Fréttablaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 58
34 4. júlí 2009 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is NEIL SIMON ER 82 ÁRA Í DAG. „Ef enginn tæki nokkurn tíma áhættu hefði Michelangelo málað gólfið í Sixtínsku kap- ellunni.“ Neil Simon er bandarískt leik- skáld og hefur hlotið fjölda verð- launa fyrir leikrit á borð við The Odd Couple og Lost in Yonkers og fyrir handritið að kvikmynd- inni The Goodbye Girl. Þennan dag árið 1957 varð Hulda Jak- obsdóttir fyrsta konan til að gegna embætti bæjarstjóra á Íslandi. Hulda fæddist í Reykjavík 21. október 1911, dóttir hjónanna Guðrúnar Ármanns- dóttur húsmóður og Jakobs Bjarna- sonar vélstjóra. Hún stundaði nám við Miðbæjarskólann og Menntaskólann í Reykjavík. Hún lauk cand.phil.-prófi frá Háskóla Íslands og stundaði síðar frönskunám við sama skóla. Hulda gift- ist Finnboga Rúti Valdemarssyni árið 1938 og eignuðust þau fimm börn. Í lokaverkefni Auðar Jónsdóttur um Huldu segir meðal annars: „Hún tók við bæjarstjórastarfi af manni sínum Finnboga Rúti Valdimarssyni. Hulda lagði mikla áherslu á í sinni bæjarstjóratíð að efla og styrkja skóla- og félagsmál enda þörfin brýn þar sem nemendafjöldi fór vaxandi og félags- þjónusta og félagslíf var á algjöru frum- stigi. Hulda beitti sér fyrir byggingu Fé- lagsheimilis Kópavogs og Kópavogs- kirkju, heilsuverndarstöðvar og Sund laugar Kópavogs. Einnig lagði hún grunn m.a. að fjölmörgum menning- arþáttum og valdi til verka víðsýnt og menntað fólk, ekki síst konur.“ Hulda gegndi embættinu í fimm ár en eftir að hún lét af störfum starf- aði hún um árabil sem umboðsmaður Brunabótafélags Íslands í Kópavogi og sat aftur sem bæjarfulltrúi í Kópavogi 1970-1974. Hulda og Finnbogi Rútur voru gerð að fyrstu heiðursborgurum Kópavogs árið 1976 og Hulda var sæmd riddarakrossi fyrir störf sín að sveitarstjórnarmálum árið 1994. ÞETTA GERÐIST: 4. JÚLÍ 1957 Hulda fyrsti kvenbæjarstjórinn BÆJARSTJÓRI KÓPAVOGS Hulda varð fyrsta konan til að gegna embætti bæjar stjóra á Íslandi. MERKISATBURÐIR 1685 Halldór Finnbogason er brenndur á báli á Þing- völlum, gefið að sök að hafa snúið Faðirvorinu upp á andskotann. 1776 Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna er undir- rituð af þrettán breskum nýlendum í Norður-Amer- íku. 1973 Margrét Danadrottning og eiginmaður hennar, Hin- rik prins, koma í opinbera heimsókn til Íslands. 1976 Ferjan Herjólfur kemur fyrst til Vestmannaeyja. 1976 Ísraelsher frelsar eitt hundrað gísla um borð í Air France-vél á flugvellin- um í Entebbe í Úganda. 2004 Þungarokksveitin Metall- ica spilar í Egilshöll fyrir um 18.000 manns. Ástkær systir okkar og frænka, Ragna Haraldsdóttir Dídí hjúkrunarfræðingur, Æsufelli 2, lést á líknardeild Landakotsspítala mánudaginn 29. júní. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 10. júlí kl. 15.00. Sigurður Haraldsson Gunnar Haraldsson Ragnheiður Eiríksdóttir og fjölskyldur. