Fréttablaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 18
18 4. júlí 2009 LAUGARDAGUR
UMRÆÐAN
Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um
borgarmálin
Nú er tæpt ár til borgarstjórnarkosn-inga. Ekki verður annað sagt en að
kjörtímabilið hafi verið býsna skrautlegt.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur
mynduðu meirihluta eftir kosningar og
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson varð borgar-
stjóri. Teknar voru upp nýjar úthlutunar-
reglur lóða, til að kynda undir lóðasölu og
framkvæmdum í Reykjavík. Borgin seldi
hlut sinn í Landsvirkjun á undirverði, án þess
að losa borgina undan ábyrgðum á lánum Lands-
virkjunar og Orkuveitan keypti hlut í Hitaveitu
Suðurnesja á yfirverði.
Bjórkælir var bannaður í ÁTVR í Austurstræti
en að öðru leyti réði frjálshyggjan ríkjum og hug-
myndum um fyrirtækjarekna leikskóla, Glitnis
og Kaupþings leikskóla, var hampað auk þess sem
tillaga um hlutafélagavæðingu Orkuveitunnar leit
dagsins ljós. Það var svo REI málið sem sprengdi
fyrsta meirihluta kjörtímabilsins.
Fyrsta sprengjan
REI málið olli stigvaxandi vandlætingu, eftir því
sem kvarnaðist úr þeirri glansmynd sem fulltrúar
meirihlutans í stjórn REI drógu upp af samruna
REI og GGE, en stærsti eigandi GGE var FL-
Group. Endalok fyrsta meirihluta kjörtímabilsins
urðu þegar sundurtættur borgarstjórnarflokkur
Sjálfstæðisflokksins boðaði til blaðamannafundar
eftir 3 tíma sáttafund með sjálfum sér. Þar var til-
kynnt um þá niðurstöðu að Orkuveitan ætti alfarið
að selja REI, með 20 ára einkaréttarsamningi en
GGE hefði þá notið forkaupsréttar.
Sjálfstæðismönnum láðist að bera þessa niður-
stöðu undir samstarfsflokkinn, sem ekki vildi
ganga að þessum afarkostum og því var samstarf-
inu slitið og vinstri meirihluti myndaður. Dagur B.
Eggertsson varð borgarstjóri. Í tíð hundrað daga
meirihlutans var skipaður þverpólitískur stýri-
hópur borgarráðs til að fara ofan í saumana á REI-
málinu. Þar var öllum steinum velt, í ljósi þeirra
upplýsinga sem fram komu var samrunanum rift.
Undið var ofan af hugmyndum fyrri meirihluta
um einkavæðingu á grunnþjónustu og átak gert í
starfsmannamálum borgarinnar en á þeim tíma
glímdi borgin við mikla manneklu.
Óforskömmuð valdagræðgi
Þetta samstarf gekk ljómandi vel þar til sjálf-
stæðis menn nörruðu Ólaf F. Magnússon, sem
var þá nýkominn til starfa eftir veikindaleyfi, úr
samstarfinu með því að lofa honum borgarstjóra-
stólnum og uppkaupum á húsunum við Laugaveg
4 og 6. Þannig voru rúmar 500 milljónir af skattfé
Reykvíkinga notaðar til að kaupa hús, sem algjör
óþarfi var að kaupa, þar sem til stóð að friða þau
eins og þáverandi menntamálaráðherra
lýsti yfir. Einnig er ljóst að afdráttarlaus
yfirlýsing um að borgin ætlaði að kaupa
húsin og að á því byggðist heilt meiri-
hlutasamstarf hækkaði verð húsanna til
mikilla muna.
Þetta samstarf Ólafs F. og sjálfstæðis-
manna var ekki farsælt enda var ljóst
strax í upphafi að sjálfstæðismenn voru
tilbúnir að fórna því fyrir hvaða annan
flokk sem opnaði á samstarf.
Ekki leið á löngu þar til valdagræðgi
Framsóknar losaði sjálfstæðismenn úr
snörunni og núverandi meirihluti tók við.
