Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2009, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 21.07.2009, Qupperneq 4
4 21. júlí 2009 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNSÝSLA „Til þess að efla enn frekar rannsóknir og saksókn skatta- og efnahagsbrota tel ég eðlilegt sem næsta skref að efna- hagsbrotadeild verði færð til sér- staks saksóknara,“ segir Harald- ur Johannessen ríkislögreglustjóri aðspurður um skoðun sína á hug- mynd um sameiningu efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra (RLS) og sérstaks saksóknara. Dómsmálaráðherra reifaði þá hugmynd í Fréttablaðinu á laug- ardag að sameina embætti efna- hagsbrotadeildar RLS og sér- staks saksóknara. Við það myndi efnahagsbrotadeild verða aðskil- in embætti RLS. Málið yrði tekið til skoðunar í haust, að sögn dóms- málaráðherra. Ólafur Þór Hauks- son, sérstakur saksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, hafa báðir lýst ánægju með hugmyndina. Helgi sagi að það myndi minnka tor- tryggni samfélagsins gagnvart rannsóknum efnahagsbrota. Nú er svo komið, að sögn Harald- ar, að bæði fyrrverandi og núver- andi starfsmenn efnahagsbrota- deildar RLS eru meginuppistaðan í embætti sérstaks saksóknara. Þá njóti sérstakur saksóknari annars stuðnings frá ríkislögreglustjóra. Því verði að huga að sameiningu embættanna. Einnig segist Haraldur hafa bent á nauðsyn þess að efla rann- sóknir og saksókn skatta- og efna- hagsbrota. Bendir hann á þann tvíverknað sem felst í því að rann- sóknir alvarlegra skattalagabrota séu til meðferðar bæði hjá skatt- rannsóknarstjóra ríkisins og efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra. Þá reifaði Haraldur þá hugmynd árið 2006 að kannaðir verði kost- ir og gallar þess fyrirkomulags að færa verkefni skattrannsóknar- stjóra ríkisins og efnahagsbrota- deildar til sérstaks embættis. Það myndi fara með málefni skatta- og efnahagsbrota á landsvísu. Segir hann þó stjórnvöld þurfa að kanna hvaða lausn sé heppilegust í þessu sambandi. „Ég hef einnig haft þá skoð- un að lögreglustjórar eigi ekki að fara með ákæruvald og bent á að rétt sé að kanna hvort ekki eigi að aðgreina að fullu lögreglustjórn og ákæruvald. Það myndi tryggja enn frekar réttaröryggi borgaranna og trúverðugleika lögreglu- og ákæru- valds,“ að mati Haraldar. vidirp@frettabladid.is Ríkislögreglustjóri styður sameiningu Ríkislögreglustjóri styður þá hugmynd að sameina efnahagsbrotadeild RLS og sérstaks saksóknara. Einnig hefur hann haft þá skoðun að lögreglustjórar eigi ekki að fara með ákæruvald. Það myndi tryggja trúverðugleika enn frekar. EMBÆTTI RLS Ríkislögreglustjóri hefur haft þá skoðun að lögreglustjórar eigi ekki að fara með ákæruvald. Aðgreining lögreglu- og ákæruvalds að fullu myndi tryggja enn frekar réttaröryggi og trúverðugleika. FRAKKLAND, AP Bökkum árinnar Signu í París hefur verið breytt í sandströnd, með tilheyrandi pálmatrjám, sólbaðsstólum, hengi- rúmum og útisturtum. Uppátækið nefnist Strandir Parísar, og er þetta nú gert í áttunda sinn. Á hverju sumri er stór hluti árbakkans hægra megin, sem venjulega er úr grárri steypu, gerður að stórri strönd. Þangað geta Parísarbúar því farið ef þeir komast ekki úr borginni. Meðal annars er þar að finna sundlaug og lítinn skemmtigarð fyrir börn, sem og vinnusvæði með internetteng- ingu og svæði fyrir tónleikahald á kvöldin. - þeb Sumarstemning í París: Signubakkar verða að strönd SIGNA Ströndin á Signubökkum var opnuð í gær. Fólk gat því notið sólarinn- ar á grasbölum eða á gerviströndinni, sem og í útisturtum og sundlaug. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMGÖNGUR Flogið verður beint á milli Keflavíkur og Brussel frá og með næsta sumri. Icelandair ætlar að hefja áætl- unarflug til Brussel í byrjun júní á næsta ári. Gert er ráð fyrir því að flogið verði tvisvar í viku, á mánu- dögum og föstudögum. Samkvæmt tilkynningu frá Ice- landair hefur flugið verið í undir- búningi í talsverðan tíma. Aukinn samgangur á milli Íslands og Brussel gefi tilefni og tækifæri til að hefja flug. Gert er ráð fyrir því að almennir ferðamenn verði í meirihluta farþega, bæði þeir sem ferðast til og frá Ísland, eða þeir á leið vestur um haf. - þeb Icelandair kynnir nýjung: Áætlunarflug til Brussel 