Fréttablaðið - 03.07.2009, Side 12

Fréttablaðið - 03.07.2009, Side 12
12 3. júlí 2009 FÖSTUDAGUR Margir leggjast í ferðalög í dag, eins og lengi hefur tíðkast á þessum árstíma. Fréttablaðið kannaði áfengis sölu-, hita- og að- sóknartölur fyrir helgina. „Án þess að hafa kafað neitt ræki- lega ofan í sölutölur gæti ég trúað að það sé orðin hálfgerð mýta að fyrsta helgin í júlí sé miklu meiri ferðahelgi en til dæmis önnur helgin í júlí eða síðasta helgin í júní,“ segir Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri ÁTVR, spurð- ur um áfengissölu í aðdraganda fyrstu helgarinnar í júlí í gegn- um tíðina. „En þetta er nú bara til- finning hjá mér og er sagt algjör- lega án ábyrgðar,“ bætir Einar við og hlær. Að sögn Einars seldi ÁTVR átján prósentum meira af áfengi fyrir fyrstu helgina í júlí en síð- ustu helgina í júní á síðasta ári. Fyrir tveimur árum var þessu þó þveröfugt farið, en þá seldist tíu prósentum minna fyrstu helgina í júlí en helgina á undan. „Það er mjög margt sem taka þarf í reikn- inginn í þessum málum; veðurfar og fleira. Frá miðjum júní fram að verslunarmannahelginni er mjög erfitt að segja til um hvaða helgi er stærst. Þetta eru allt miklar ferðahelgar. Einar segir að 77 til 80 prósent af áfengi sem seljist í ÁTVR séu bjór, og það breytist lítið sem ekk- ert á sumrin. Við tökum þó eftir aukinni sölu í kassavíni, það virð- ist vera vinsælt í útilegurnar.“ Sigurður Þórður Ragnarsson veð- urfræðingur, eða Siggi stormur, segir útlit fyrir að Norðaustur- land sé vænlegasti kosturinn fyrir þá sem sæki í þurrt veður um helgina. „Þetta er svona la la- spá, ég hef séð þær betri. Í sjálfu sér erum við að horfa fram á góð- viðrishelgi með miklum hlýind- um. Það er hins vegar annað mál með rigninguna. Ef ég ætti að ráðleggja fólki hvar það fengi mestu birtuna og líklega mestu sólina þá mæli ég með Norðausturlandi, þótt ég lofi engum brakandi þurrki nema síður sé. En vel að merkja þá stytt- ir upp í flestöllum landshlutum á laugardagskvöldinu,“ segir Siggi stormur. Ýmsir viðburðir eru skipulagð- ir um allt land eins og ævinlega um þessa helgi. Sem dæmi má nefna að Þjóðlagahátíð á Siglu- firði verður haldin í tíunda skipti og Humarhátíðin á Höfn heldur sínu striki. Gunnar Þórðarson, frægasti sonur Hólmavíkur, heldur tónleika á Hamingjudögum æskuslóðanna, og væntanlega ríkir ekki minni gleði á Írskum dögum á Akranesi, auk þess sem tekið verður vel á móti ferðaþyrstum Íslendingum á tjaldstæðum landsins. kjartan@frettabladid.is nær og fjær „ORÐRÉTT“ ■ Gíraffar hafa lengstu tungu allra núlifandi landdýra. Tunga fullorðinna gíraffa er á bilinu 45 til 55 sentimetr- ar á lengd og hentar afar vel til að slíta laufblöð af trjám. Lengd tungunnar gerir gíröffum einnig hægt um vik að þrífa sín eigin eyru að innan með tungunni. Það er nokkuð sem jafnvel tunguliprustu menn, eins og Gene Simmons, bassaleikari þungarokkshljómsveitarinnar Kiss, eru ekki færir um. TUNGUTÆKNI GÍRAFFAR GETA MARGT „Það er allt ljómandi gott að frétta af mér,“ svarar Valgerður Matthíasdóttir, betur þekkt sem Vala Matt, fjölmiðlakona og arkitekt, spurð hvað sé að frétta af henni. „Ég er að vinna fyrir stærstu sjónvarpsstöð í heimi, internetið, og er nú að leggja lokahönd á vef sem ég er að fara að opna hjá Höfuðborgar- stofu (visitreykjavik.is),“ segir Vala, sem búin er að semja 25 innslög fyrir vefinn. Þau verða um menningu, íslenska