Hann kostaði borgarbúa líka sitt eða um milljarð
í viðbótargreiðslur umfram samninga til verktaka.
Fyrir skemmstu lak svo út að stjórn Gagnaveitu
Reykjavíkur hefði látið vinna fyrir sig skýrslu þar
sem fram koma hugmyndir um einkavæðingu á
Gagnaveitunni, meirihlutinn sver af sér áform um
sölu og lætur sem ráðgjafinn hafi óumbeðið viðrað
þessar hugmyndir. Rétt er að taka fram að minni-
hlutinn á ekki fulltrúa í stjórn Gagnaveitunnar,
ekki frekar en hann átti í stjórn REI, í aðdraganda
REI málsins.
Þó að ýmislegt hafi gengið á í borginni hefur
„Hrunið“ tekið athyglina frá borgarmálum undan-
farið, auk þess sem styttast fer í kosningar og eina
von sjálfstæðismanna í borginni er að treysta á
gleymsku kjósenda.
Nýtt leikrit
Því hafa þau sig hæg núna, gera sem allra minnst
og bæla niður sundurlyndið í eigin röðum. Þeim er
tíðrætt um gott samstarf við minnihlutann, sátt og
samstöðu.
Þetta er nú samt sami Sjálfstæðisflokkur og
ætlaði að afhenda FL-Group hlut Orkuveitunnar
í REI, einkavæða leikskóla og er enn í laumi að
láta kanna einkavæðingarmöguleika. Þetta er
sami Sjálfstæðisflokkur og hefur látið borgar-
búa borga á annan milljarð fyrir tvo meirihluta
til að halda völdum. Sami Sjálfstæðisflokkur og
hefur með óvönduðum vinnubrögðum sprengt
þrjá meirihluta á þessu kjörtímabili. Það er til
marks um flærð borgarstjórnarflokks Sjálfstæð-
isflokksins að fyrstu varamenn einmennings-
flokkanna F-listans og Framsóknar hafa neitað,
samvisku sinnar vegna, að taka þátt í meirihluta
með borgarstjórnar flokki sjálfstæðismanna. Hafa
fremur kosið að segja sig úr flokkunum og ganga í
Samfylkinguna.
Brosandi og í lopapeysu býður Sjálfstæðis-
flokkurinn nú upp á nýtt leikrit. Þau halda að
sér höndum, forðast erfiðar ákvarðanir og segj-
ast vera breytt, í þeirri von að kjósendur gleymi
hremmingum kjörtímabilsins, sem allar hafa
verið í boði Sjálfstæðisflokksins. Því má ekki
gleyma, þeim er ekki treystandi.
Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Friður í borginni?
UMRÆÐAN
Einar Magnús Magnússon
og Ragnheiður Davíðsdóttir
skrifa um notkun bílbelta
Umferðarstofa og VÍS hafa hrint af stað auglýsingaherferð sem
heitir „Notum bílbeltin – alltaf“.
Maður myndi halda að það þyrfti
ekki að brýna fyrir fólki að hafa
öryggisbeltin ávallt spennt, en þó
sýna rannsóknir að það hefði mátt
forða að minnsta kosti 20% allra
þeirra sem létu lífið í umferðar-
slysum á árunum 1999 til 2008
frá dauða ef þeir hefðu einfald-
lega notað öryggisbelti. Um er að
ræða 36 mannslíf. Þá er ekki tal-
inn með allur sá fjöldi einstakl-
inga sem voru án bílbelta og slös-
uðust alvarlega á sama tímabili.
Þeir voru samtals 235 og margir
þeirra lifa við ævarandi örkuml
vegna þess eins að öryggisbelti
var ekki notað.
Tiltölulega fáir nota almennt
ekki öryggisbelti. Þeir eru hins
vegar í mikilli lífshættu. Marg-
falt sinnum meiri en þeir sem nota
öryggisbeltin. Í einhverjum tilfell-
um er um hugsanaleysi að ræða en
í öðrum tilfellum er það meðvit-
uð ákvörðun að nota ekki bílbelti.
