Fréttablaðið - 03.07.2009, Side 46

Fréttablaðið - 03.07.2009, Side 46
34 3. júlí 2009 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. hróss, 6. í röð, 8. af, 9. fugl, 11. verkfæri, 12. vansæmd, 14. hnupl, 16. hvað, 17. afbrot, 18. veitt eftirför, 20. guð, 21. brýna. LÓÐRÉTT 1. loga, 3. úr hófi, 4. umbætur, 5. andi, 7. reikningshald, 10. dýrafita, 13. skjön, 15. hrumur, 16. slegið gras, 19. til dæmis. LAUSN LÁRÉTT: 2. lofs, 6. áb, 8. frá, 9. lóm, 11. al, 12. skömm, 14. hrifs, 16. ha, 17. sök, 18. elt, 20. ra, 21. ydda. LÓÐRÉTT: 1. báls, 3. of, 4. framför, 5. sál, 7. bókhald, 10. mör, 13. mis, 15. skar, 16. hey, 19. td. „Þættinum slátrað? Nei, sko, við gerðum bara tveggja mánaða til- raun með þessar þrjár ágætu stelpur og svo var ákveðið að setja þáttinn í sumarfrí. Sko þáttinn,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri á ÍNN. Tekin hefur verið um það ákvörðun að leggja niður kvennaþáttinn Mér finnst … á ÍNN í núver- andi mynd. Þátturinn hefur verið í umsjá Katrínar Bessa- dóttur, Haddar Vilhjálmsdótt- ur og Vigdísar Másdóttur. Mestu flugi náði þátturinn þegar þær Kolfinna Baldvinsdóttir og Ásdís Ólsen voru við stjórn- völinn. „Markaðsdeildin var ekki að fá þau viðbrögð sem hún taldi sig vilja fá. Þáttur- inn hafði verið í nokkurra mánaða hvíld og við vild- um vita hvort þessi sam- setning væri væn- leg. Allar eru þær gríðar lega skjá- flottar en hvort það er ástandið í þjóðfélaginu eða hvað vitum við ekki. Við sjáum hvað við gerum með haust- inu,“ segir Ingvi Hrafn. Að þá verði hugað að nýjum umsjónar- mönnum eða aðrar brautir fetaðar. Það er ekki laust við að greina megi von- brigði í máli hins yfir- lýsta femínista Ingva Hrafns – hann vill einlæglega vera með kvennaþátt á ÍNN. „En það er ekki auðvelt að fylla skóna þeirra Ásdísar og Kolfinnu.“ Katrín Bessadóttir vill ekki tjá sig um samstarfið við Ingva Hrafn en segir þetta: „Okkur var tjáð í tölvu- pósti að þátturinn væri kominn í sumarfrí. Okkur var boðinn fund- ur ef við vildum ræða eitthvert framhald. Ég hafði ekki áhuga á því og mun ekki snúa aftur til starfa hjá Ingva Hrafni.“ - jbg Erfitt að fara í skó Ásdísar og Kolfinnu INGVI HRAFN JÓNSSON Þátturinn var ekki að ná máli að mati markaðs- deildarinnar og því er þátturinn lagður af í umsjá Katrínar, Haddar og Vigdísar. KATRÍN BESSADÓTTIR Ætlar ekki að snúa aftur til starfa hjá Ingva Hrafni. Fjallagarpurinn Páll Ásgeir Ásgeirs- son var að senda frá sér enn eina bókina sem ætluð er ferðamönnum – The Real Iceland. En í stað göngu- leiða um öræfi fókuserar hann nú á þjóðina sjálfa og skrifar fyrir erlenda túrista. Í bókinni fjallar hann um drykkjusiði og matarvenjur Íslend- inga sem og frægt fólk! Páll gengur lengra en Séð og heyrt hefði nokkru sinni vogað sér og birtir heimilisföng þeirra sem frægir teljast. En allt eins og önnur lögmál virðast gilda þegar fjallað er um útlensk frægðar- menni í íslenskum miðlum en um íslenska þá að sama skapi gildir líkast til annað um íslenskt frægðarfólk ef textinn er ætlaður útlendingum. Frétt Vísis af því að Eva Joly hefði hitt Jónínu Benediktsdóttur í vikunni vakti mikla athygli og er meðal mest lesnu frétta vefmiðlanna. Og for- vitnileg eru, til dæmis einmitt í því ljósi, ummæli aðstoðar- manns Madame Joly, Jóns Þórissonar arkítekts, að Joly hitti ýmsa án þess að það væri fréttnæmt. Eins og það sé hans að meta það en ekki fréttamanna og þó einkum lesenda. Það verður mikið um dýrðir á Kringlukránni um helgina en þá ætla Gullbarkarnir fjórir, eins og þeir kalla sig, að koma saman: André Bachmann ætlar að sjá um poppið, Geir Ólafsson um Dean og Frankie, Stefán Jónsson kenndur við Lúdó um rokkið og Raggi Bjarna um standardana. Haft er eftir André að vissulega sé það svo að margir ætli úr bænum um helgina en þá ber til þess að líta að margir landsbyggðar- menn koma á móti í bæinn – og til þeirra er nú höfðað. