Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.06.2009, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 18.06.2009, Qupperneq 42
38 18. júní 2009 FIMMTUDAGUR Ísland er land þitt Njóttu þess í góðum gönguskóm HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 46 59 7 06 /0 9 Vakuum Men GTX Toppskór fyrir þá sem gera kröfur. Skór sem henta í lengri og krefjandi göngur. Vatnsvarið Nubuk leður. MFS sér til þess að skórnir passa. GTX vatnsvörn. Vibram sóli. Þyngd: 800 g. Verð: 49.990 kr. Fáanlegir í dömuútfærslu. Colorado Lady GTX Vinsælir, vandaðir og liprir skór. Meindl Multigriff sóli. GTX vatnsvörn. Nubuk vatnsvarið leður. Þyngd: 590 g. Verð: 39.990 kr. Einnig fáanlegir í herraútfærslu. TNF Mens Adversary Mid GTX Léttir, liprir og snaggaralegir göngu- og ferðaskór. Vatnsvarðir með GTX. Vibram sóli. Þyngd: 470 g. Verð: 25.990 kr. Fáanlegir í dömuútfærslu (Minx Mid GTX) FÓTBOLTI Síðustu leikirnir í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla fara fram í kvöld og þar verða nokkrir áhugaverðir leikir. Einn Pepsi-deildarslagur er í kvöld þegar Fylkir tekur á móti Stjörnunni. Fylkismenn eiga harma að hefna eftir að tíu Stjörnumenn lögðu þá í Garða- bænum um daginn. Á Seltjarnarnesi fer fram fyrsti KSÍ-leikur nágrannalið- anna Gróttu og KR. Með Gróttu leika margir fyrrverandi leik- menn KR og verður eflaust margt um manninn á Nesinu. Utandeildarliðið Carl, sem er skipað gömlum kempum, mætir Íslandsmeisturum FH á Leiknis- velli og í Grindavík er einnig spennandi leikur þar sem heima- menn taka á móti ÍA. - hbg VISA-bikar karla: Vesturbæjar- slagur á Nesinu GRÓTTUMAÐUR Kristján Finnbogason fær væntanlega nóg að gera gegn sínum gömlu félögum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VISA-BIKAR KARLA 32-liða úrslit, leikir kvöldsins 18.00 KA - Afturelding 19.15 Fjölnir - HK 19.15 Hvöt - Breiðablik 19.15 Valur - Álftanes 19.15 Carl - FH 19.15 Grótta - KR 19.15 Víðir - Þróttur R. 19.15 ÍBV - Víkingur R. 19.15 Grindavík - ÍA 19.15 Fylkir - Stjarnan 20.00 Keflavík - Einherji GOLF Keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi hefst á Bethpage-vellinum í dag. Banda- ríkjamaðururinn Tiger Woods verður vitanlega í sviðsljósinu en hann stefnir á að verja titil sinn frá því í fyrra og vinna jafnframt sinn fimmtánda sigur á stórmóti á ferlinum. Woods lét meiðsli á hné ekki aftra sér því að vinna á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra og er nú allur að koma til eftir að hafa verið frá keppni í átta mán- uði. Woods vann sem kunnugt er sigur á Memorial-mótinu á dögun- um og þykir ekki eiga langt í land með að ná fyrri styrk. „Þetta er allt að koma hjá mér og ég er allt annar og betri í fætinum. Ég þurfti nauðsynlega á aðgerðinni að halda, það er ekki spurning, og þetta á eftir að skila sér þegar til lengri tíma er litið,“ segir Woods. Woods kveðst alltaf vera bjart- sýnn á möguleika sína á stórmótum og að Opna bandaríska meistara- mótið sé þar engin undantekning, þó svo að það sé vissulega erfið- asta mótið af þeim öllum. „Ég er alltaf bjartsýnn á mögu- leika mína á að vinna þegar ég tek þátt í stórmótunum. Opna banda- ríska meistaramótið er samt erf- iðasta stórmótið af öllum því Bethpage-völlurinn er bæði með þröngar brautir og hraðar flatir,“ segir Woods. Nicklaus er sá besti Hinn 33 ára gamli Woods hefur unnið fjórtán stórmót á ferlinum og vantar því enn fjóra titla til þess að jafna met Jack Nicklaus. Spurð- ur út í met bandarísku goðsagnar- innar lá ekki á svari frá Woods. „Jack er enn sá besti. Hann hefur unnið átján stórtitla en ég fjórtán. Svarið er einfalt,“ segir Woods á blaðamannafundi í gær. Annar golfari sem verður í sviðsljósinu á Bethpage-vellinum í dag er Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson. Lengi var óvíst með þátttöku hans í mótinu vegna þess að eigin- kona hans greindist nýlega með brjóstakrabbamein og Mickelson hætti um tíma í golfi til þess að geta stutt almennilega við bakið á henni. Þau ákváðu hins vegar í sameiningu að hann ætti að taka þátt í Opna bandaríska meistara- mótinu og því verður hann meðal keppenda í dag. Mickelson hefur aldrei unnið á Opna bandaríska meistaramót- inu en hefur fjórum sinnum mátt sætta sig við annað sætið í mótinu. omar@frettabladid.is Tiger á höttunum eftir fimmtánda risatitlinum Tiger Woods stefnir á að vinna sinn fimmtánda sigur á stórmóti þegar keppni á Opna bandaríska meistaramótinu hefst á Bethpage-vellinum fræga í dag en þar vann Tiger árið 2002. Hann segir þetta mót vera það erfiðasta. SÁ BESTI? Tiger Woods vill meina að landi sinn Jack Nicklaus sé besti kylfingur allra tíma. Tölfræðin sýni einfaldlega fram á það. Nicklaus hefur unnið átján stórmót á ferlinum en Woods fjórtán. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Enska knattspyrnusam- bandið tilkynnti í gær umferða- röðun í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Englandsmeistarar Manchest- er United mæta nýliðum Birm- ingham á Old Trafford í fyrstu umferð. Þá byrjar Liverpool á úti- velli gegn Tottenham og Arsenal byrjar á útivelli gegn Everton en Chelsea fær Hull í heimsókn á Brúna. Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton fá Sunderland í heimsókn á Reebok-leikvanginn en Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Burnley heimsækja Stoke. Fyrstu umferð má sjá hér að neðan en leikirnir fara fram 15. ágúst. - óþ Umferðaröðun í enska klár: Man. Utd mætir Birmingham MEISTARAR Manchester United hefur titilvörn sína gegn Birmingham á Old Trafford. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES ENSKA ÚRVALSDEILDIN Fyrsta umferð - 15. ágúst Aston Villa - Wigan Blackburn - Man. City Bolton - Sunderland Chelsea - Hull Everton - Arsenal Man. Utd - Birmingham Portsmouth - Fulham Stoke - Burnley Tottenham - Liverpool Wolves - West Ham

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.