Fréttablaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 4. júlí 2009 19 UMRÆÐAN Karl V. Matthíasson skrifar um ölvunar- akstur Í hvert sinn sem við leggjum af stað út í umferðina ætlum við hvorki að lenda í óhappi né slysi og sem betur fer komumst við oftast heil heim. En stundum er það ekki svo því að fjöldi fólks lendir í alvarleg- um umferðarslysum. Aftur og aftur erum við minnt á að spenna beltin, virða reglur um hámarkshraða, nota ekki farsíma undir stýri, gefa stefnuljós og vera meðvituð um aksturs- skilyrði, svo sem veðurlag, gerð vegar og fleira. Einn er sá þáttur sem mig langar að víkja hér að en það er ölvunarakstur. Gott er að rifja upp að upphafleg merking orðsins ölvaður er: Sá sem er undir áhrifum öls. Það er sannað mál að ölvunarakstur veldur fjölda umferðarslysa. Allir ættu að hafa þá reglu í heiðri að stýra ekki neinu ökutæki eftir að hafa drukkið áfengi eða neytt einhvers konar fíkniefna. Það sama gildir um fráhvörfin. Sá sem er timbraður eða á „niðurtúr“ getur einnig verið stórhættulegur í umferðinni. Á þessum tíma fara margir í frí og sumir fá sér í glas. Einn bjór eða tvo og stundum létt vín með matn- um. Í þessum drykkjum er alkóhól, en það slævir dómgreind, viðbragðsflýti og skynjun alla. Alkóhól hefur komið við sögu margra umferðarslysa. Í sumum tilvikum vegna þess að Bakkus hafði alger- lega tekið völdin, en í öðrum út af því að viðkom- andi trúði þeirri reginfirru að allt í lagi væri að aka eftir að hafa drukkið „smávegis“ léttvín eða bjór. Til eru þeir sem halda því fram að hvers konar ölvunar- akstur einstaklings sé vísbending um að hann ætti að hafa samband við Vog. Þeir sem fá boð í fínan kokteil, opnun við- burðar, mikilvæga móttöku eða þvíumlíkt ættu að gæta þess að fá sér óáfenga drykki ef þeir eru á bílnum. En ef þeim finnst brýna nauðsyn og kurteisi bera til þess að fá sér áfengan drykk svona til samlætis þá hvet ég viðkomandi til að skilja bílinn eftir og taka leigubíl eða ganga heim. Stundum ber við að fólk fari upp í bíl hjá ökumanni sem hefur neytt alkóhóls eða ann- arra vímugjafa. Slíkt er lögbrot. Því miður eru þess dæmi að nánir aðstandendur eða vinir láti undan frekju og jafnvel hótunum drukkins ökumanns og þegið far í stað þess að kæra verknaðinn. Það er misskilin ást að líða sínum nánustu ölvunarakstur. Lögreglan hefur í mörgum tilvikum komið í veg fyrir slys með því að taka ökumenn sem eru undir áhrifum úr umferð. Ökumaður sem staðinn er að ölvunarakstri verður fyrir áfalli, niðurbroti og skömm. Hann hefur jú framið alvarlegt lögbrot og hlýtur fyrir það þungar sektir. Áttum okkur á því að ölvunarakstur er alvörumál og það verður aldrei aftur tekið ef sá sem ekur ölvaður veldur slysi. Við þekkjum það mörg hvað lífið getur breyst á svipstundu, hvernig dagur sem átti að gefa okkur „vort daglegt brauð“ varð skelfilegur örlagadagur og í sumum tilvikum af því að einhver fékk sér „aðeins einn“ og lagði þannig af stað út í umferðina. Ökum aldrei undir áhrifum áfengis eða annarra fíkniefna. Höfundur er vímuvarnaprestur og formaður Umferðarráðs. Fáeinir sopar eyðileggja allt UMRÆÐAN Bergþóra Snæ- björnsdóttir skrifar um kjör námsfólks Mannkynið hefur í gegnum aldirn- ar verið óþreytandi við að spinna upp og segja sögur af ofurhetjum – fólki með ofurmann- lega eiginleika. Gunn- ar á Hlíðarenda átti að geta hopp- að mannhæðir í herklæðum, Jesús var sagður geta breytt vatni í vín og hver hefur ekki heyrt um Súper- mann sem er allt í senn sætur, sterkur og getur flogið. Og nú virð- ist sem íslenskum námsmönnum sé ætlað að slást í hóp með ódauðleg- um hetjum heimsins. Fyrir skömmu voru undirritað- ar nýjar úthlutunarreglur LÍN þar sem kveðið er á um að framfærsla námsmanna verði ekki hækkuð um krónu. Framfærslan, 100.600 kr., er þriðjungi lægri en atvinnuleysis- bætur og töluvert undir fátæktar- mörkum (miðað við miðgildi tekna í árslok 2008). Stúdentar eiga því að lifa á sömu framfærslu og áætl- að var að þeir gætu skrimt á í árs- byrjun 2008. Síðan þá hefur mat- arkarfan hækkað um 30%, verð á fatnaði og skótaui um tæp 23%, á húsgögnum hefur orðið um 24% hækkun og allt hækkar þetta enn. Leiga á stúdentagörðum hækkar í samræmi við vísitölu og hefur því hækkað um tæp 12%. Til að kóróna þetta allt saman er svo ekkert tillit tekið til breyttra atvinnuaðstæðna í hinum nýju úthlutunarreglum en þar er gert ráð fyrir að meðalstúd- ent hafi um eina milljón króna í árstekjur. Nokkuð bjartsýn spá það í þessu árferði. Ætli einhver sér að lifa á þeirri upphæð sem stúdent- ar fá í framfærslulán verður við- komandi hreinlega að geta mett- að sjálfan sig og alla fjölskylduna með örfáum rúnstykkjum og tveim- ur silungum á mánuði. Segjum sem svo að Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra hygð- ist leggja stund á B.A.