Fréttablaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 72
48 4. júlí 2009 LAUGARDAGUR
FÓTBOLTI Það hefur vakið athygli
margra að Pólverjinn Tomasz
Jacek Napierajczyk starfar reglu-
lega sem aðstoðardómari í efstu
deild. Þetta er nafn sem fæstir
íslenskir knattspyrnuáhugamenn
kannast við enda hóf hann fyrst að
dæma hér á landi fyrir ári.
Tomasz á langan dómaraferil að
baki í Póllandi en fluttist hingað til
lands fyrir þremur og hálfu ári til
að finna sér vinnu. Honum datt þó
ekki í hug að hann fengi að sinna
dómgæslu hér á landi.
„Ég hélt að ég myndi aldrei eiga
möguleika á því að fá að starfa við
dómgæslu á Íslandi og því hafði
ég aldrei fyrir því að skoða það
nánar. Svo spjallaði ég við nokkra
leikmenn hér á landi sem hvöttu
mig til að hafa samband við KSÍ,
sem og ég gerði. Mér var sagt að
mæta til starfa strax degi síðar,“
sagði Tomasz í samtali við Frétta-
blaðið. Honum var vel tekið í höfuð-
stöðvum Knattspyrnusambands-
ins.
Viðbrögðin komu á óvart
„Þeir sögðu mér að það vantaði
alltaf góða dómara. Ég get ekki
neitað því að þessi góðu viðbrögð
komu mér þægilega á óvart.“
Tomasz byrjaði fyrst um sinn að
dæma í neðri deildunum og þótti
standa sig með prýði. Hann lagði
hart að sér nú í allan vetur og
ákveðið var að gefa honum tæki-
færi í Pepsi-deildinni.
„Ég dæmdi minn fyrsta leik í
annarri umferð í vor með Kristni
Jakobssyni. Ég var staðráðinn í að
nýta það tækifæri vel og hef ég
fengið önnur verkefni síðan,“ sagði
hann en hann var til að mynda á
línunni í leik Breiðabliks og Fjöln-
is í fyrrakvöld.
Tomasz segir dómgæsluna í
íslenska boltanum á háu stigi.
„Mér finnst mjög góðir dómarar
á Íslandi. Kristinn Jakobsson er
afar góður. En ég hef átt mjög góð
samskipti við þá alla og er ánægð-
ur með að fá tækifæri til að dæma
með þeim.“
Samskiptin við leikmenn eru
einnig góð. „Ég hef ekki undan
neinu að kvarta. Samstarfið hefur
verið mjög gott.“
Dæmdi í atvinnumannadeild
Tomasz er 29 ára gamall og á því
nóg eftir í dómgæslunni. Hann hóf
dómaraferil sinn í Póllandi árið
1997. „Ég var aðstoðardómari í
þriðju efstu deild í Póllandi sem
er atvinnumannadeild og dæmdi
einnig sem aðaldómari í fjórðu
efstu deildinni,“ sagði Tomasz.
Hann segir það litlu skipta hvort
hann starfi sem aðal- eða aðstoðar-
dómari.
„Ég er fyrst og fremst ánægð-
ur með að starfa við dómgæslu hér
á landi og það skiptir ekki máli í
hvaða hlutverki það er. Ég er fyrst
og fremst aðstoðardómari og þar
sem ég er ekki íslenskur get ég
varla farið fram á meira.“
Hann segir samskiptin inni á
vellinum engum vandkvæðum háð.
„Það tala allir ensku hér og svo er
ég byrjaður að læra íslensku.“
Tomasz og unnustu hans líður
vel á Íslandi þrátt fyrir slæm-
ar horfur í efnahagsmálum. „Ég
missti vinnuna fyrir nokkrum
mánuðum en er síðan þá kominn
aftur í vinnu. Útlitið er því orðið
bjartara á ný. Þess fyrir utan erum
við búin að koma okkur vel fyrir
hér á landi og búin að hefja nýtt
líf hér. Þá er ekki hlaupið að því
að fara aftur til gamla lífsins í ein-
hverju skyndi. Hér höfum við eign-
ast marga góða vini og höfum ekki
undan neinu að kvarta.“
eirikur@frettabladid.is
Líður vel á línunni
Meðal þeirra dómara sem nú þreyta frumraun sína
í efstu deild er aðstoðardómarinn Tomasz Jacek
Napierajczyk. Hann er pólskur en líður vel á Íslandi.
NÝTUR SÍN Í ÍSLENSKA BOLTANUM Tomasz Jacek Napierajczyk var annar aðstoðar-
dómaranna í leik KR og Breiðabliks á mánudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
20.000 gestir
frá frums‡ningu
Um land allt
Flottasta hasarmynd
sumarsins