Fréttablaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 50
„Það er heiður að reka starfsemi í þessu húsi og okkar
sérhæfing felst í því að allt meðlætið er heimabak-
að, bæði brauð og kökur,“ segir Gauti Árnason mat-
reiðslumaður glaðlega.
Hann og kona hans, Ragnheiður Rafnsdóttir, eiga
og reka Kaffi Tulinius. Ásamt kaffi og öðrum drykkj-
um bjóða þau hjón upp á þjóðlegt meðlæti á borð við
flatkökur með hangikjöti, rúgbrauð með silungi eða
eggi og síld, kleinur og pönnukökur með rjóma, líka
tertur af ýmsu tagi. „Við einbeitum okkur að þessu
íslenska, gamla og góða og fólk tekur því fagnandi,“
segir Gauti. „Sumir líkja komu sinni hingað við kaffi-
boð hjá ömmu.“
Gamlar myndir taka á móti gestum í forstofunni
á Kaffi Tuliniusi og á veggjum veitingasalarins eru
málverk hornfirsku meistaranna Bjarna Guðmunds-
sonar og Höskulds Björnssonar. Í ganginum þar á
milli er svo ljósmyndasýning eftir ungan Hornfirð-
ing, Hlyn Pálmason. „Við erum að reyna að vera
svolítið menningarleg,“ segir Gauti kankvís. „Tókum
þá ákvörðun að vera í stíl við húsið með það sem við
bjóðum upp á, bæði fyrir auga og maga.“ - gun
Eins og að koma í
kaffiboð hjá ömmu
● Nýtt kaffihús var opnað í elsta húsi Hafnar í Hornafirði fyrir skemmstu. Það er skammt frá bryggj-
unni og heitir Kaffi Tulinius eftir kaupmanninum Ottó Tuliniusi sem byggði húsið árið 1897.
Kaffi Tulinius er í elsta húsi Hafnar, sem oft er kallað Kaup-
mannshúsið. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN
Vertarnir Gauti og Ragnheiður einbeita sér að þessu íslenska, gamla og góða. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN
FORTÍÐARÞRÁIN
N authólsvík hefur löngum haft mikið aðdráttarafl fyrir börn jafnt sem fullorðna. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því þessi mynd var tekin í júní árið 1975. Þar sitja tveir drengir í stígvélum á bryggjunni og bíða
spenntir eftir því að taka þátt í siglinganámskeiði. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
4. JÚLÍ 2009 LAUGARDAGUR