Fréttablaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 2
2 4. júlí 2009 LAUGARDAGUR
Víkingur, verðurðu ekki bara
með víkingahjálm við píanóið?
„Jú, ég á einmitt víkingahjálm sem
ég hef lengi ætlað mér að nota við
píanóleik. Núna er gullna tækifærið.“
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari
spilar á vígslutónleikum nýja tónlistar- og
ráðstefnuhússins á mánudag. Gestum
verða afhentir hjálmar, stígvél og varúðar-
gallar við innganginn í öryggisskyni, enda
húsið vart fokhelt.
VIÐSKIPTI Sumarið 2006 höfðu 22 stjórnendur og lykil-
starfsmenn Kaupþings fengið samtals tæplega 23,5
milljarða króna að láni frá bankanum til að kaupa
hlutabréf í bankanum. Þetta kemur fram í lánabók
bankans sem DV birti upplýsingar úr í gær.
Enginn starfsmannanna 22 er starfandi hjá Nýja
Kaupþingi. Sá síðasti til að hætta var Helgi Sigurðs-
son, yfirlögfræðingur bankans. Hann hætti í vik-
unni eftir að DV upplýsti að hann hefði fengið 445
milljóna króna lán til hlutabréfakaupa sumarið
2006.
Hæstu lánin fengu Sigurður Einarsson, fyrrver-
andi stjórnarformaður, og Hreiðar Már Sigurðsson,
fyrrverandi forstjóri. Skuld þeirra við Kaupþing
sumarið 2006 var samtals tæplega 5,4 milljarðar
króna.
Þegar bankarnir hrundu í október í fyrra námu
skuldir 130 starfsmanna við bankann, sem voru til
komnar vegna hlutabréfakaupa í bankanum, sam-
tals rúmlega 47 milljörðum króna.
Stjórn bankans ákvað 25. september síðastliðinn
að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna,
sem við fall bankans námu rúmlega tíu milljörðum
króna. Það hefur þó enn ekki verið gert. Einn af
fyrrverandi hluthöfum bankans hefur kært þá
ákvörðun til sérstaks saksóknara vegna banka-
hrunsins. - bj
Upplýsingar um háar lánveitingar til lykilstarfsmanna Kaupþings í lánabókum:
22 starfsmenn fengu 23,5 milljarða
FENGU MILLJARÐA Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Ein-
arsson skulduðu Kaupþingi um 5,4 milljarða sumarið 2006.
FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Maðurinn
sem lést í
flugslysinu
í Vopnafirði
í fyrrakvöld
hét Hafþór
Hafsteins-
son. Hafþór
var 43 ára,
fæddur 3.
janúar 1966,
til heimilis að Skrúðási 9 í
Garðabæ. Hann lætur eftir sig
eiginkonu og tvö börn.
Hafþór var fyrrverandi for-
stjóri flugfélagsins Atlanta
og hafði undanfarin misseri
gegnt stjórnarformennsku í
félaginu Avion Aircraft Trad-
ing.
Lést í flugslysi
í Vopnafirði
DÓMSMÁL Hæstiréttur stað-
festi í gær úrskurð Héraðsdóms
Reykjavíkur
þess efnis að
húsleit efna-
hagsbrotadeild-
ar Ríkislög-
reglustjóra á
heimili Hann-
esar Smárason-
ar hefði verið
lögmæt.
Hannes fór
fram á að hús-
leit á heimili
hans, sem gerð var 3. júní, yrði
úrskurðuð ólögmæt, og að hald-
lagning gagna sömuleiðis.
Hæstiréttur telur skilyrði fyrir
húsleit og haldlagningu gagna
hafa verið uppfyllt, enda Hann-
es grunaður um refsiverða hátt-
semi. Þar sem Hannes hafi ekki
gert kröfur um að haldlagning á
ákveðnum hluta gagna sem aflað
var yrði dæmd ólögmæt sé kröfu
hans hafnað. - bj
Hæstiréttur staðfestir úrskurð:
Lögmæt húsleit
hjá Hannesi
HANNES
SMÁRASON
REYKJAVÍKURBORG „Þetta er stórmál
fyrir Grafarvogsbúa,“ segir Hanna
Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri
um nýjan samning um aukna notkun
Reykjavíkurborgar á Egilshöll.
