Fréttablaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 4
4 4. júlí 2009 LAUGARDAGUR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
32°
28°
31°
26°
23°
27°
24°
26°
26°
25°
22°
30°
28°
34°
23°
28°
23°
19°
Á MORGUN
Víða 3-8 m/s en 8-15
allra syðst.
MÁNUDAGUR
3-8 m/s.
17
14
18
14
15
24
6
7
8
6
4
6
5
8
10
13
622
17
22
18
17
15
17
19
18
14
15
17
12
12
11
13
13
1823
21
ÚRKOMULÍTIÐ Á
MORGUN Norð-
austurlandið hefur
vinninginn í veðr-
inu þessa helgina
en þrátt fyrir vætu
sunnan- og vestan-
lands í dag er hlýtt
og vindur yfi rleitt
fremur hægur.
Það styttir hins
vegar víðast upp á
morgun og líkur á
góðum sólarköfl um
eftir hádegi um allt
land.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður
í fullum gangi!
Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822
www.polarnopyret.is
Útsalan
GENGIÐ 03.07.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
229,0491
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
126,37 126,97
206,12 207,12
176,76 177,74
23,737 23,875
19,612 19,728
16,151 16,245
1,3165 1,3243
195,1 196,26
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
EFNAHAGSMÁL „Það verður að klára
þetta. Öðruvísi komumst við
ekki í samband við erlenda fjár-
magnsmarkaði sem endurreisnin
byggir á,“ segir Vilhjálmur Egils-
son, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins. Hann færir, ásamt
öðrum forsvarsmönnum atvinnu-
lífsins og verkalýðsforystunnar,
sömu rök og Steingrímur J. Sig-
fússon fjármálaráðherra fyrir
samþykkt frumvarps um ríkis-
ábyrgð vegna Icesave-samning-
anna.
Steingrímur sagði við fyrstu
umræðu frumvarpsins á mið-
vikudag að yrði frumvarpið fellt
myndi allt annað stranda á því.
„Þá kemur október aftur,“ sagði
Steingrímur.
Áfram var tekist á um Icesave-
samningana á Alþingi í gær,
annan daginn í röð. Að því loknu
var frumvarpinu vísað til fjár-
laganefndar, sem kom saman síð-
degis til að fara yfir hvaða gesti
nefndin skyldi fá á sinn fund
vegna málsins og hverjum málið
skyldi sent til umsagnar. Búist er
við því að fyrstu gestirnir komi
fyrir nefndina á mánudag.
Fjárlaganefnd mun hafa yfir-
umsjón með vinnunni við frum-
varpið en ákveðnum hlutum
þess mun verða vísað til efna-
hags- og skattanefndar og utan-
ríkismálanefndar. Áætlað er að
það þurfi rúma viku í nefndum
áður en það verður tekið til
annarrar umræðu á
Alþingi.
