Fréttablaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 16
16 4. júlí 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Icesave-þrautirnar hvíla á þjóðinni. Ábyrgðin situr hins vegar á herðum þeirra sem sátu í bankastjórn og bankaráði gamla Landsbankans. Merkilegt er að opinber rannsókn skuli ekki enn hafa leitt í ljós hvort athafnir þeirra og eftir atvikum athafnaleysi varði við lög. Spurning dagsins er hins vegar: Á þingmeirihluti ríkisstjórnar- flokkanna einhverja kosti í stöð- unni? Alþingi samþykkti í tíð fyrri stjórnar að fara samninga- leiðina. Ekki má gleyma því að mörgum mánuðum fyrir endan- lega gjaldmiðilshrunið var búið að loka dyrum á Seðlabankann bæði austan hafs og vestan. Ein- angrun Íslands var þá þegar orðin staðreynd. Fyrri ríkis- stjór n lagði því raunsætt mat á aðstæð- ur. Núverandi ríkisstjórn tók að sama skapi rétta ákvörðun að ljúka málinu í þeim farvegi. Forystuflokkur stjórnarand- stöðunnar getur ekki andmælt því með málefnalegum rökum. Næsta spurning er þá þessi: Er samningurinn nægjanlega góður? Það er erfitt að meta. Hugsanlega hefði mátt gera betur. Ríkisstjórn- in lét ekki á það reyna með því að taka málið upp á hærra plan. Í ljósi stærðar málsins hefði verið rétt að forsætisráðherrar landanna hefðu gert út um það á lokastigi. Þá hefði verið unnt að segja að fullreynt væri. Það var ekki gert. Að því virtu er skiljanlegt að þingmenn stjórnarflokkanna beri einir ábyrgð á samþykkt ríkis- ábyrgðarinnar. Hugmyndir um endurupptöku samninganna eru ekki raunhæfar. Hjá þeim þjóðum þar sem stjórnskipunarlög gera ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðsl- um eru mál af þessu tagi gjarn- an undanskilin. Í þeirri kröfu er heldur ekki fólgin nokkur lausn. Það er ósanngjarnt að örfáir menn í bankastjórn og bankaráði gamla Landsbankans skuli hafa komið Íslandi í þessa stöðu. Hún er hins vegar veruleiki sem ekki hverfur með því að segja nei. Stór biti í háls fyrir þjóðina Ýmsir hafa efast um þing-meirihluta ríkisstjórnar-innar vegna andófsyfirlýs-inga nokkurra þingmanna VG og heilbrigðisráðherra. Þeir sem til þekkja vita hins vegar að andóf þetta er marklítið. Það á sér ekki aðra orsök en að þeir sem hlut eiga að máli hafa ekki pólitíska lipurð til að hverfa frá ábyrgðar- leysi til ábyrgðar á fáum vikum. Við fyrstu umræðu málsins gáfu þeir þó allir vísbendingar um þær málsástæður sem nota á við loka- afgreiðsluna til að skýra stuðning eða hjásetu. Formaður VG hefur hins vegar sýnt mikla leikni og um leið ábyrgð. Hann hefur kokgleypt ábyrgðar- lausan málflutning sinn frá því í byrjun þessa árs. Það er lofsvert. Fyrir þá sem horfa á atburði stjórn- málanna utan frá fer ekki milli mála að fjármálaráðherrann er sterki maðurinn í ríkisstjórninni. Flest bendir til að stjórnin eigi í reynd allt sitt undir forystu hans. Þverstæðan í stjórnarsamstarf- inu er hins vegar sú að flokkur fjár- málaráðherrans er veiki hlekkur- inn í þingmeirihlutanum. Andóf þingmanna flokksins í flestum stærstu málunum sem stjórnin hefur lagt fyrir þingið á rót sína í því að VG hefur verið í þeirri stöðu að þurfa að kaupa ríkisstjórnar- samstarfið því verði að víkja til hliðar mörgum helstu grundvallar- stefnumálum sínum. Þau nýtast bara á innanflokksfundum. Þetta er gott fyrir þjóðina. Vand- inn er hins vegar sá að líklega er flokksformaðurinn nú þegar búinn að reyna svo á þolrif pólitískra málamiðlana innan flokksins að hann eigi þar ekki stóra innistæðu til að þvinga þingmennina til að halda áfram að ganga gegn grund- vallarmálum flokksins. Ef það mat reynist rétt er spurn- ing hvort innviðir ríkisstjórnar- innar þoli þann þunga sem fylgir öllum þeim erfiðu ákvörðunum sem eftir eru. Þverstæðan í stjórnarsamstarfinu Ný skoðanakönnun benti til að ríkisstjórnarflokk-arnir hefðu tapað trausti meirihluta kjósenda. Sú niðurstaða er ekki ein og sér áfall fyrir stjórnarflokkana. Einstök könnun af þessu tagi þarf ekki að hafa spágildi til lengri tíma. Hitt var áfall fyrir ríkisstjórn- ina þegar Seðlabankinn tilkynnti um óbreytta stýrivexti. Sú ákvörð- un segir eina sögu: Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn lítur svo á að ríkis- stjórnin hafi ekki enn gert þær ráðstafanir í efnahags- og fjármál- um sem dugi. Þetta heitir einfald- lega að falla á prófi. Stöðugleika- sáttmálinn hafði ekki tilætluð áhrif. Til þess var hann of rýr að efni og metnaði. Nú þarf að hefja nýtt tilhlaup að markinu. Við svo búið dregur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn enn um sinn viðbótarlánveitingu sem koma átti í febrúar. Engin merki eru um að unnt verði að leysa gjaldeyrisfjötrana á næstu mán- uðum. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um framtíðarstefnu í pen- ingamálum. VG sem í raun leið- ir stjórnarsamstarfið vill óbreytt ástand í þeim efnum. Samfylking- in vill breytingar. Óvíst er hins vegar um styrk hennar til að koma þeim fram. Í aðildarumsókn að Evrópusambandinu fælist stefnu- mörkun í þeim efnum. Helsta hættan á næstu dögum af innanflokkstogstreitunni í VG vegna Landsbankamálsins er að hún hafi áhrif á framgang aðildar- umsóknarinnar. Ekki er ólíklegt að þingmenn VG muni reyna að bæta fyrir eftirgjöf í Landsbankamál- inu með því að tefja Evrópusam- bandsmálið, hugsanlega með lið- sinni stjórnarandstöðunnar. Fari svo yrði það fyrsti vitnisburður- inn um þann framtíðarveikleika sem í því sundurlyndi er fólginn. Kemur veikleikinn fram í aðildarmálinu? ÞORSTEINN PÁLSSON A uðvitað er mönnum varla sjálfrátt þegar veðrið yfir landinu er svona dægilegt, hitinn hátt í tuttugu stig þótt sólarlaust sé víða og rakinn minni mest á héruð sunn- an Ermarsunds. Er nema von að menn láti eftir sér að taka umræðuna bara á kæruleysinu og fari bara með hreina steypu í ræðustólum þingsins. Fyrsti dagur í umræðunni um ríkisábyrgðina var ekki til að auka manni trú á erindi nokk- urra þingmanna á þennan vettvang. Vinkill sjónvarpsvélarinnar á forsetastólinn býður upp á fasta liði: mann í stól, forseta og starfs- mann, og svo hina rambandi þingmenn, karlarnir í hægagangi með hendur í buxnavösunum, skimandi um bekkina eins og þeir eigi von á einhverju nýju andliti óvænt í hópnum: ha, er eitthvað spennandi að gerast? Komin einhver ný? Þurfum við ekki einhvern nýjan vinkil á þingið? Hatrammar árásir forystumanna stjórnarandstöðunnar voru þegar þreifað var á stykkinu ekki efnismiklar. Hin síendurtekna andsvararuna er í rauninni afskaplega ómálefnalegt fyrirbæri, eins og Sigmundur Davíð sannaði eftirminnilega á fimmtudag. Við slíka framgöngu spyr maður heima í stofu: veit pilturinn ekki að það sést til hans? Hann er í beinni. Og Bjarni Benediktsson var annars staðar: kominn með sólvörn og í ermalausum bol í huganum. Og eftir efninu var líkast að menn ætluðu bara að taka kæruleysið á þetta allt. Utan þessa eins eða tveggja sem vildu skera sig úr og flytja mónólóga, búa til eftirvæntingu, skeggjaðar prímadonnur eins og Ögmundur Jónasson og Valgeir Skagfjörð. Virðuleiki þingsins ræðst ekki af tauinu sem þingmenn draga á sig utan um nærfötin á morgnana, hann ræðst ekki heldur af hinu bólgna formlegheitaþvaðri sem mönnum er skylt að hafa eftir, né af fundarsköpum sem enn má taka til endurskoðunar – umræða um fundarstjórn forseta er skemmtiatriði sem ætti að stytta. Virð- ing þingsins ræðst af málefnalegri framgöngu þar sem talað er mannamál ef ræðumenn leiðast ekki út á öræfi stofnanaíslensk- unnar. Og þess meiri skylda fellur á herðar þingmönnum eftir eðli máls. Sparnaðarreikningar á ábyrgð íslenskra skattborgara í öðrum löndum eru mikið alvörumál, sumir þeir sem röltu um þingsalinn á fimmtudag báru stóra ábyrgð á því fyrirkomulagi sem kostar okkur nú háar ábyrgðarfjárhæðir. Mann undrar reyndar miðað við klúðrið að sumir eldri þingmenn Sjálfstæðisflokksins skuli hafa þor og dug til að sitja lengur á þingi. Framsókn hefur að vísu hreinsað sig út, en um þingsalinn rölta enn sjálfstæðismenn sem bera stóra ábyrgð í hruninu eins og ekkert hafi í skorist í kostulegri afneitun. Hinir yngri fulltrúar, nýsprottnir eða áður faldir bakvið fram- varðarsveitirnar, ætla að gera það sem lund þeirra stendur næst: sleppa eins billega frá málinu og mögulegt er. Hlaupast undan ábyrgð á gerðum fyrirrennara sinna og skella sér af krafti í skrumið. Taka bara kæruleysið á þetta allt saman. Verst að maður getur ekki farið úr jakkanum á meðan. Vill til að loftræstingin er þokkaleg. Magnað veður: Kæruleysi í hitanum PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.