Ákvörðun sem studd er vægast
sagt hæpnum rökum. Við skulum
skoða það aðeins nánar.
Ég er að fara svo stutt. Það kann-
ast vel flestir ökumenn við þessa
hugsun. Staðreyndin er hinsvegar
sú að flest umferðarslys eiga sér
stað innan við 3 km frá upphafstað
ökuferðar.
Ég fer svo hægt. Árið 2005 lenti
24 ára maður í árekstri við bíl
sem kom úr gagnstæðri átt. Báðir
bílarnir voru á innan við 50 km/
hraða. Ungi maðurinn sem yfir-
leitt notar öryggisbelti sleppti því
í þetta skipti – hann var að fara
svo stutt. Eftir áreksturinn var
hann í lífshættu í nokkra daga.
Ósæð rifnaði og mjaðmagrindin
brotnaði mjög illa. Hann er 75%
öryrki í dag. Í hinum bílnum var
20 ára kona sem slasaðist nán-
ast ekkert. Bíllinn hennar var á
innan við 50 km hraða og hún var
í öryggisbelti. Þetta er aðeins eitt
dæmi af fjöldamörgum sem vitna
um nauðsyn þess að nota öryggis-
belti.
Ég vil geta kastað mér út ef
bíllinn steypist fram af veginum.
Þessi röksemd stenst ekki nema
ekið sé löturhægt og jafnvel í þeim
tilfellum er það vart á færi annars
en Íþróttaálfsins að henda sér út.
Ef bíll veltur niður fjallshlíð þá er
í flestum tilfellum betra að maður
sé inni í honum í stað þess að kast-
ast út með ógnarkrafti. Þeir kraft-
ar valda í flestum tilfellum lim-
lestingum, örkumli og dauða auk
þess sem mörg dæmi eru þess að
viðkomandi lendir undir bílnum á
leið niður.
Ég er miklu fljótari að koma
mér út úr bílnum ef hann sekkur í
sjó. Ef bíll steypist til dæmis fram
af bryggju og út í sjó og þeir sem í
honum eru nota ekki öryggis belti
þá eru allar líkur á því að þeir
missi meðvitund vegna höggsins
sem verður við það að ökutækið
skellur á haffletinum. Menn ná
ekki að halda sér eða koma hönd-
um fyrir sig við slíkt högg. Ekki
einu sinni Íþróttaálfurinn. Með-
vitundarlaus mun viðkomandi
síðan tapa dýrmætum tíma sem
hægt væri að nota í að smella
beltinu af sér og koma sér út.
Þeir einstaklingar sem verja
ákvörðun sína um að nota ekki
öryggisbelti með fyrrnefndum
röksemdum hafa greinilega ekki
lesið rannsóknir sem gerðar hafa
verið á árangri og mikil vægi
öryggisbelta. Þeir hafa ekki séð
allan þann fjölda slysaskýrslna
sem eru til vitnis um það að
öryggisbeltin skipta sköpum.
Þótt hægt sé að finna örfá til-
felli þar sem hugsanlega myndi
borga sig að nota ekki öryggis-
belti þá er ekki mikil skynsemi
í því að láta þau örfáu tilfelli
leiða til þess að öryggisbeltum
er sleppt. Það væri líkast því að
nota ekki björgunarvesti við sigl-
ingar vegna þess að maður óttast
að reka einhverstaðar á land þar
sem hugsanlega er mannýgt naut
sem gæti laðast að rauðum lit
björgunarvestisins. Hafðu skyn-
semina með í för og notaðu bíl-
beltin – alltaf.
Einar Magnús er verkefnastjóri
umferðaráróðurs og fjölmiðlunar
hjá Umferðarstofu. Ragnheiður er
yfirmaður forvarna hjá VÍS.
Bjarga hefði mátt 36 mannslífum
EINAR MAGNÚS
MAGNÚSSON
RAGNHEIÐUR
DAVÍÐSDÓTTIR
SIGRÚN ELSA
SMÁRADÓTTIR