Vilhjálmur segir lyktir máls-
ins alltaf hafa verið skilyrði fyrir
aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins (AGS) og annarra þjóða að
lánveitingum. „Ég tel ekki að með
því að hafna samningnum sé hægt
að fá annan betri í framtíðinni.“
Vilhjálmur segir að innstreymi
erlends fjármagns sé lykilatriði
til að koma atvinnulífinu í gang
og öll uppbygging næstu ára hvíli
á því. „Án aðgangs að slíku láns-
fé búum við til kreppu sem mun
standa yfir svo árum skiptir.“
„Gleymum því aldrei að mis-
tök stjórnmálamanna eru núna
að lenda á okkur – þjóðinni,“
segir Gylfi Arnbjörnsson, for-
seti Alþýðusambandsins. Hann
segir að í því ljósi sé holur hljóm-
ur í málflutningi stjórnarandstöð-
unnar þessa dagana. „Mér sýnist,
í þeirri stöðu sem við erum í, að
samningarnir geri okkur betur
kleift en á horfðist að leysa úr
þessu erfiða máli. Staðan er sú að
ef þjóðin ætlar í þessa deilu með
því að fella þessa
samninga og setja
allt málið í upp-
nám aftur er
verið að taka
áhættu sem
ekki er þess
virði að taka.“
Helgi
Magnús son,
formaður Sam-
taka iðnaðar-
ins, segir málið
í heild sinni
skelfilegt fyrir Íslendinga. Hann
er ósáttur við hvernig að samn-
ingunum var staðið og hefði
kosið að færustu sérfræðingar
hefðu verið valdir til viðræðn-
anna við Breta og Hollendinga
í stað þess að láta fyrrverandi
stjórnmálamann leiða samninga-
nefnd Íslands á móti þaulvönum
sérfræðingum mótaðilanna. „Ég
hefði að sjálfsögðu viljað sjá mun
sanngjarnari vexti eins og marg-
ir hafa bent á. En nú liggur þessi
samningur svona á borðinu og það
þarf að taka afstöðu. Ég öfunda
alþingismenn ekki af því að þurfa
að leiða þetta erfiða mál til lykta
en ég er þeirrar skoðunar að við
eigum engan annan kost en að
samþykkja samninginn og ljúka
málinu. Íslendingar standa við
skuldbindingar sínar og ég óttast
afleiðingar þess ef Alþingi fell-
ir samninginn. Þá tæki við enn
meiri óvissa í íslensku efnahags-
lífi en nú er. Nóg er nú samt.“
Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Samtaka verslunar
og þjónustu, segir að stjórn sam-
takanna hafi ekki ályktað form-
lega um málið en það hafi verið
rætt. „Ég heyri ekki betur en
að allir stjórnarmenn okkar séu
þeirrar skoðunar að við eigum
um ekkert annað að velja en að
samþykkja þennan samning, eins
dapurt og það nú er.“
svavar@frettabladid.is
Alþingi á aðeins einn kost
Forsvarsmenn atvinnulífsins sem og verkalýðsforystunnar taka undir rök fjármálaráðherra um nauðsyn
þess að frumvarp hans um Icesave-samningana verði samþykkt. Uppbyggingin fram undan sé því háð.
„Ég tel ekki
að með því að
hafna samningn-
um sé hægt að
fá annan betri í
framtíðinni.“
VILHJÁLMUR
EGILSSON
„… við eigum
um ekkert annað
að velja en að
samþykkja þenn-
an samning, eins
dapurt og það
nú er.“
ANDRÉS
MAGNÚSSON
„… ég óttast
afleiðingar þess
ef Alþingi fellir
samninginn. Þá
tæki við enn
meiri óvissa í
íslensku efna-
hagslífi en nú er.“
HELGI
MAGNÚSSON
„Gleymum því
aldrei að mistök
stjórnmála-
manna eru núna
að lenda á okkur
– þjóðinni.“
GYLFI
ARNBJÖRNSSON
Ranglega var farið með nafn umboðs-
manns Alþingis í blaðinu í gær.
Umboðsmaður Alþingis heitir Róbert
Spanó.
LEIÐRÉTTING
KJARAMÁL „Það er skilningur
minn að slitastjórnin hafi fulla
heimild til að greiða út laun,“
segir Gylfi Magnússon. Um 100
starfsmenn SPRON fengu ekki
greidd laun 1. júlí. Taldi slita-
stjórn að ekki væri hægt að
greiða út laun þar sem fyrirtæk-
ið hefði aldrei farið í greiðslu-
stöðvun.
„Við sjáum ekki að það sé nein
þörf á lagabreytingum en við
höfum hins vegar ekkert boð vald
yfir slitastjórninni og getum ekki
skipað henni að borga laun. Ef
það er eitthvað annað sem við
gætum gert myndum við hjálpa
með það,“ segir Gylfi.
Að mati Gylfa er sérstaklega
óheppilegt hversu seint tilkynn-
ing slitastjórnarinnar kom um að
hún myndu ekki greiða launin. Sú
tilkynningin kom daginn áður en
greiða átti launin. - vsp
Gylfi Magnússon um SPRON:
Hafa heimild til
útborgunar
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON
Ef samning-
urinn verður
felldur mun
allt annað
stranda, segir
Steingrímur.
