Fréttablaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 34
●inni&úti6
Stefán Svan situr við eldhúsborðið heima hjá sér á Þórsgötunni og vinnur í tölvunni. Í kringum hann má sjá marga af þeim fjöl-
mörgu hlutum sem hann hefur sankað að sér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Í notalegri risíbúð á Þórsgötunni
hefur fatahönnuðurinn og náms-
maðurinn Stefán Svan Aðalheiðar-
son hreiðrað um sig. „Ég keypti
þessa íbúð fyrir fjórum árum
og sé ekki eftir því, enda hefur
alla tíð verið afar góður andi
hérna,“ segir Stefán. Hann hefur
þó gert andann enn betri og íbúð-
ina smám saman að sinni. „Ég er
búinn að skipta ýmsu út. Meðal
annars er ég búinn að setja upp
nýja eldhúsinnréttingu og skipta
um gólfefni. Íbúðin var sko ekki
svona smart þegar ég keypti
hana,“ segir Stefán og hlær eins
og marbendill.
Þrátt fyrir að hafa gert tölu-
verðar endurbætur á heimilinu
féll Stefán ekki í minímalísku
2007-gryfjuna heldur er íbúðin
persónuleg og litrík. Svana hópur
í glugganum vekur strax athygli
gestsins. „Ég er sjúkur í svani,
enda er ég sjálfur svanur. Svo
finnst mér þeir bara svo fallegir.
Nú eru mínir nánustu farnir að
gefa mér svani við öll tækifæri
svo ég á vonandi eftir að eiga þús-
und stykki þegar ég verð gamall
maður.“
Og dýrgripirnir eru fleiri á
heimili Stefáns. Veggina prýða
listaverk eftir vini hans og svo
á hann tvo forláta eldhússtóla
sem koma úr búi ekki ómerkari
manns en Vilhjálms Vilhjálms-
sonar tónlistarmanns. „Vilhjálm-
ur leigði íbúð af manneskju sem
tengist mér og skildi þessa stóla
eftir þegar hann fór. Svo enduðu
þeir hjá mér og mér þykir voða-
lega vænt um þá.“
Stefán líkir lífinu á Þórsgöt-
unni við það að búa í litlu þorpi
úti á landi. „Hér í götunni þekkja
allir alla. Allir eru vinalegir
og góðir hver við annan. Svo er
gatan svo róleg að maður gleymir
því næstum að maður búi alveg í
miðbænum.“ - hhs
Svanir, mörgæsir og
hreindýr í stofunni
● Stefán Svan Aðalheiðarson, fatahönnuður, starfsmaður í GK og áhugamaður um svani,
býr í lítilli og fallegri risíbúð á Þórsgötunni í miðbæ Reykjavíkur.
Ís eftir
myndlistar-
konuna Söru
Riel.
Græna ljósabarnið lýsir upp
skenkinn og af því stafar
fagurgrænni birtu.
Það fer vel um
svaninn og
bambann.
Stefán heldur mikið upp á
bambusstólinn í stofunni,
þrátt fyrir að vinum hans
þyki hann ljótur.
Stefán Svan elskar svani.
4. JÚLÍ 2009 LAUGARDAGUR