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Sem einlægur sushi-aðdáandi segi ég að besti bitinn sé á Sushi- barnum, en allra besta kaffið og með því er tvímælalaust á Kaffismiðju Íslands.“ Svala Ragnarsdóttir, myndlistarkona með meiru. „Ég held að ég spili með hjálm og ég veit ekki hvort ég þarf að vera með hanska,“ segir píanóleikar- inn Víkingur Heiðar Ólafsson, sem spilar á hálfgerðum vígslu- tónleikum í nýja tónlistar- og ráð- stefnuhúsinu ásamt hljómsveit- inni Hjaltalín. Samtónn, samtök tónlistar rétthafa, skipuleggja tón- leikana sem verða haldnir í hádeg- inu á mánudaginn. „Ég verð eigin- lega að fá einhvern til að taka þetta upp á filmu. Ég verð að eiga mynd af mér í verkamannagalla að spila Chopin fyrir fólk.“ Miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna tónleikanna og verða hjálmar, stígvél og varúðar- gallar afhentir við innganginn. Aðeins verður 85 gestum veittur aðgangur sökum öryggisástæðna. „Ég hlakka til að heyra hvernig á eftir að hljóma. Ég er að fara að spila inni í steypu sem á eftir að vera gífurlega hljómmikil og ég á von á því að þetta verði svolít- ið eins og ég verði rafmagnaður upp,“ segir Víkingur. Miklar deilur hafa staðið yfir vegna byggingar hússins og hvort það borgi sig að halda henni áfram vegna efnahagsástandsins. „Þrátt fyrir allan mínusinn í þjóðarbúinu er efnahagslega langhagkvæmast að halda framkvæmdunum áfram. Það má ekki gleyma þeim kostn- aði sem hlýst af því að hætta við þetta,“ segir Víkingur, sem er búsettur í Bretlandi en er í fríi hér á landi. - fb Með hjálm við píanóið VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON Píanó- leikarinn knái verður fyrsti tónlistar- maðurinn til að spila í nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVÖR Svör við spurningum á bls. 8 1. Ólafur Stefánsson. 2. U2. 3. 22 daga. „Þetta er búið að vera í þróun í svolítinn tíma, hefur fengið að gerjast í hausnum á manni á hliðar línunni. En núna er vinnan hafin,“ segir Gísli Örn Garðars- son, leikari og leikstjóri. Vestur- portshópurinn vinnur þessa dag- ana að nýrri leikgerð Faust sem verður jólasýning Borgarleikhúss- ins í ár. Gísli Örn situr nú við að skrifa handritið ásamt þeim Vík- ingi Kristjánssyni, Birni Hlyni Haraldssyni og Nínu Dögg Fil- ippusdóttur. „Og svo verða Nick Cave og Warren Ellis með tónlist- ina. Hún spilar stórt hlutverk,“ segir Gísli. Gísli segir erfitt að segja til um hvernig Faust þau muni setja upp. „Það eru til margar leikgerðir og sögur og við höfum verið að sanka að okkur öllu sem er til um þetta. Út frá því reynum við að finna kjarnann í sögunni og skrifum í kjölfarið,“ segir hann. Hingað til hefur Vesturport verið þekkt fyrir óvenjulegar uppsetningar sínar á þekktum verkum. Gísli fæst ekki til að vera með neinar yfirlýsingar um að svo verði nú. „Það er eiginlega skemmtilegra ef það fær bara að koma í ljós. Það er svo sem ekkert nýtt undir sólinni. Við ætlum bara að búa til Faust sem er okkar Faust – eins og við viljum sjá það.“ Gísli Örn verður leikstjóri verksins en ekki er enn farið að ræða hlutverkaskipan. Hópur- inn situr nú sveittur við handrits- skrifin á Kolsstöðum í Hvítársíðu í Borgarfirði. Þar eru þau í sam- bandi við Warren Ellis og Nick Cave í gegnum Skype. Þó að Faust verði jólasýning í Borgarleikhúsinu mun verkið ekki stoppa lengi þar. „Við gerum þetta líka í samstarfi við leikhús í Berlín, Hamborg og London, þau vildu tengjast þessu líka. Svo fer það eftir því hvernig tekst til hvort fleiri hafa áhuga. Það skemmir allavega ekki fyrir að hafa Nick Cave með.“ hdm@frettabladid.is GÍSLI ÖRN: FYRST BORGARLEIKHÚSIÐ, SVO BERLÍN, HAMBORG OG LONDON Vesturport og Nick Cave gera nýja leikgerð af Faust SETJA FAUST UPP Í BORGARLEIKHÚSINU Vesturportsfólkið Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Víkingur Kristjánsson vinnur nú að nýrri leikgerð Faust ásamt tónlistarséníunum Nick Cave og Warren Ellis. Sýningin verður svo sett upp í Berlín, Hamborg og London. HUMAR 2.000 KR/KG GLÆNÝ STÓRLÚÐA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.