hönnun, söfn, veitinga- staði og „allt sem er fallegt og skemmtilegt“. Allt efnið verður aðgengilegt á samskipta- síðunum Youtube og Facebook og fleiri erlendum vefjum. „Að vinna á internetinu er nýr vettvangur fyrir mig og þessi miðill er stór hluti af framtíðinni. Þetta er samt í raun sama vinna nema annar miðill og mér finnst svo ofsalega gaman að vinna við myndmiðlana. Svo hef ég líka unnið í útvarpi og á dagblöðum og því mætti segja að ég sé eiginlega fjölmiðlari,“ segir Vala. Ekki saknar hún þó að vera á skjáum allra landsmanna en hún segist stundum sakna þess að vera arkitekt. „Ég er búin að vera að teikna framtíðarhús fyrir sjálfa mig í laumi en hef ekki gefið mér tíma til að vinna mikið í því. Það koma alltaf einhver tækifæri til að vinna arkitektavinnu en ég er alltaf komin með spennandi fjölmiðla- verkefni sem ég tek fram yfir,“ segir Vala. Utanlandsferð er í kortunum hjá Völu í sumar en hún segist ekki vera búin að ákveða hvert, bara að farið verði. Eftir sumarið gerir hún síðan ráð fyrir að halda áfram hjá Höfuðborgar- stofu á meðan henni finnst það skemmtilegt og gefandi. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? VALGERÐUR MATTHÍASDÓTTIR FJÖLMIÐLAKONA OG ARKITEKT Vinnur fyrir stærstu sjónvarpsstöðina „Ég er að gera upp íbúðir hér í Helsinki og þurfti að hætta í miðju verkefni, því að Icesave-inneign eigandans, sem er Breti, var fryst. Þetta var svolítið furðulegt,“ segir Magnús Logi Kristinsson, myndlist- ar- og handverksmaður í Finnlandi. Ljóst sé að Icesave-málið komi illa við fleiri en Íslendinga. Magnús hefur ekki gert upp við sig hvort hann telji að Íslendingar eigi að borga Icesave-tryggingarnar eða ekki. „ Auðvitað er asnalegt að almenningur eigi að fara að borga fyrir stóru karlana. En svo er heldur ekkert gaman að fá stóru löndin á móti sér,“ segir hann. Hann segir einnig að umræða um Ísland og Íslendinga hafi breyst mikið í Helsinki. „Það er ekki lengur talað um fallega Ísland og hvað allt sé gott þar, heldur um landið sem fór á hausinn, og hvað það sé mikið af vitleysingum á Íslandi.“ Hann finni líka fyrir mikilli vorkunnsemi í fólki. „Og nú halda allir að ég sé í Finn- landi út af bankahruninu.“ SJÓNARHÓLL ÍMYND ÍSLANDS OG ICESAVE Fleiri tapa á Icesave en Íslendingar MAGNÚS LOGI KRISTINSSON Veðurfarið skiptir miklu Í ÚTILEGU Búast má við að fjöldi ungra og aldinna Íslendinga ferðist um landið sitt um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ljót sjón „Við vorum að labba og sáum þá gráan úfinn kött sem var frekar druslulegur.“ JÓNGEIR ÞÓRISSON MÆTTI ILLSKEYTTUM KÖTTUM SEM RÉÐUST Á HANN. Fréttablaðið 1. júlí Innblástur „Ég var við ströndina við Reykjanesvita og fann þar leifar af kríubeinagrind.“ JÓHANNA METÚSALEMSDÓTTIR FÉKK HUGMYND AÐ SNIÐUGRI SKARTGRIPA LÍNU. Fréttablaðið 1. júlí 4 10 4 0 0 0 | l an d sb an ki nn .is AUKAKRÓNUR 36 bíóferðir á ári fyrir Aukakrónur A-kortin Kreditkort sem safna Aukakrónum fyrir þig Þú getur farið í Laugarásbíó, Háskólabíó, Regnbogann, Smárabíó eða Borgarbíó á Akureyri á 10 daga fresti fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða fengið þér eitthvað annað sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna. Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is * M.v. 150 þúsund kr. innlenda verslun á mánuði, þ.a. 1/3 hjá samstarfsaðilum. Sjá nánar á www.aukakronur.is. *

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.