Fréttablaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 35
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Það stendur til að fara upp í Húsa-
fell þar sem við konan mín eigum
sumarbústað sem við byggðum á
gamals aldri. Við fengum lítinn
skika og byggðum bústað í mjög
notalegu rjóðri. Þar er yndislegt
að vera auk þess sem svæðið býður
upp á mikla útivist,“ segir Valdi-
mar Örnólfsson íþróttafrömuður
um helgarplön sín.
Þó að ferðin í Húsafell sé til-
hlökkunarefni vill hann þó held-
ur segja frá því sem hann ætlar
að gera næstu helgi. „Þá ætla ég
í Kerlingarfjöll að fylgjast með
starfseminni þar og líta eftir
gamla skíðaskólanum mínum sem
er nú hættur,“ segir Valdimar sem
rak ásamt fleirum geysivinsælan
skíðaskóla í Kerlingarfjöllum í
fjöldamörg ár sem lognaðist út af
vegna snjóleysis. Hann á þó enn
lítið hús í fjöllunum þar sem hann
dvelur annað veifið með konu sinni
og fjölskyldu. „Húsið heitir Valda-
stóll og vísar bæði til nafnsins
míns og kannski þeirrar stöðu sem
ég gegndi hér áður sem skólastjóri
skíðaskólans,“ segir Valdimar glað-
lega. Hann segir gaman að fylgjast
áfram með þróun og uppbyggingu
svæðisins. „Nú er til dæmis verið
að setja nýja rafstöð eða vatnsafls-
stöð í staðinn fyrir þá gömlu. Það
eru mikil forréttindi fyrir staðinn
að geta unnið rafmagn úr bæjar-
læknum,“ segir Valdimar, sem
rak skíðaskólann frá árinu 1963
og var aðstaðan byggð upp hægt
og rólega. Í upphafi var þar aðeins
gamli skáli Ferðafélags Íslands
en með tímanum voru byggð ein
sautján hús í Kerlingarfjöllum
sem mynda nokkurs konar smá-
þorp inni á miðju hálendi.
„Skólinn starfaði allt til ársins
2000 og flest sumrin var maður
þarna því sem næst allan tímann,
frá júníbyrjun til ágústloka,“ segir
Valdimar, sem telur að um fimmtíu
þúsund manns hafi lært á skíði í
skólanum á þessum fjörutíu árum.
„Það er ekki lítið innlegg í heilsu-
ræktarsjóð þjóðarinnar,“ segir
Valdimar, sem á enn dálítinn hlut í
fyrirtækinu sem sér um starfsem-
ina í dag. „Ég styð það eins vel og
ég get en annars eru það ungir og
drifmiklir menn sem eru að byggja
þetta upp.“
Inntur eftir því hvað hann geri
sér til dundurs í fjöllunum svar-
ar hann: „Þá fer ég í fjöllin og hef
skíðin með mér, labba eins hátt og
ég get og renni mér og hef svaka-
lega gaman af. Svo er ég í stöðugu
sambandi við túristana, rabba við
þá og syng kannski með þeim á
kvöldin,“ segir Valdimar og bætir
við að sér þyki Kerlingarfjöllin
einhver dýrðlegasti staður á jörð-
inni. solveig@frettabladid.is
Dýrðarstaður jarðar
Valdimar Örnólfsson nýtur náttúrunnar í Húsafelli um helgina en næstu helgi stefnir hann upp á hálendið,
nánar tiltekið í Kerlingarfjöll þar sem hann ætlar að dvelja ásamt fjölskyldu sinni í húsinu Valdastól.
Valdimar á margar góðar stundir í garðinum sínum. Um helgina ræktar hann annan garð við sumarbústað sinn í Húsafelli.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
VOLCANO OPEN -golfmótið stendur yfir í Vest-
mannaeyjum þessa dagana. Um 240 kylfingar taka
þátt í mótinu, sem er eitt það stærsta á landinu. Í
Eyjum stendur einnig yfir Goslokahátíð um helgina þar
sem margt er um að vera.
SUMARHÚS OG FERÐALÖG
Gaskæliskápar 100 og 180 lítra
Gashellur
Sólarrafhlöður og fylgihlutir. 10-80w
Coolmatic 12v
ísskápar m/ kælipressu
Gas vatnshitarar
5 - 14 l/mín Kælibox
gas/12v/230v
Gas eldavélar
og helluborð
Sólarrafhlöður fyrir
húsbíla og fellihýsi.
Þunnar 75 - 130w
B Reykja k Opið virka daga frá kl. 8.15 til 17.30
Gasofn
Gashelluborð
Olíuofn
Dúnmjúkar
BRÚÐARGJAFIR
Laugavegi 176
Sími 533 2220
www.lindesign.is
Við hjá Lín Design erum í essinu þegar kemur
að brúðkaupsgjöfum. Vörulína okkar er hönnuð
á Íslandi þar sem íslensk náttúra spilar stórt
hlutverk. Allt okkar efni er sérvalið svo úr verð-
ur vara sem gefur mýkt og hlýju.
Brúðhjón sem eru með gjafalista hjá
Lín Design fá gjöf frá versluninni
ef keypt er af listanum.
Hlý og persónuleg þjónusta
BRÚÐARGJAFIR
Lin Design