-nám í kín- versku í haust. Segjum einnig að hún fengi fulla framfærslu upp á 100.600 kr. frá LÍN (þar með hunds- um við alla tekjuskerðingu) og að hún þyrfti ekki að borga bönkunum kostnað við vexti af framfærslulán- um. Jóhanna er stálheppin stúdína og kemst að á stúdentagörðum í Skuggagörðum þar sem leigan er 68.323 krónur. Það þýðir að eftir húsaleigubætur á Jóhanna 50.000 krónur þann mánuðinn. LÍN miðar við að fæði fyrir einstakling kosti um 895 krónur á dag eða um 28.000 krónur á mánuði. Til samanburðar má nefna að kostnaður fæðis fyrir hvern fanga á Íslandi var ríflega 1.600 krónur á dag síðastliðið ár og er stúdent því helmingi spar- neytnari en einstaklingur í fang- elsismötuneyti samkvæmt reikni- líkani LÍN. Í mötuneyti HÍ kostar heit máltíð um 650 krónur og því ætti Jóhanna einungis 250 krónur eftir fyrir mat þann daginn. Hún yrði að koma með nesti daglega en það yrði að vera sparlegt þar sem ódýrasta matarkarfan kostar nú um 14.000 krónur og fer hækk- andi. Tækist Jóhönnu að halda sig við hina ótrúlegu matarviðmið LÍN ætti hún um 22.000 krónur eftir til afnota. Útgjöld vegna bókakostnað- ar í kínversku, ritfanga og skrán- ingargjalda eru um 8.750 krónur á mánuði á haustönn. Þá á hún eftir 13.250 krónur á mánuði. Jóhanna tekur ætíð strætó en þar sem skrúf- að hefur verið fyrir Frítt í strætó verkefnið er líklegt er að hún borgi 15.000 krónur á ári eða 1.667 kr. á mánuði í strætókort. Eftir mánað- arleg útgjöld standa því eftir heil- ar 11.583 krónur sem Jóhanna getur notað í lækniskostnað, fatn- að, menningu og annað til- fallandi á mánuði. Höfum hugfast að Jóhanna þarf ekki að taka yfirdráttarlán hjá bönkunum auk þess að fá full framfærslulán sem nánast enginn fær. Námsmenn eru stór og fjölbreyttur hópur fólks á öllum aldri með mismun- andi sögur og byrðar að bera. Oft er okkur sagt að það sé bara rómantískt að vera blankur á námsárun- um. Þeir sem það segja eru tæp- lega að reyna að lifa af þeim náms- lánum sem námsmönnum standa til boða í dag. Það er nefnilega ekkert rómantískt við að þurfa að steypa sér í skuldasúpu án nokkurs starfs- öryggis að námi loknu. Það er ekk- ert rómantískt við að skrimta undir fátæktarmörkum. Sama hvaða sam- félagshóp maður tilheyrir. Blákald- ur veruleikinn er sá að verði ekkert að gert á næstunni til að koma til móts við námsmenn verður mennt- un að forréttindum þeirra fáu og útvöldu sem búa yfir ofurkröftum – eða hafa verulega loðna vasa! Höfundur er oddviti Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Eru bara menn … KARL V. MATTHÍASSONBERGÞÓRA SNÆBJÖRNSDÓTTIR Auglýsingasími – Mest lesið Taktu flugið! A-hluti samkeppninnar er ætlaður fagfólki og öðrum sem uppfylla tiltekin skilyrði og er í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. B-hluti samkeppninnar er ætlaður almenningi án nokkurra skilyrða um efni, form eða framsetningu hugmynda. Farið nú á flug og skilið okkur hugmyndum í skrifuðum texta, með teikningu, ljósmynd eða jafnvel í ljóði ef svo ber undir! Aðalatriðið er að láta hugann reika þannig að Gamla höfnin fái að njóta þess. • Heildarverðlaun verða fjórtán milljónir króna, þar af tvær milljónir króna fyrir hugmyndir almennings í B-hluta samkeppninnar. • Samkeppnislýsingu má nálgast á faxafloahafnir.is og á ai.is. • Frestur til að skila tillögum rennur út 6. október 2009. • Dómnefnd birtir niðurstöður sínar í lok nóvember 2009. Stjórn Faxaflóahafna sf. kallar eftir hugmyndum frá almenningi til að leggja í púkk í samkeppni sem stendur yfir um heildarskipulag Gömlu hafnarinnar og Örfiriseyjar í Reykjavík. Hugmyndaflug yfir Gömlu höfnina A T H Y G L I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.