Fréttablaðið - 03.07.2009, Side 32

Fréttablaðið - 03.07.2009, Side 32
20 3. júlí 2009 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 512 5000. „Fyrirtækið stendur vel. Það er byggt á gömlum gildum og sjálfsagt eitt fárra stærri framleiðslufyrirtækja sem ekki skiptu um hendur í uppganginum síðustu ár,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís, sem er fjöru- tíu ára á árinu. Haldið verður upp á tímamótin með ýmsum hætti. Meðal annars hafa vinsælar eldri ístegundir verið endur vaktar í tilefni afmælisins. Svo verður efnt til mikilla hátíðar halda á ísdaginn 29. ágúst og gefst þá gestum og gangandi færi á að bragða á alls kyns furðulegum ístegund- um hjá fyrirtækinu. Kjörís er að sögn Guðrúnar rótgróið fyrirtæki sem hefur frá byrjun verið rekið í Hveragerði og ætíð í eigu sömu fjöl- skyldunnar. Hafsteinn Kristinsson stofnaði það árið 1969 og Valdimar, sonur hans, tók við framkvæmdastjórn fyrir- tækisins eftir hans dag árið 1993. Tvö barna hans af fjórum koma beint að rekstrinum, Valdimar og Guðrún, en Kjörís er í eigu þeirra allra ásamt móður þeirra, Laufeyju Valdimars- dóttur, og föðurbróður, Guðmundi Kristinssyni. Guðrún segist muna tímana tvenna. „Við höfum upplifað hæðir og lægðir í íslensku efnahagslífi. Eiginlega má segja að Kjörís sé stofnað í kreppu, á þeim tíma þegar hundruð fjölskyldna fluttu frá Íslandi. Stóran hluta af þessari fjöru- tíu ára sögu höfum við verið í harðri samkeppni við ríkið, eða Mjólkursamsöluna. Við erum elsta og vorum jafnframt lengi vel eina fyrirtækið sem hafði lifað af þá samkeppni.“ Hún vonar því að Kjörís sigli stórslysalaust í gegnum kreppuna og telur að í ljósi mikillar eftirspurnar eftir afurð- unum muni það takast. „Það sem af er ári hefur umtalsverð aukning verið í íssölu hjá Kjörís,“ segir hún. „Neytendur virðast halla sér í auknum mæli að íslenskum vörumerkjum. Við höfum fundið fyrir miklum velvilja hjá þjóðinni, sem okkur þykir vænt um. En þetta rekstrarumhverfi sem við búum við í dag er hins vegar öllum fyrirtækjum erfitt.“ Aukin eftirspurn hefur meðal annars gert Kjörís kleift að ráða fleiri sumarstarfsmenn en áður. „Salan var orðin þannig að við réðum 22 sumarstarfsmenn, sem er ekki lítið í ljósi þess að við höfum verið með fimmtíu starfsmenn í vetur,“ útskýrir Guðrún og segir Valdimar hafa ákveðið í bankahruninu að leggja ofurkapp á að vernda störfin. „Kjör- ís fór þá í gegnum mikla endurskipulagningu og við höfum hvorki þurft að segja upp né skerða vinnuhlutfall.“ Almennt segist Guðrún vera nokkuð bjartsýn á framhald- ið. „Við erum það. Svo erum við líka bjartsýn fyrir Íslands hönd, enda höfum við mikla trú á fólkinu í þessu landi.“ roald@frettabladid.is KJÖRÍS: FAGNAR FJÖRUTÍU ÁRA AFMÆLI GÖMUL GILDI FRANZ KAFKA (1883-1924) LÉST Á ÞESSUM DEGI. „Maður kemst hvergi á friðar tímum, en í stríði blæðir manni út.“ Franz Kafka er eitt af höfuð- skáldum 20. aldarinnar. Meðal helstu verka hans eru Hamskiptin og Réttarhöldin. BJARTSÝN Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís, er ánægð með stöðu fyrirtækisins þrátt fyrir það erfiða rekstrarumhverfi sem íslensk fyrirtæki búa við í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og systir, Linda Wendel lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ að kvöldi 28. júní. Útför fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 3. júlí kl. 13.00. Agnar Ingólfsson Torfi Agnarsson Elva Sif Kristinsdóttir Ingi Agnarsson Laura May-Collado Gunnar Páll Torfason Axel Örn Torfason Anna Cara Torfadóttir Amelie Melkorka Ingadóttir May Maríanna Wendel Okkar innilegustu þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs fósturföður míns, tengdaföður, afa og langafa, Geirs Sigurðssonar pípulagningamanns Strandaseli 1, Reykjavík, sem lést 15. júní síðastliðinn. Ása Birna Áskelsdóttir Stefán Ómar Oddsson Þórný Pétursdóttir Baldur Már Bragason Ómar Rafn Stefánsson Ragnhildur Birna Stefánsdóttir og barnabörn. Okkar frábæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma, langalangamma og langalangalangamma, Inga Valborg Einarsdóttir Gullsmára 5, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 1. júlí. