Fréttablaðið - 03.07.2009, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 03.07.2009, Blaðsíða 25
3. júlí föstudagur 5 Bragasonar en ekki minnst einu orði á framlag allra hinna – auð- vitað af því að fínast allra var að vera „leikstjórinn“. Það var það sem skipti öllu máli. Fólk er oft svo fast í ákveðnum hugsunarhætti. Sigurjón: Ef Katrín Jakobsdóttir, og þessi endurskoðunarnefnd, breytir því þannig að RÚV verði leiðandi og aðrir elta, þá er það gott. Jón: Já, mér líst vel á Katrínu, hef fulla trú á henni. Hallgrímur Helgason skrifaði einhvern tím- ann að það að reyna að koma nýrri hugmynd á framfæri við RÚV væri eins og að gefa sig á tal við ókunn- uga úti á götu. Viðmótið væri vand- ræðalegt, farið væri undan í flæm- ingi og óvissa hvernig taka ætti í hugmyndirnar. Árið 1995, fyrir fjór- tán árum, þegar við vorum með innslög í Dagsljósinu, stóðum við í þeirri trú að við tæki nýtt grín á RÚV. Við værum nýju fyndnu gæj- arnir og við fengjum að taka við af Spaugstofunni síðar meir. En nei, nei. Fjórtán árum síðar – Spaug- stofan er enn. Sigurjón: Það verður samt að segja Þórhalli dagskrárstjóra til hróss að maður er allavega farinn að tala við RÚV, og það er nýtt. Áður en hann kom var þetta bara hryllingur. Sjónvarpið má samt ekki detta í það að verða Skjár einn – þremur árum síðar. Jón: Það er eitt sem fer í taug- arnar á mér, alveg skelfilega í taugarnar á mér. Sigurjón: Ég hef heyrt þetta áður … Jón: Nei, ekki þetta – en það er þegar skapandi hugsun er brotin niður af einhverri stofnun. Sjáið bara pabba Villa Vill og Ellýjar. Hann var staðráðinn í því að skíra börnin sín eftir eyjum, og Ellý var skírð Eldey. En svo þegar Vilhjálmur fæddist og það átti að skíra hann Þrídrang þá mætti mannanafnanefnd á svæðið og bannaði það. Hugsið ykkur hvað það væri svalt og sérstakt ef Villi Vill væri kynntur í útvarpinu sem Þrí drangur í dag. Mér finnst RÚV eigin lega vera voðalega mikið í hlutverki mannanafna nefndar- innar. Það er samt rétt að taka fram að við erum samt ekki að gagnrýna Spaugstofumennina per- sónulega heldur RÚV. Þeir eru allir frábærir og þetta snýst ekki um þá persónulega. Sigurjón: Þótt þeir haldi það allt- af. Við viljum bara sjá þá meira í Þjóðleikhúsinu. Sigrún Eðvaldsdóttir á nokkra áhrifa- valda í sínu lífi. Einn þeirra er Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari. „Guðný, samstarfskona mín, var kennarinn minn hér áður fyrr. Hún aðstoðaði mig og leiðbeindi eftir fremstu getu, hvatti mig áfram og var mér mikill stuðningur. Hún Guðný er bara svo hvetjandi og jákvæð í alla staði og áttaði sig á því hvernig ætti að draga fram það besta í mér. Algjör vítamínsprauta.“ Þá segir Sigrún föður sinn, Eðvald Eð- valdsson, mikinn áhrifavald. „Hann pabbi minn var rosalegur klettur í mínu lífi. Hann leiddi mann alltaf áfram, þegar á þurfti að halda. Ég verð alltaf mjög þakklát fyrir það,“ útskýrir hún og segir ekki sjálfgefið að eiga svona góða að. „Alls ekki. Ég fann það sér- staklega eftir að pabbi féll frá. Þá fyrst áttaði ég mig á því hvað ég hafði verið heppin að eiga svona góðan föður og vin.“ Ekki segist Sigrún hafa reynt að feta sérstaklega í fótspor þessara áhrifa- valda en kveður þá hins vegar hafa gefið sér ómetanlegt vega- nesti út í lífið. GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari ÁHRIFA- valdurinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.