Fréttablaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 48
●inni&úti
Jóhanna mælir með ávöxtum út á
pönnukökurnar, meðal annars til að
gera þær hollari.
Pönnukökur
250 g spelt
1 tsk. lyftiduft
¼ tsk. hjartarsalt
½ l mjólk
olía til steikingar
Deigið hrært og bakað á heitri
pönnu.
Rabarbaragrautur
1 kg rabarbari
1 l vatn
100 g hrásykur
Soðið saman í 10 mínútur og kælt.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
„Ég elda oft annars staðar en
heima hjá mér og reyni þá að hafa
hlutina einfalda, góða og girni-
lega. Þegar ég er á ferðalögum
er hluti af ánægjunni fólginn í að
borða hollan mat og ljúffengan og
það eykur á gleðina ef hann lítur
vel út,“ segir Jóhanna.
Hún telur auðvelt að útbúa eftir-
rétti án þess að auka farangur-
inn of mikið, einkum ef um veiði-
eða trússferðir er að ræða, að
ekki sé talað um sumarbústaðar-
ferð. Hún mælir með að taka með
nokkra rabarbaraleggi í graut og
spelt eða tilbúið vöfflumix í litlar
pönnukökur.
Til að bragðbæta notar hún
hrásykur, sojarjóma og lífrænan
kanil og þegar íslensku berin eru
orðin þroskuð er upplagt að skella
þeim á pönnukökurnar. Þangað til
eru það keypt ber eða ávextir sem
sjá um hollustuna og fegurðina.
Jóhanna er þessa dagana að
undirbúa kvennaferð á Horn-
strandir hinn 15. júlí. „Við leggj-
um áherslu á að hafa góðan mat
meðferðis,“ segir hún. „auk þess
að nýta það sem er á svæðinu
eins og fíflablöð, maríustakk
og hundasúrur í salatið, og ef
við gerum súpu þá stingum við
hvannarót í hana.“
- gun
Einfalt, gott og girnilegt
● Eftir staðgóða máltíð í bústað, veiðikofa eða sæluhúsi er bráðgott að gæða sér á ljúf-
fengum ábætisréttum sem lítið þarf fyrir að hafa. Jóhanna Benediktsdóttir, fararstjóri hjá
Útivist, lumar á góðum ráðum þegar kemur að gerð þeirra.
Jóhanna aðhyllist heilsufæði eftir því sem kostur er. Hún notar hrásykur, sojarjóma
og lífrænan kanil til að bragðbæta eftirréttina. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Rabarbaragrautur er frískandi. Litlar pönnukökur bragðast vel með rjóma og berjum.
Jóhanna notar ávexti, meðal annars jarðarber, til að skreyta pönnukökurnar. NORDICPHOTOS/GETTY
Sími : 568 5305 • Grandagarði 5
Opið v i rka daga
900 - 1800
Mat t i f rá Canari er komin t i l Ís lands.
Við á Salon Reykjavík bjóðum hann
velkominn t i l star fa.
4. JÚLÍ 2009 LAUGARDAGUR8