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 10. júlí kl. 13.00. Soffía Sveinsdóttir Sveinn M. Sveinsson Auður E. Guðmundsdóttir Guðmundur G. Sveinsson Einar Sveinsson Arnhild Mölnvik Sigurður V. Sveinsson Sigríður Héðinsdóttir Þórlaug Sveinsdóttir Guðmundur Friðjónsson Barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn og makar þeirra. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Pétur Þorbjörnsson fyrrv. kaupmaður, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á Sólvangi þriðjudaginn 30. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Valgerður Sigurðardóttir Svanhildur Pétursdóttir Gissur Guðmundsson Birgir Pétursson Hrefna Geirsdóttir Sverrir Pétursson Sandra M. Pétursson Hrönn Pétursdóttir Jafet E. Ingvason Björk Pétursdóttir Sveinn Sigurbergsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þorvarður Guðmundsson sem lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 28. júní sl. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 6. júlí kl. 13.00. Anna Sigurbjörg Þorvarðardóttir Valur Þórarinsson Guðmundur Jens Þorvarðarson Svava Haraldsdóttir Stefán Ragnar Þorvarðarson Aðalbjörg Þorvarðardóttir Tryggvi Aðalsteinsson Sigurbjörg Þorvarðardóttir Sólmundur Maríusson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri og elskaði eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Aðalmundur Jón Magnússon flugvélstjóri, Starhaga 9, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudag- inn 1. júlí. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 8. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Neistann, styrktar- félag hjartveikra barna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Líknardeildarinnar í Kópavogi og til allra á deild 11-E á Landspítalanum. Hilke Jakob Magnússon Auður Aðalmundardóttir Sævar Þór Guðmundsson Konrad Garðar Aðalmundsson Unnur Ýr Jónsdóttir Henning Þór Aðalmundsson Berglind Rut Magnúsdóttir Magnús Ingi Aðalmundsson Sunna Björk Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegt þakklæti til allra sem sýndu okkur ómetanlega vináttu og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Fanneyjar Magnúsdóttur Sérstakar þakkir til starfsfólks 4. hæðar Sólvangs í Hafnarfirði. Anna Magnea Ólafsdóttir Þórarinn Sigvaldi Magnússon Tryggvi Ólafsson Theódóra Gunnlaugsdóttir Lára Ólafsdóttir Sveinn Andri Sigurðsson Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, Kjartan Jónsson skrifstofumaður, Kríuhólum 4, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti, þriðju- daginn 30. júní. Útförin fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi miðvikudaginn 8. júlí klukkan 13. Einar Kjartansson Marcia Maren Vilhjálmsdóttir Árni Kjartansson Margrét Örnólfsdóttir Ólafur Kjartansson Kristín Dúadóttir Elín Kjartansdóttir Agnar Kristjánsson Arnfríður Kjartansdóttir Jóhann Ragnar Kjartansson Jónína Guðjónsdóttir Óttar Kjartansson Hanna Kristín Sigurðardóttir Bryndís Arngrímsdóttir barnabörn, langafabörn og systkini hins látna. Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, Dagbjartur Kristinn Gunnarsson frá Marteinstungu, andaðist á Elli og hjúkrunarheimilinu Grund, sunnudaginn 28. júní. Jarðarförin fer fram frá Marteinstungukirkju laugardaginn 4. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar frá Marteinstungu, Guðný K. Guttormsdóttir. Vísindamenn tilkynntu form- lega um goslok í Vestmanna- eyjum á þessum degi árið 1973. Gosið hófst þegar stór sprunga opnaðist frá norðri til suðurs á austasta hluta Heimaeyjar aðfaranótt 23. janúar 1973. Fljótlega minnk- aði sprungan þó og megin- eldvarpið varð þar sem nú stendur Eldfell. Um leið og tilkynning barst um að eldgos væri hafið hófst brottflutningur fólks af eynni. Um 4.000 íbúar af 5.500 voru fluttir um nóttina. Einn maður lést í gosinu af völdum koldíoxíð- eitrunar. Næstu vikur var tekið að flytja búslóðir fólks burt af eyj- unni, þar sem hús tóku að hverfa undir hraun. Um helmingur þeirra lenti undir hrauni eða eyðilagðist með öðrum hætti í gos- inu. Uppbyggingin eftir gosið var mjög hröð. ÞETTA GERÐIST: 3. JÚLÍ ÁRIÐ 1973 Goslok í Eyjum MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.