Samningnum sem samþykktur var
í borgarráði á fimmtudag og er til
eins árs er ætlað að tryggja áfram-
haldandi rekstur Egilshallar sem
var kominn í þrot í höndum dóttur-
félags Nýsis, Borgarhallarinnar hf.
Höllin er nú í höndum Landsbank-
ans. Borgin greiðir 172 milljón-
ir króna fyrir viðbótarleiguna. Sú
upphæð er í raun inneign borgar-
innar hjá Borgarhöllinni vegna van-
greiddra fasteignaskatta upp á 145
milljónir og ógreiddra 27 milljóna
króna afborgana af lóðarkaupum.
Hanna Birna segir mikið óöryggi
hafa verið með rekstur Egilshallar
auk þess sem frágangur í og við
húsið hafa verið óviðunandi. „Menn
hafa verið að kvarta undan aðgengi
en nú verður það lagað,“ segir
borgar stjóri.
Meðal þess sem samningum er
ætlað að festa í sessi er íþrótta-
starfsemi fyrir börn og unglinga
og frístundaheimili fyrir fötluð
grunnskólabörn. Þess utan flytur
Ungmennafélagið Fjölnir hluta sinn-
ar starfsemi í Egilshöll en á móti
sleppur borgin undan fyrri samn-
ingi um aðra uppbyggingu fyrir
íþróttafélagið. Nýta á húsið betur
fyrir knattspyrnuæfingar, skauta,
fimleika, bardagaíþróttir og frjáls-
ar íþróttir.
Fulltrúar minnihlutans í borgar-
ráði gerðu ýmsar athugasemdir
við samninginn. „Borgarstjórnar-
flokkur F-listans varar við því að
háum fjárhæðum sé varið úr vasa
almennings til að leiðrétta óráðsíu
einkaaðila,“ bókaði áheyrnarfulltrú-
inn Ólafur F. Magnússon.
Dagur B. Eggertsson og Björk
Vilhelmsdóttir, borgarráðsfulltrú-
ar Samfylkingar, og Þorleifur Gunn-
laugsson úr Vinstri grænum sögð-
ust gera fyrirvara við að fjárhag
Reykjavíkur væri best borgið með
því að „festast inni í stórhækkuðum
húsaleigusamningi við Egilshöll til
eins árs“.
Á móti sögðu fulltrúar meirihluta
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks að niðurstaðan væri hagfelld
fyrir borgina. Að auki væri gert ráð
fyrir því að síðar á þessu ári verði
farið yfir rekstur og afnot af Egils-
höllinni til næstu ára.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri
grænna lögðu síðan til að skoðuð
yrði reynsla borgarinnar og ann-
arra sveitarfélaga af verkefnum í
einkaframkvæmd og svokölluð-
um félagaframkvæmdum. „Þannig
verði leitast við að leggja mat á
heildarkostnað vegna framkvæmda
í einkaframkvæmd annarsvegar og
eiginframkvæmd borgarinnar hins-
vegar,“ sagði í tillögu minnihlutans
sem borgarráð samþykkti.
gar@frettabladid.is
Borgin bjargar rekstri
sökkvandi Egilshallar
Óvissu er eytt með 172 milljóna króna viðbótarleigusamningi um afnot af Egils-
höll, segir borgarstjóri. Almenningur borgar óráðsíu einkaðila, segir Ólafur F.
Magnússon. Borgarráð samþykkti að kanna reynsluna af einkaframkvæmdum.
ÍRAN Réttað verður yfir tveimur
starfsmönnum breska sendiráðs-
ins í Teheran í Íran, sem voru
handteknir í síðustu viku. Starfs-
mennirnir voru sakaðir um aðild
að mótmælum vegna forsetakosn-
inganna í Íran í síðasta mánuði.
Þetta kemur fram á fréttavef
BBC.
Níu starfsmenn í sendiráðinu
voru handteknir og sakaðir um
að skipuleggja mótmælin, sem
yfirvöld líta á sem ólögleg. Að
sögn fulltrúa breskra stjórnvalda
hefur öllum starfsmönnunum
verið sleppt, utan þeirra tveggja
sem réttað verður yfir. Þeir munu
vera íranskir ríkisborgarar. - kg
Mótmælin í Íran:
Réttað yfir
starfsmönnum
DÓMSMÁL Skipaður verður sérstak-
ur ríkissaksóknari sem taka mun
við öllum störfum ríkissaksóknara
sem tengjast á einhvern hátt banka-
hruninu, verði frumvarp dómsmála-
ráðherra sem rætt var á Alþingi í
gær að lögum.