Vegna ummæla Kristjáns Möller
samgönguráðherra í Kastljósi á
fimmtudagskvöld er rétt að ítreka
eftirfarandi: Kristján sagði í samtali
við blaðamann Fréttablaðsins síðast-
liðinn miðvikudag að lífeyrissjóðir, þar
á meðal lífeyrissjóðurinn Stapi, hefðu
sýnt áhuga á fjármögnun Vaðlaheiðar-
ganga. Orðrétt sagði ráðherra: „Það er
lífeyrissjóður fyrir norðan sem heitir
Stapi, þeir komu til mín öðru hvoru
megin fljótlega, ég held fyrir áramót
frekar en strax eftir áramót, og lýstu
áhuga á að fjármagna Vaðlaheiðar-
göng ef út í þau er farið.“ Fréttablaðið
áréttar þetta vegna þess að af Kast-
ljóssviðtalinu við ráðherra mátti draga
þá ályktun að frétt Fréttablaðsins af
málinu hefði verið röng.
ÁRÉTTING
BESSASTAÐIR Dorrit Moussaieff for-
setafrú hefur verið stefnt fyrir dóm-
stól í London af nágranna sínum,
innanhússhönnuðinum Tiggy But-
ler.
Samkvæmt frétt Daily Mail um
málið voru málsatvik með þeim
hætti að hinn 23. apríl síðastliðinn
tók að leka vatn úr íbúð Butler í íbúð
Dorritar sem er á næstu hæð fyrir
neðan. Í ákærunni á hendur Dorrit
er því haldið fram að í kjölfar lek-
ans hafi hún farið ólöglega inn í íbúð
Butler ásamt tveimur mönnum og
neitað að yfirgefa íbúðina. Dorrit
var einnig sökuð um að hafa ausið
svívirðingum yfir Butler og hús-
hjálp hennar.
Í stefnunni er að finna fleiri
ásakanir en síðan málið hófst fyrir
nokkru hefur Butler dregið tölu-
vert af ásökunum sínum til baka.
Auk þess hefur Butler verið fyrir-
skipað að greiða áttatíu prósent af
þeim skaða sem vatnslekinn olli á
íbúð Dorritar.
Í samtali við Daily Mail segir
Dorrit að ásakanir Butler eigi sér
ekki neina stoð í raunveruleikan-
um. „Hún hélt því fram að ég hefði
stokkið yfir tveggja metra háan
vegg jafnvel þótt ég hafi verið á
hækjum daginn sem það átti að
hafa gerst,“ segir Dorrit.
Einnig er haft eftir Dorrit í frétt
Daily Mail að margt í lögsókninni
hefði hún ómögulega getað framið
þar sem hún var í útlöndum dag-
ana sem það átti að hafa átt sér
stað. - bþa
Innanhúshönnuður lögsækir Dorrit Moussaieff forsetafrú:
Forsetafrú lögsótt af nágranna
FORSETAHJÓNIN Dorrit Moussaieff
ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta
Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SAMGÖNGUR Á tíu ára tímabili, frá
1999 til 2008, hefði mátt forða 36
banaslysum í umferðinni hefðu
þeir sem létust notað öryggisbelti.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Umferðarstofu.
Umferðarstofa og VÍS boða
til herferðar vegna mikils fjölda
alvarlegra slysa sem hefði mátt
fyrirbyggja með notkun öryggis-
belta. Í tilkynningu segir að enn
sé töluverður hópur fólks sem taki
þá áhættu að ferðast með bílum
án þess að nota beltin. Í herferð-
inni verður bent á að það að lenda
í árekstri á 55 kílómetra hraða án
bílbeltis geti verið svipað og að
falla niður af tíu hæða húsi. - bj
Herferð vegna öryggisbelta:
Beltin hefðu
bjargað lífi 36