Fréttablaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 26
26 4. júlí 2009 LAUGARDAGUR L íklega deila fáir kennarar innan verkfræðideilda Háskóla Íslands bak- grunni með Hauki Inga en hann er guðfræðingur og sálgreinir. Helgi Þór hefur hefðbundnari bakgrunn en hann er vélaverkfræðingur með doktors- próf í tæknilegri vélaverkfræði. Þeir koma því úr gjörólíkum áttum, sem þeir álíta einmitt stærsta kost síns samstarfs. Þeir hafa á undanförnum árum byggt upp meistaranám í verk- efnastjórnun við Háskóla Íslands. Uppbyggilegur ágreiningur Samstarf þeirra Hauks Inga og Helga nær út fyrir veggi Háskólans en þeir hafa unnið saman frá árinu 2001 og reka meðal annars saman ráðgjafar- fyrirtæki. Leiðir þeirra lágu fyrst saman í Menntaskólanum við Sund, þar sem þeir kljáðust í fyrsta sinn. „Ég var í hagfræðideildinni og bauð mig fram sem ritari skólafélagsins. Helgi var í eðlisfræðibekknum og mótframbjóðandinn var í bekknum hjá þeim svo þeir voru alveg á móti mér,“ rifjar Haukur Ingi upp. Ólík viðhorf og bakgrunnur geta verið kostur, ef rétt er haldið á spöð- unum. Það, fullyrða þeir, er afl sem þeir hafa náð að beisla í sinni sam- vinnu. „Þegar við Haukur Ingi göng- um til einhvers verks erum við oft ósammála. En við erum opnir fyrir því að úr vinnunni geti komið eitthvað nýtt og spennandi, sem það gerir oftar en ekki,“ segir Helgi og bætir við: „Við erum öll fulltrúar okkar viðhorfa og bakgrunns. Við getum lent í því að komast ekki út úr því hlutverki. En ef við náum að sjá möguleikana í því að vera ekki sammála getur ágreiningur verið uppbyggilegur.“ Burðarþol einstaklingsins Það er einmitt eitt af leiðarljósum meistaranámsins að leiða ólíka ein- staklinga saman og stilla þeim upp andspænis vandamálum sem þeir verða að takast á við sem einstakl- ingar og í hópum. Nemendur koma úr öllum áttum. Flestir úr viðskiptafræði og upplýsingatækni, verk- og tækni- fræði, en einnig úr heilbrigðisgeiran- um, kennslu og listgreinum. Námið tekur tvö ár og er gert ráð fyrir að nemendur geti verið í vinnu meðfram því. Að þróa með sér færni til að koma inn í ólík verkefnateymi, í alls kyns aðstæðum, og vera fljótir að stilla alla strengi og skipuleggja vinnu hóps- ins og leiða hann út úr vandanum er það sem nemendurnir standa frammi fyrir. Til þess læra þeir tæknilegar aðferðir en ekki síður aðferðir úr sið- fræði, heimspeki og öðrum fræði- greinum hugans. „Þeir sem leiða hópa þurfa að þekkja sína eigin eiginleika, því verkfærið er maður sjálfur. Til að skapa vinnufrið þarf að koma inn sköpun hjá þeim sem er ekki skapandi og koma inn kröfu um fagmennsku og skipulag hjá þeim sem er of skap- andi,“ segir Haukur Ingi og bætir við með brosi á vör: „En það skiptir máli hvernig þetta er gert. Það gengur til dæmis ekki að segja við suma verk- fræðinga „nú ætla ég að tala við þig um sálfræði, siðfræði og ljóðagerð“. Maður verður að segja: „Í dag ætla ég að tala við þig um burðarþol ein- staklingsins, aflfræði hópa og hag- kerfi hugans“. Þá skilur hann alveg um hvað þú ert að tala.“ Hugvit og tæknivit í eina sæng Blanda hugvitsins og tæknivitsins er einmitt það sem hefur kveikt áhuga „Þetta redd- ast“-viðhorf- ið gerir það að verkum að við höf- um tamið okkur að setjast að samninga- borðinu illa undirbúin. Þess vegna höfum við samið af okkur aftur og aftur. Verkfærið er maður sjálfur Haukur Ingi Jónasson og Helgi Þór Ingason koma hvor úr sinni áttinni en sameinast í trúnni á að lausn framtíðinnar felist í því að brúa bilið á milli þess skapandi og þess tæknilega. Þeir eru mennirnir á bak við meistaranám í Háskóla Íslands sem snýst um að leysa vandamál. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hitti þá og komst að því að erlendir háskólar vilja ólmir í samstarf. ÓLÍKIR EN SAMSTILLTIR Ólík viðhorf og bakgrunnur geta verið kostur, ef rétt er haldið á spöðunum. Þetta segja þeir Helgi Þór Ingason og Haukur Ingi Jónasson, sem í sameiningu hafa byggt upp nýstárlegt meistaranám í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR erlendra háskóla á samstarfi við Háskóla Íslands á þessu sviði. Þar er um að ræða háskóla í Bandaríkjun- um, Evrópu, Asíu og Afríku. Í nám- inu kenna nokkrir virtir fræðimenn á sviði verkefnastjórnunar. Þeirra á meðal eru Darren Dalcher, prófessor við Middlesex University í London, sem fyrir skemmstu var valinn vís- indamaður ársins í Bretlandi; Steven Eppinger, lykilprófessor og -stjórnandi Sloan-viðskiptadeildar MIT í Boston og Mark Morgan frá Stanford-háskól- anum. „Samstarfsaðilar okkar trúa á þá leið sem við erum að fara og vilja að við tökum þetta lengra. Við höfum verið að skrifa greinar í virt tímarit á þessu sviði og erum með bækur í smíðum,“ segir Helgi og Haukur Ingi bætir við: „Við erum í fylkingarbrjósti í þeirri sveiflu að opna það tæknilega og taka inn húmanískar áherslur. Það verður nýtt og dýnamískt jafnvægi til við að opna þarna á milli.“ Stefnumótun þjóðar Stefnumótun þjóðar virðist á ein- hvern hátt óyfirstíganlegt verkefni. En þeir Haukur Ingi og Helgi segja einmitt lausnina á því ástandi sem nú ríkir í samfélaginu að líta á það sem eitt stórt verkefni og skipuleggja það frá a til ö. Láta verði af aðferðum sem margir lýstu opinberlega yfir að væru helstu kostir Íslendinga. „Það er skelfilegt hvernig ákvarð- anir hafa verið teknar hérna á undan- förnum árum, bæði í atvinnulífinu, í stjórnum fyrirtækja og á þinginu. „Þetta reddast“-viðhorfið gerir það að verkum að við höfum tamið okkur að setjast að samningaborðinu illa undirbúin,“ segir Haukur Ingi. „Þess vegna höfum við samið af okkur, aftur og aftur, í nafni einhvers konar klárheita. Í aðdraganda hrunsins var mönnum að berast mikið á og keyptu til að mynda fyrirtæki á háu verði. Á móti þeim voru þrautþjálfaðir menn sem voru búnir að hugsa forsendur samninganna í þaula. Þetta varð oft og tíðum ójöfn barátta þar sem íslenskir víkingar báru skarðan hlut frá borði, þegar upp var staðið.“ Hann telur hóphugsun, afneitun og vanmetakennd grunninn að vanda Íslendinga nú. „Við vildum að allir héldu að við værum stór og gætum, til dæmis, kennt öðrum þjóðum hvernig á að reka banka. En það er ekki alveg þannig sem heimurinn sér okkur og var aldrei þannig. Menn sáu sér leik á borði í þessari einfeldni okkar.“ Hefði mátt lágmarka skaðann Þeir Helgi og Haukur eru sammála um að stjórnvöld hafi ekki staðið sig nægilega vel í kjölfar hrunsins, sem þeir skrifa á skipulagsleysi. Haukur Ingi, sem hefur gaman af því að segja sögur, lýkur spjallinu með dæmisögu: „Stjórnvöld hefðu þurft að staldra við og átta sig miklu betur á því hvern- ig ætti að vinna vinnuna sem fram undan var. Það var hins vegar byrjað á að redda hlutunum. Þessu má líkja við mann sem ætlaði að setja upp nýja eldhúsinnréttingu hjá sér. Fyrst keypti hann kranann, réði sér raf- virkja, færi svo að mæla upp og færi loks í að ráða smiðinn. Íbúðin væri í tvö ár í rúst. Ef hann hefði skipulagt verkið tæki það mun skemmri tíma. Það sama gildir með þær aðstæður sem við stóð- um frammi fyrir í haust – og kannski alla tíð. Með markvissari skipulagn- ingu og meira næmi fyrir mannlegum þörfum hefði mátt lágmarka skaðann og nýta ný sóknarfæri.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.