Samkvæmt frumvarpinu mun
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur
saksóknari vegna bankahruns-
ins, heyra undir sérstakan ríkis-
saksóknara. Þar með er ætlunin
að taka alveg fyrir aðkomu Valtýs
Sigurðssonar ríkissaksóknara að
málum tengdum bankahruninu, en
hann hefur lýst sig vanhæfan í þeim
málum vegna starfa sonar síns sem
annar forstjóra Exista.
Í frumvarpinu er einnig lagt til
að embætti sérstaks saksóknara
verði „stóreflt“ frá því sem nú er.
Bætt verður við þremur saksókn-
urum, sem heyra munu undir sér-
stakan saksóknara. Þeir munu hafa
sjálfstætt ákæruvald og taka sjálf-
ir ákvarðanir um ákærur. Verði
frumvarpið að lögum munu útgjöld
ríkisins hækka um 43 milljónir
króna á ári, samkvæmt fjárlaga-
skrifstofu fjármálaráðuneytisins.
Ragna Árnadóttir dómsmálaráð-
herra mælti fyrir frumvarpinu á
Alþingi í gær. Í máli ráðherra kom
fram að hugmyndir væru uppi um
að fjölga verulega í starfsliði sér-
staks saksóknara. Í stað um tuttugu
starfsmanna nú verði þeir 36 tals-
ins; fjórir saksóknarar, fjórtán lög-
fræðingar, tólf lögreglumenn og
fjórir endurskoðendur, auk tveggja
annarra starfsmanna. - bj
Alþingi fjallar um styrkingu embættis sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins:
Skipa saksóknara í stað Valtýs
STYRKING Hugsanlegt er að starfs-
mönnum sérstaks saksóknara vegna
bankahrunsins verði fjölgað í 36.
HANNA BIRNA
KRISTJÁNSDÓTTIR
ÓLAFUR F.
MAGNÚSSON
ÞORLEIFUR
GUNNLAUGSSON
DAGUR B.
EGGERTSSON
EGILSHÖLL
Aðkoman að
þessu stóra
fjölnotahúsi hefur
lengi verið gestum
þess þyrnir í
augum. Bæta á úr
þessu fyrir haustið.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000
Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
VIÐSKIPTI Útilokað er að starfs-
menn Kaupþings þurfi að greiða
tekjuskatt vegna niðurfelling-
ar persónulegra ábyrða. Þetta
er mat skattasérfræðinga sem
Kaupþing hefur ráðfært sig við.
Helgi Sigurðsson fyrrverandi
lögfræðingur hjá Nýja Kaupþingi
greinir frá þessu í aðsendri grein
sem birt er í Fréttablaðinu í dag.
Helgi segir að skattgreiðslur
hljóti meðal annars að taka mið
af auðgun starfsmanna og því
endurgjaldi sem fólst í sölubanni
hlutabréfa í Kaupþingi. Hann
segir að bannið hafi komið í veg
fyrir að starfsmenn hafi getað
forðað sér frá tjóni.
-bþa / sjá síðu 20
Hlutabréfalán Kaupþings:
Útiloka borgun
tekjuskatts
BANDARÍKIN, AP Sarah Palin, fyrr-
verandi varaforsetaefni banda-
ríska Repúblikanaflokksins, til-
kynnti í gær
að hún hygðist
hætta sem ríkis-
stjóri Alaska í
lok júlí. Ákvörð-
un Palin þykir
koma á óvart og
benda til þess
að hún hygg-
ist einbeita sér
að því að hljóta
útnefningu repúblíkana í forseta-
kosningunum árið 2012.
Palin sagði í gær að þar sem hún
hefði ákveðið að gefa ekki kost á
sér sem ríkisstjóri í kosningum
árið 2010 væri það best fyrir íbúa
Alaska að hún viki strax.
Sean Parnell, sem verið hefur
aðstoðarríkisstjóri Alaska, mun
gegna ríkisstjóraembættinu fram
að kosningum. - bj
Palin hættir sem ríkisstjóri:
Orðuð við for-
setaframboð
SARAH PALIN
SPURNING DAGSINS