Fréttablaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 72
48 4. júlí 2009 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Það hefur vakið athygli margra að Pólverjinn Tomasz Jacek Napierajczyk starfar reglu- lega sem aðstoðardómari í efstu deild. Þetta er nafn sem fæstir íslenskir knattspyrnuáhugamenn kannast við enda hóf hann fyrst að dæma hér á landi fyrir ári. Tomasz á langan dómaraferil að baki í Póllandi en fluttist hingað til lands fyrir þremur og hálfu ári til að finna sér vinnu. Honum datt þó ekki í hug að hann fengi að sinna dómgæslu hér á landi. „Ég hélt að ég myndi aldrei eiga möguleika á því að fá að starfa við dómgæslu á Íslandi og því hafði ég aldrei fyrir því að skoða það nánar. Svo spjallaði ég við nokkra leikmenn hér á landi sem hvöttu mig til að hafa samband við KSÍ, sem og ég gerði. Mér var sagt að mæta til starfa strax degi síðar,“ sagði Tomasz í samtali við Frétta- blaðið. Honum var vel tekið í höfuð- stöðvum Knattspyrnusambands- ins. Viðbrögðin komu á óvart „Þeir sögðu mér að það vantaði alltaf góða dómara. Ég get ekki neitað því að þessi góðu viðbrögð komu mér þægilega á óvart.“ Tomasz byrjaði fyrst um sinn að dæma í neðri deildunum og þótti standa sig með prýði. Hann lagði hart að sér nú í allan vetur og ákveðið var að gefa honum tæki- færi í Pepsi-deildinni. „Ég dæmdi minn fyrsta leik í annarri umferð í vor með Kristni Jakobssyni. Ég var staðráðinn í að nýta það tækifæri vel og hef ég fengið önnur verkefni síðan,“ sagði hann en hann var til að mynda á línunni í leik Breiðabliks og Fjöln- is í fyrrakvöld. Tomasz segir dómgæsluna í íslenska boltanum á háu stigi. „Mér finnst mjög góðir dómarar á Íslandi. Kristinn Jakobsson er afar góður. En ég hef átt mjög góð samskipti við þá alla og er ánægð- ur með að fá tækifæri til að dæma með þeim.“ Samskiptin við leikmenn eru einnig góð. „Ég hef ekki undan neinu að kvarta. Samstarfið hefur verið mjög gott.“ Dæmdi í atvinnumannadeild Tomasz er 29 ára gamall og á því nóg eftir í dómgæslunni. Hann hóf dómaraferil sinn í Póllandi árið 1997. „Ég var aðstoðardómari í þriðju efstu deild í Póllandi sem er atvinnumannadeild og dæmdi einnig sem aðaldómari í fjórðu efstu deildinni,“ sagði Tomasz. Hann segir það litlu skipta hvort hann starfi sem aðal- eða aðstoðar- dómari. „Ég er fyrst og fremst ánægð- ur með að starfa við dómgæslu hér á landi og það skiptir ekki máli í hvaða hlutverki það er. Ég er fyrst og fremst aðstoðardómari og þar sem ég er ekki íslenskur get ég varla farið fram á meira.“ Hann segir samskiptin inni á vellinum engum vandkvæðum háð. „Það tala allir ensku hér og svo er ég byrjaður að læra íslensku.“ Tomasz og unnustu hans líður vel á Íslandi þrátt fyrir slæm- ar horfur í efnahagsmálum. „Ég missti vinnuna fyrir nokkrum mánuðum en er síðan þá kominn aftur í vinnu. Útlitið er því orðið bjartara á ný. Þess fyrir utan erum við búin að koma okkur vel fyrir hér á landi og búin að hefja nýtt líf hér. Þá er ekki hlaupið að því að fara aftur til gamla lífsins í ein- hverju skyndi. Hér höfum við eign- ast marga góða vini og höfum ekki undan neinu að kvarta.“ eirikur@frettabladid.is Líður vel á línunni Meðal þeirra dómara sem nú þreyta frumraun sína í efstu deild er aðstoðardómarinn Tomasz Jacek Napierajczyk. Hann er pólskur en líður vel á Íslandi. NÝTUR SÍN Í ÍSLENSKA BOLTANUM Tomasz Jacek Napierajczyk var annar aðstoðar- dómaranna í leik KR og Breiðabliks á mánudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 20.000 gestir frá frums‡ningu Um land allt Flottasta hasarmynd sumarsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.