ólst upp. Ungur að árum
stofnaði hann rappsveitina KMD
með yngri bróður sínum og öðrum
vini. Sveitin skrifaði undir útgáfu-
samning við Elektra Records og
þeim félögum virtust allir vegir
færir. Skömmu fyrir útgáfu seinni
plötu KMD árið 1993 lést yngri
bróðirinn í bílslysi og í kjölfarið
var útgáfusamningnum rift. Eftir
það hvarf Dumile eins og dögg
fyrir sólu og sneri ekki aftur í rapp-
ið fyrr en fjórum árum seinna, þá
klæddur stálgrímu til heiðurs ill-
menninu Doctor Doom úr teikni-
myndasögum Marvels. Tók hann
upp listamannsnafnið MF Doom
og hefur allar götur síðan neitað
að láta mynda sig án grímunnar.
Eftir að Dumile sneri aftur hefur
hann verið óstöðvandi í rappinu og
gefið út fjölda platna undir hinum
ýmsu nöfnum, ekki bara sem
MF Doom heldur Metal Fingers,
Viktor Vaughn, King Geedorah,
Mad villain og nú síðast einfald-
lega Doom.
Fyrsta plata Madvillains, sam-
starfsverkefnis Dumile og upp-
tökustjórans Madlib, kom MF
Doom einmitt á kortið árið 2004.
Árið eftir kom út önnur plata sem
vakti eftirtekt, The Mouse and
the Mask með dúettinum Danger
Doom. Þar var um að ræða sam-
starfsverkefni MF Doom og upp-
tökustjórans DJ Danger Mouse,
annars meðlims Gnarls Barkley.
Sama ár rappaði MF Doom í lag-
inu November Has Come á annarri
plötu Gorillaz, Demon Days.
Undanfarin ár hefur hann einnig
unnið töluvert með Gostface Killah,
sem er einmitt gestur í laginu Ang-
elz á Born Like This undir nafn-
inu Tony Starks, sem aðdáendur
myndarinnar Iron Man ættu að
kannast við. Söngvari Radio head,
Thom York, er sömuleiðis aðdá-
andi MF Doom og endurhljóðbland-
aði annað lag nýju plötunnar, Gaz-
illion Ear.
Innblásturinn að nafninu Born
Like This er fenginn úr ljóði skálds-
ins Charles Bukowski, Dinosauria,
We. Upplestur hins sáluga Bukow-
ski er einmitt hluti af laginu Cellz,
þar sem dregin er upp dökk mynd
af ástandinu í Bandaríkjunum og
dómsdegi spáð. Í viðtali við tíma-
ritið Rolling Stone telur Doom að
dómsdagur hafi þegar náð í skottið
á þjóðinni en hið dökka ástand feli í
sér von um nýtt upphaf og bjartari
framtíð. „Ef eitthvað lýkur göngu
sinni hlýtur eitthvað annað að byrja
í staðinn. Spurningin er: Hvoru
megin vilt þú vera? Líður þér eins
og heimurinn þinn sé að farast? Eða
hugsarðu með þér: „Þessu virð-
ist vera að ljúka og eitthvað nýtt
og spennandi er að byrja“.“ Sam-
kvæmt Doom snýst Born Like This
einmitt um hvað gerist næst, á eftir
dómsdegi. freyr@frettabladid.is
Dómsdegi fylgir ný byrjun
DOOM Rapparinn Doom hefur hitt rækilega í mark með sinni nýjustu plötu, Born Like This. NORDICPHOTOS/GETTY
Tónlistarmaðurinn Yusuf
Islam, betur þekktur sem
Cat Stevens, hefur fyrirgef-
ið hljómsveitinni Coldplay
sem hann telur að hafi stolið
lagi sínu og notað við smíði
hins vinsæla Viva La Vida.
Islam segir að sveitin hafi
stolið lagi sínu Foreigner
Suite sem kom út árið 1973
en ekki gert sér grein fyrir
því. „Ég stend við það sem
ég sagði. Þeir notuðu lagið
mitt en ég held að þeir hafi
ekki gert það viljandi. Ég
hef meira að segja hermt
eftir sjálfum mér án þess
að ég áttaði mig á því,“
sagði hann. „Ég vil ekki að
þeir haldi að ég sé reiður við
þá. Mig langar endilega að
setjast niður með þeim yfir
tebolla og láta þá vita að allt
sé í lagi.“
Gít a rlei k a r i n n Jo e
Satriani ætlar aftur á móti
ekkert að gefa eftir. Hann
stendur við málshöfðun sína
gegn Coldplay sem hann
höfðaði vegna líkinda lags
hans If I Could Fly og Viva
La Vida. Coldplay hefur
neitað harðlega öllum ásök-
unum um lagastuld.
Cat fyrirgefur Coldplay
YUSUF ISLAM Tónlistarmaðurinn
hefur fyrirgefið hljómsveitinni
Coldplay. EMINEM