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 MOSAIK Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, Soffíu S. Briem Hrafnistu, Hafnarfirði. Ingibjörg Briem Sigrún Briem Jón G. Briem. Ástkær faðir okkar, Runólfur Sæmundsson Skólavörðustíg 20, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni miðvikudagsins 1. júlí. Jarðarför auglýst síðar. Davíð Runólfsson Halldór Björn Runólfsson. „Þetta var lokaverkefni í skólanum sem við völdum sjálfar og við ákváðum að gera matreiðslubók því okkur finnst gaman að mat og eldamennsku. Við eld- uðum sjálfar allan matinn sem birtist í bókinni og tókum myndir af honum, bjuggum svo til bókina og seldum hana til kennara, vina og vandamanna,“ segir María Sigurhansdóttir um tilurð bókar- innar Matur er mannsins megin, sem hún gaf út ásamt vinkonu sinni Emmu Adolfsdóttur, en þær útskrifuðust úr tí- unda bekk í Langholtsskóla í vor. Alls seldu þær stöllur 68 bækur á 1.000 krónur stykkið og fengu því 68.000 krónur í ágóða af bókinni. Hann gáfu þær svo til Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna. „Ég tengist þessu félagi, systir mín var veik og það er rosalega erfitt að vera með einhvern veikan í fjölskyld- unni. Það er því gott að geta styrkt slík- ar fjölskyldur,“ segir María, en syst- ir hennar hefur í tvígang greinst með hvítblæði. Voru forsvarsmenn Styrktar- félags krabbameinssjúkra barna að vonum ánægðir með framlagið. Uppskriftirnar í bókinni eru aðallega réttir sem þeim Maríu og Emmu þykja góðir. Þær fengu nokkrar uppskrift- anna lánaðar frá ættingjum og sumar byggja þær á uppskriftum úr öðrum matreiðslubókum. „Mest gaman finnst mér að elda mat, helst stóra rétti frekar en kökur og brauð,“ segir María, beðin um að upp- lýsa hvað henni þyki skemmtilegast við matreiðsluna en Emmu þykir hins vegar ánægjulegra að baka. Hvað framtíðina varðar segjast stúlk- urnar ætla í Menntaskólann í Reykjavík og Fjölbrautaskólann í Ármúla í haust. Þær segjast staðráðnar í að hafa elda- mennskuna að áhugamáli þótt þær hafi engar fyrirætlanir um að fara út í mat- reiðslunám. Uppáhaldsuppskriftir Maríu og Emmu úr bókinni fylgja hér með. heidur@frettabladid.is MARÍA SIGURHANSDÓTTIR OG EMMA ADOLFSDÓTTIR: GÁFU ÚT MATREIÐSLUBÓK Ágóðinn til góðgerðamála STOLTAR Vinkonurnar Emma og María með bókina Matur er mannsins megin sem þær bjuggu til. Þótt áhuginn á eldamennskunni sé mikill ætla þær þó ekki að leggja stund á matreiðslunám. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Bananabrauð 1 egg 150 g sykur 2 þroskaðir bananar 1/2 tsk. salt 1/2 tsk. matarsódi 250 g hveiti Aðferð: Þeytið eggið og bætið sykri við. Merjið bananana og bætið síðan við hveiti, matarsóda og salt. Bakið í 45 mínútur við 160° með blásturs eða án blásturs á 180°C. Marineraður kjúklingur 4 tsk. engifer 3 hvítlauksrif matarolía 4 kjúklingabringur Aðferð: Rífið um það bil fjórar teskeiðar af engifer í skál. Skerið þrjú hvítlauks- rif og bætið í skálina. Setjið matarolíu í skál og yfir kjúklinginn. Geymið þetta í ísskáp í tvo tíma. Grillið svo kjúklinginn. Grillbrauð 1 bolli sýróp 2 bollar súrmjólk 4 bollar hveiti 1 tsk. hjartarsalt Aðferð: Hrærið saman öllum hráefn- um í eina skál. Takið svo hluta úr degi og gerið litla kúlu og fletjið hana út og bætið við hveiti. Grillið brauðið þar til það er næstum brunnið á báðum hlið- um. Berið það fram með grillmat í stað kartaflna. Munið að hafa nóg af hveiti. Gott að bera fram með sumarlegu salati og sósu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.