Fréttablaðið - 03.07.2009, Page 26
6 föstudagur 3. júlí
tíðin
✽ Njótið lífsins
DÍANA MIST
Laugardagur 27. júní Síðasta helgi var með líf-
legra móti og bærinn pakkaður af fólki. Bar þar fyrir
augu fullt af frægu og föngulegu fólki í bland við
steggi, gæsir og rasandi unglinga og smástelpur í
sýnishornum. Ó já, litlum joggingkjólum sem rétt ná
fyrir neðan klof. Hvað er það? Smá smekklegheit
takk! Óþarfi að vera eins og nýstokkin úr jazzballett-
tíma. Á Boston var stemningin rafmögnuð og tónlistin
to die for! Ég veit ekki hvort það var vegna þess að á
staðnum var goðið okkar hún Björk sem dillaði sér á
dansgólfinu, ungleg að vanda, eða vegna allra blóð-
heitu Frakkanna sem hristu skankana uppi á borðum og reyndu að smella
frönskum kossum á íslenskar ungmeyjar. Ekki hvað síst föngulega gæs sem
hristi bossann með bleika kórónu og hjartablöðru sem á voru einföld skila-
boð: Kiss me! Fylgdarlið Bjarkar var ekki af verri endanum. Með í för voru
Jónas Sen, Ásgerður Júníusdóttir og Ásta í Eskimo. Dönsuðu þau við sí-
gilda slagara sem allir kunnu textana við. Poppgoðið Michael Jackson setti
svip sinn á kvöldið en annað hvert lag var frá honum komið. R.I.P. Jacko
darling. Eldri kynslóðin hélt sig í meiri rólegheitum á efri hæðinni en þar var
erkitöffarinn Egill Ólafsson í góðu yfirlæti. Því næst lá leið okkar á B5 þar
sem er alltaf röð. Við fórum að sjálfsögðu ekki í hana enda djammdrottning-
in hér á ferð! Á leiðinni mættum við enn fleiri steggjum og gæsum og greini-
legt að brúðkaups-sísonið er í algleymingi í sumarsælunni. Þar var stappað
og mætti halda að hnakkaárshátíðin hafi verið hald-
in á laugardaginn. Mikið gel, mikið pleður og mega
leiðinleg tónlist. Fíla ekki allt þetta R&B drasl. Ekki
frekar en þetta furðulega VIP-herbergi á B5. Hins
vegar var þar margt um merkan manninn og voru þeir
félagarnir Eiður Smári og Auddi mættir í golfgöllun-
um flottu. Alveg að fíla sig í tætlur í gæja-
leik. Ofur-Huga brá fyrir en hann fór
samt frekar hljótt, átti kannski við
ofurefli að etja. Dyraverðirnir á B5 fá
prik fyrir almennilegheit. Eftir stöpp-
una á B5 var ákveðið að skreppa í rólegheitin á Ölstofunni
þar sem rætt var um menn og málefni. Ofurskutlan og
pistladrottningin Klara Arndal, ritstjóri Birtu, var í stuði á
barnum og Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmála-
fræðingur var í góðum gír. Meiri gáfumennabragur
sveif þar yfir vötnum en annars staðar, enda
meðalaldurinn líklega hærri. En hve gáfulegar
samræðurnar í raun voru má deila um.
Sunnudagur 28. júní Eftir langan laugardag var sunnudeginum eytt
líkt og skaparinn hefði kosið, í hvíld. Hins vegar er spurning hvort hann gerði
ráð fyrir timburmönnunum sem sóttu á mig eftir gleði helgarinnar. Hefnd fyrir
nótt í Sódómu?
Mánudagur 29. júní Ó já elskurnar, mánudagur! Á dauða mínum
átti ég von en ekki svona þrusustuði á mánudagskvöldi. Skrapp með vin-
konu minni á Boston. Ætluðum bara aðeins að kjafta um viðburði helgar-
innar, en viti menn! Þar var gleðin við völd. Ási fatahönnuður skoppaði
um á gullskóm og barst mikið á í hópi föngulegra vinkvenna. Ingvar E.
Sigurðsson leikari, sem er eiginlega orðinn hvíthærður en alltaf jafnheitur,
var líka á staðnum auk leikskáldsins Jóns Atla Jónassonar. Listakon-
an Gabríela Friðriksdóttir var vel í glasi og réðst á klósetthurð áður en
hún athugaði hvort hún væri læst eða ekki. Alltaf allt á fullu á Boston. Svo
er spurning hvort maður hættir sér út úr bænum um næstu helgi? Er ekki
skylda að fara í að minnsta kosti eina útilegu á ári?
PASSINN Með þessu kvik-
indi kemst ég hvert sem er.
VARALITURINN Það er saga
á bak við þennan. Hann gefur
mér vogarafl.
GUÐJÓN ÞORSTEINN PÁLMARSSON, DENNI MINN
leikari
GPS-TÆKIÐ Ég elska þetta
fyrirbæri.
RAFMAGNSGÍTARINN Kemur fram við mig eins og ég kem fram við hann.
SÚPERMAN-HRINGURINN
Maður sem ég hitti á förnum
vegi tók eftir þessum hring.
MÓTORHJÓLIÐ
340 kíló af hreinni
og tærri fegurð.
NAGLAKLIPPUR
Skil ekki hvernig
ég gat komist af
án þeirra.RAY BAN-SÓLGLERAUGUN
Ef þú átt ekki Ray-Ban ertu
ekki svalur.
SKEGGSNYRTIRINN
Ég mun taka hann
með mér í gröfina.
Hárið heldur víst
áfram að vaxa.
STÍGVÉLIN sparka í rass.
TOPP
10
ROKKAÐ Tónleikaferð hljómsveitarinnar Naglar heldur
áfram um helgina þegar hún kemur fram ásamt fleirum á
Sauðárkróki og Egilsstöðum í kvöld og á morgun. Hefjast
tónleikarnir klukkan átta.
MARCO BAILEY Á NASA Belgíski plötusnúðurinn
Marco Bailey heldur tónleika á Nasa 18. júlí. Teknótónlist
er sérsvið Baileys og má því búast við miklu stuði á Nasa.
Forsala er hafin á tónleikana í Mohawks í Kringlunni.
- Lifið heil
www.lyfja.is
Kaupauki
ESTÉE LAUDER. Kauptu sólarvörn eða sjálfbrúnkukrem og fáðu
tösku, sólarpúður eða sjálfbrúnkukrem með í kaupbæti.
Gildir 26. júní til 3. júlí
á meðan birgðir endast.
Fæst í Lyfju Lágmúla,
Smáratorgi og Selfossi.