Fréttablaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 51
heimili&hönnun ● É g á góðar minningar frá Vík í Mýrdal en móðurfjölskylda mín er öll þaðan,“ segir Ragnheiður Gröndal söngkona. Fjölskylda hennar átti lítið hús í bænum, sem hún dvaldi oft í sem barn, en hún segist ekki hafa haldið miklum tengslum við Vík í seinni tíð. „Ég held ég hafi hreinlega ekki komið þangað í mörg ár,“ viðurkennir hún en segir jafnframt tíma til kominn að endurnýja kynnin. Ragnheiður man eftir því að hafa gengið upp í fjall sem stóð við enda göt- unnar og út í kolsvarta fjöruna. „Þar var svo gott að hugsa og vera einn með sjálfum sér,“ minnist Ragnheiður. En lék hún sér ekki líka við krakkana? „Pabbi hennar Steinunnar Camillu í Nylon átti hús við hliðina á okkar húsi. Við vorum svo sem engar vinkonur en ég man eftir því að við vorum að leika okkur saman að selja steina í búðarleik,“ segir hún glettin. Ragnheiður telur sig þó meira borgarbarn en sveita- barn. „Mér finnst voða gott að vera í borg og hafa borgar menningu og líf í kringum mig,“ segir hún og hlær. Hún stefnir hins vegar á það í sumar að fara í göngu á Hornstrandir. „Þá reyni ég kannski að finna náttúrubarnið í mér,“ segir hún glaðlega. Útilegur eiga ekki upp á pallborðið hjá henni. „Nei, þá fer ég frekar upp í sumarbústað ef vel liggur á mér,“ segir hún og innt eftir því hvað sé óheillandi við úti- legurnar svarar hún: „Það er aðallega að komast ekki í heitt vatn og jafnvel klósett. Ég vil hafa svolítil þæg- indi í kringum mig þótt leiðinlegt sé að viður- kenna að vera svona rosalegt borgarbarn.“ - sg SVEITIN MÍN Æskuminningar frá Vík í Mýrdal Ragnheiður Gröndal söngkona hefur í seinni tíð heldur kosið borgarniðinn fram yfir rólegheit í sveit. Hún ætlar þó að láta reyna á sveitamanninn í sér í sumar og stefnir á að fara á Hornstrandir. Ragnheiður dvaldi nokkur sumur í Vík í Mýrdal. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN E ngum blöðum er um það að fletta hve mikil áhrif seinni heimsstyrj-öldin hafði á Íslendinga. Dæmi um það er sá stóri hópur fólks sem bjó í bröggunum sem setuliðið skildi eftir sig í Reykjavík eftir stríðið. Er talið að mest hafi 2.200 manns átt heima í bröggunum á sjötta áratugnum. Þótt ummerki síðari heimsstyrjaldarinnar séu ef til vill ekki eins mikil á Íslandi eins og víða annars staðar, má finna stríðsminjar hér og þar um landið. Þar á meðal í Öskjuhlíðinni, þar sem skoða má loftvarnarbyrgi, skotbyrgi, stjórnstöð, skotgrafir og steypta grunna undan bröggum. Á Reyðarfirði eru einnig fjögur loftvarnarbyrgi og braggar og hægt að heimsækja Stríðs- minjasafnið. Heillegustu braggabyggð landsins er síðan að finna í Hvalfirði. - hds Minjar úr seinna stríði Loftvarnarbyrgi á Reyðarfirði. MYND/ÚR EINKASAFNI 5. fl. 30. júní - 6. júlí, 7 dagar 10-12 ára (1997 - 1999) Verð kr. 36.400 Fullbókað / biðlisti 6. fl. 7. - 13. júlí, 7 dagar 8-10 ára (1999 -2001) Verð kr. 36.400 Örfá pláss laus 7. fl. 14. - 20. júlí, 7 dagar 9-11 ára (1998-2000) Verð kr. 36.400 Nokkur pláss laus 8. fl. 21. - 27. júlí, 7 dagar 10 - 12 ára (1997 - 1999) Verð kr. 36.400 Fullbókað / biðlisti 9. fl* 28. - 31. júlí, 4 dagar 6 - 8 ára (2001 - 2003) Verð kr. 19.800 Nokkur pláss laus 10. fl 4. - 10. ágúst, 7 dagar 13 - 15 ára (1994 - 1996) Verð kr. 36.400 Nokkur pláss laus 11. fl** 11. - 14. ágúst, 4 dagar 11 - 13 ára (1996 - 1998) Verð kr. 22.800 Örfá pláss laus 12. fl 4. - 6. sept., 2 dagar Frá 6 ára Mæðginaflokkur Verð kr. 5.900 Laus pláss 13. fl 11. - 13. sept. 2 dagar Frá 6 ára Mæðgnaflokkur Verð kr. 5.900 Laus pláss Rútugjald frá Reykjavík innifalið í verði. *9.fl er krílaflokkur fyrir yngri stúlkur, þar eru færri stúlkur og flokkurinn styttri en venjulega **11. flokkur er listaflokkur með sérstakri áherslu á samvinnu í ólíkri listsköpun, undir stjórn Margrétar Rósar Harðardóttur myndlistarkonu frá listaháskólanum í Bremen. - Hollur matur og fyrsta flokks leiðbeinendur - Leikir, útivist, sköpun og vinátta - Fræðsla um kristna trú og góðu gildin - Daglegar myndir og fréttir á www.kfum.is Allar nánari upplýsingar á www.KFUM.is og í s. 588 8899 Tryggðu stúlkunni þinni pláss í skemmtilegum og uppbyggjandi sumarbúðum! LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.