2010 Ég hef einnig haft þá skoðun að lögreglu- stjórar eigi ekki að fara með ákæruvald og bent á að rétt sé að kanna hvort ekki eigi að aðgreina að fullu lögreglustjórn og ákæruvald. HARALDUR JOHANNESSEN RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI VEÐURSPÁ Alicante Bassel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 31° 31° 24° 21° 23° 28° 31° 20° 20° 25° 18° 32° 24° 32° 16° 30° 19° 18° Á MORGUN 3-8 m/s en hvassara SA-lands. FIMMTUDAGUR Norðlægar áttir, 8-13 m/s. 18 16 15 13 11 12 9 10 13 12 9 4 10 8 9 5 5 6 11 4 9 7 15 12 8 7 13 12 9 6 8 13 KÓLNAR Í VEÐRI Í dag og næstu daga verður besta veðrið suðvestanlands en það verður öllu þungbúnara og smá væta norðaustan og austanlands. Frá og með morgundegin- um kólnar heldur á landinu og verður heldur svalt út vikuna. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður VIÐSKIPTI Tryggingafélögin greiddu engan arð út fyrir árið 2008 og aðeins eitt þeirra greiddi út arð fyrir árið 2007. Árið 2006 greiddu félögin út frá 29 til 144 prósenta arð, sem hlutfall af hagnaði. Þetta kemur fram í til- kynningu frá Fjármálaeftirlit- inu. Nokkuð hefur verið rætt um arðgreiðslur tryggingafélaganna, ekki síst þá staðreynd að Trygg- ingamiðstöðin hf. greiddi út 144 prósenta arð árið 2006. Heimilt er að yfirfæra hagnað frá fyrri árum uppfylli félögin kröfur um tilskilið lágmarksgjaldþol og það mun hafa verið gert í því til- felli. Tryggingamiðstöðin greiddi ein út arð árið 2007, 2,1 milljarð króna, sem nam 48 prósentum af hagnaði. Sjóvá-Almennar greiddu út stærstu einstöku upphæðina, 7,3 milljarða króna árið 2006, eða 61 prósent af hagnaði. Vátrygginga- félag Íslands greiddi það ár út 29 prósenta arð, 1,5 milljarða. Arðgreiðslur tryggingar- félaganna árið 2006, þegar þau greiddu öll út arð, námu að með- altali 55 prósentum. - kóp Tryggingafélögin greiddu 12 milljarða í arð árin 2006 og 2007: Enginn arður fyrir árið 2008 ARÐGREIÐSLUR VÁTRYGGINGAFÉLAGA 2006-2008 2006 2007 2008 Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 7.300 (61%*) 0 (0%) 0 (0%) Tryggingamiðstöðin hf. 999 (144%) 2.100 (48%) 0 (0%) Vátryggingafélag Íslands hf. 1.500 (29%) 0 (0%) 0(0%) Tölur eru í milljónum króna * Tölur innan sviga sýna arð sem hlutfall af hagnaði NEYTENDUR Árskort í sund eru dýrust í Sundlaug Akureyrar af þeim sex sundlaugum sem Neyt- endasamtökin könnuðu verð- ið hjá nýverið. Árskortið kostar 29.500 krónur á Akureyri, 69 prósentum meira en þar sem það var ódýrast, í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni í Borgarnesi. Verðið á Akureyri hafði hækk- að um 2.200 krónur milli ára, en hinar sundlaugarnar voru með óbreytt verð. - bj Mikill munur á sundkortum: Dýrustu kortin á Akureyri SUNDFERÐIR Árskortin voru ódýrust í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni í Borgarnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VERÐ Á ÁRSKORTUM Sundstaður Verð Sundlaugin í Borgarnesi 17.500 Sundlaug Kópavogs 17.500 Sundlaug Garðabæjar 20.000 Sundlaugar Reykjavíkur 24.000 Sundlaugin á Egilsstöðum 25.300 Sundlaug Akureyrar 29.500 ÍÞRÓTTIR Íslenski skákmaðurinn Guðmundur Kjartansson gerði jafntefli við enska stórmeistarann Mark Hebden í Edinborg á sunnu- dag. Guðmundur og Hebden átt- ust við í níundu og síðustu umferð skoska meistaramótsins. Með jafnteflinu náði Guðmundur fyrsta áfanga að stórmeistaratitli. Hann hækkar um 42 skákstig fyrir frammistöðu sína og vantar þá 20 stig til að verða útnefndur alþjóð- legur meistari. - þeb Meistaramót í skák: Náði áfanga að stórmeistaratitliByggingarvísitala hækkarVísitala byggingarkostnaðar hækkar um 1,78 prósent frá fyrra mánuði og er nú 486,4 stig. Vinnuliðir hækkuð um 3,1 prósent í kjölfar samninga SA og ASÍ. Vísitalan gildir í ágúst 2009. EFNAHAGSMÁL Fujimore í fangelsi Alberto Fujimore, fyrrum forseti Perú, var í gær dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir spillingu í starfi. Hann afplánar nú þegar 25 ára dóm fyrir brot á mannréttindum. SPILLING GENGIÐ 20.07.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 232,262 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,4 127,0 208,82 209,84 179,68 180,68 24,126 24,268 19,924 20,042 16,327 16,423 1,3358 1,3436 196,91 198,09 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.