Fréttablaðið - 21.07.2009, Síða 8
8 21. júlí 2009 ÞRIÐJUDAGUR
1. Hvaða vörur er íþróttafélag-
ið Styrmir að selja til að eiga
fyrir keppnisferð til Danmerk-
ur?
2. Hvað eru mörg ár frá því
að fyrsta ferðin var farin á
tunglið?
3. Hvað heitir sigurvegarinn á
Opna breska meistaramótinu í
golfi sem lauk á sunnudag?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 22
SAMGÖNGUMÁL Stjórn Eyþings,
sambands sveitarfélaga í Eyja-
firði og Þingeyjarsýslum, fagnar
áformum um að ráðist verði í
gerð Vaðlaheiðarganga. Þá hvetur
stjórnin samgönguráðherra til að
standa fast við áformin.
Stjórn Eyþings segist einnig
harma „þá ómálefnalegu umræðu
sem átt hefur sér stað um Vaðla-
heiðargöng og ákvörðun sam-
gönguráðherra“.
Stjórnin vill jafnframt að því
sé haldið til haga að veggjöld
muni standa undir helmingi
kostnaðar við göngin, sem geri
framkvæmdina enn fýsilegri en
annars. - þeb
Hvetja ráðherra áfram:
Fagna Vaðla-
heiðargöngum
Pólland
Spánn
Frakkland
Bretland
Írland
Portúgal
Malta
Danmörk
Kýpur
FinnlandSvíþjóð
Holland
Belgía Þýskaland
Grikkland
Ítalía
Austurríki
T´ékkland
Slóvakía
Slóvenía
Ungverjaland
Rúmenía
Búlgaría
Eistland
Lettland
Litháen
Lúxemborg
FYLLTU VASANN AF MENTOS TYGGJÓI!
NÝ
TT
!
20-50% AFSLÁTTUR AF
VEIÐIVÖRUM Í ALLT SUMAR
EVRÓPUSAMBANDIÐ OG EVRAN
Evran er opinber gjaldmiðill sextán
af 27 löndum Evrópusambands-
ins. Evran er einnig notuð í fimm
löndum annaðhvort með eða án
sérstakrar heimildar Evrópusam-
bandsins. Þau eru San Marínó,
Andorra, Vatikanið, Svartfjallaland,
Kósovó og Mónakó.
Alls er evran notuð af um 327
milljónum Evrópubúa á degi
hverjum auk þess sem 175 milljónir
búa við skilyrði þar sem gjaldmiðill
viðkomandi lands er fest við gengi
evrunnar.
Sex lönd hafa skuldbundið sig til
að taka upp evruna á næstu árum
að undangengnum ákveðnum
skilyrðum. Þau lönd eru Búlgaría,
Tékkland, Ungverjaland, Pólland,
Rúmenía og Svíþjóð. Danmörk og
Bretland hafa hins vegar valið að
taka ekki upp evruna þrátt fyrir að
vera í sambandinu.
Fyrir utan evrusvæðið eru 23 lönd
sem fest hafa gjaldmiðil sinn við
gengi evrunnar. Þar af eru 14 lönd
frá Afríku. Í þeim tilfellum er notast
áfram við innlendan gjaldmiðil en
gengi þess gjaldmiðils ræðst af því
hvernig gengi evrunnar þróast. - bþa
Upptaka evru innan Evrópusambandsins
1999
2001
2007
2008
2009
Framtíðarplön*
Pólland 01.01 2012
Eistland 01.01 2011
Rúmenía 01.01 2015
ESB-þjóðir án
evru
* Búlgaría, Tékkland,
Ungverjaland, Lettland
og Litháen hyggjast taka
upp evruna. Löndin
hafa hins vegar ekki
uppfyllt skilyrði
fyrir upptöku og
því eru ekki búið
að festa neinar
dagsetningar.
BRUNI Engan sakaði þegar eldur varð laus í
gömlu timburhúsi á Akureyri um miðjan dag í
gær. Nágrannar urðu eldsins varir og hringdu á
Neyðar línuna. Kona með ungt barn var í húsinu
þegar eldurinn kom upp, en hún kom sér út eftir
að nágrannar létu hana vita.
Eldurinn kviknaði í eldhúsi í einni af fjórum
íbúðum í þessu ríflega 100 ára gamla timburhúsi,
segir Ingimar Eydal, aðstoðarslökkviliðsstjóri hjá
Slökkviliði Akureyrar.
Þegar slökkviliðið kom á vettvang um klukkan
15 var farið að rjúka úr húsinu, og þegar slökkvi-
liðsmenn reyndu að finna eld sprungu rúður í eld-
húsinu út á móti þeim og mikill reykur gaus upp,
segir Ingimar.
Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins, en tals-
verðan tíma tók að slökkva allar glóðir, enda húsið
einangrað með torfi. Önnur hús voru ekki talin
í hættu. Íbúðin sem eldurinn kviknaði í er talin
ónýt, og talsverðar reykskemmdir urðu í öðrum
íbúðum í húsinu.
Eldsupptök eru ókunn, en grunur beinist að raf-
magni, segir Ingimar. Ekkert bendir til þess að
um íkveikju hafi verið að ræða. - bj
Yfir 100 ára gamalt íbúðarhús á Akureyri sagt mikið skemmt eftir eldsvoða:
Kona og ungt barn komust út
REYKUR Talsverður reykur gaus upp þegar rúður í eldhúsinu,
þar sem eldurinn kom upp, sprungu. MYND/AUÐUNN NÍELSSON
„Það er búið að fastsetja val-
kostina og óvissunni er eytt með
þessu samkomulagi,“ segir Árni
Tómasson formaður skilanefndar
Glitnis. „Með samningnum hefur
skilanefnd Glitnis, fyrir hönd
kröfuhafa, öðlast rétt til að eign-
ast Íslandsbanka að öllu leyti án
þess að leggja til frekari fjármuni
og ríkið hefur enn fremur skuld-
bundið sig til að veita bankanum
25 milljarða lausafjárstuðning.
Með þessu teljum við að bankinn
sé að fullu fjármagnaður og að
lausafé hans sé tryggt um fyrirsjá-
anlega framtíð,“ segir Árni. Óvíst
er hvort kröfuhafar muni eignast
Íslandsbanka að fullu strax, en
kröfuhafar hafa kauprétt að allt
að 90 prósentum af hlutafé bank-
ans á næstu fimm árum.
„Ég tel það mjög gott að það sé
búið að fjármagna bankana,“ segir
Steinar Þór Guðgeirsson, formað-
ur skilanefndar Kaupþings. Hann
segir að kröfuhafar bankans hafi
verið þátttakendur í þessu ferli
frá nóvember og þeir séu áhuga-
samir um að eignast banka sem sé
í góðum rekstri.
Eggert Þór Ólason, yfirlögfræð-
ingur Landsbankans, segir að verð-
mat eigna bankans hafi gengið vel.
Verðmatið sé ákaflega mikilvægt í
tilfelli Landsbankans þar sem upp-
gjör milli gamla og nýja bankans
sé með öðru móti en í tilfelli Kaup-
þings og Glitnis. -bþa
Fulltrúar skilanefnda eru ánægðir með að óvissu um fjármögnun bankanna sé eytt:
Óvissa um aðkomu kröfuhafa
FULLTRÚAR SKILANEFNDA Eggert Þór
Ólason, yfirlögfræðingur Landsbankans,
Árni Tómasson, formaður skilanefndar
Glitnis, og Steinar Þór Guðgeirsson,
formaður skilanefndar Kaupþings, á
blaðamannafundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VEISTU SVARIÐ?