Fréttablaðið - 21.07.2009, Síða 10

Fréttablaðið - 21.07.2009, Síða 10
 21. júlí 2009 ÞRIÐJUDAGUR Framlag íslenska ríkisins til endur- fjármögnunar bankanna þriggja nemur 271 milljarði króna. Fjár- magnið verður lagt til bankanna þann 14. ágúst næstkomandi. Hugs- anlegt er að framlagið lækki um 73 milljarða í 198 milljarða króna ef kröfuhafar Glitnis og Kaupþings fallast á samkomulag þess efnis að þeir eignist Nýja Kaupþing og Íslandsbanka að hluta eða öllu leyti. Landsbanki Íslands kemur til með að vera að fullu í eigu ríkisins. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær. „Það er afskaplega mikilvægt við þetta samkomulag að það er verið að lágmarka kostnað ríkisins og þar með skattgreiðenda af falli bank- anna,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. „Þetta samkomu- lag mun stuðla að auknu aðgengi að lánsfjármörkuðum erlendis og draga úr hættu á málssókn á hend- ur ríkinu.“ Samkvæmt samkomulaginu munu erlendir kröfuhafar eignast 87 pró- senta hlut í Nýja Kaupþingi. Ríkið mun því eiga að lágmarki þrettán prósenta hlut í bankanum og alls óvíst hvort sá hlutur verður seldur, en hugsanlegt er að hlutur ríkisins verði stærri. Kröfuhöfum Glitnis gefst kostur á að eignast Íslands- banka að öllu leyti. Óljóst er á þess- ari stundu hvort kröfuhafar nýti sér þennan kost og hugsanlegt að eignarhaldið muni verða að hluta til í höndum ríkisins. Ef kröfuhafar nýta sér ekki þann kost að eignast Nýja Kaupþing og Íslandsbanka nú í haust hafa þeir kauprétt á hlutum í bönkunum tveimur á árunum 2011 til 2015. „Þetta samkomulag dregur úr fjárbindingu ríkisins í bankakerf- inu,“ segir Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra. „Það er mik- ilvægt að óvissunni er eytt og það á ekkert að geta komið í veg fyrir að bankarnir verði endurfjármagn- aðir þann 14. ágúst.“ Hann segir að það sé möguleiki að erlendu kröfu- hafarnir hafni samkomulaginu um að gerast hluthafar í nýju bönkun- um. Ef svo fer þá muni áætlun taka við þar sem ríkið mun eiga bankana áfram. Ef svo fer munu kröfuhafar eiga kauprétt sem mun hljóða upp á upp- haflegt framlag auk vaxta og álags. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins nemur álagið fimm prósentum ofan á þá fjárhæð. bta@frettabladid.is Kostnaður ríkisins 271 milljarður króna Endurfjármögnun bankanna var kynnt í gær. Hugsanlegt er að Íslandsbanki og Nýja Kaupþing verði að hluta eða öllu leyti í eigu erlendra kröfuhafa gömlu bankanna. Landsbankinn verður áfram að fullu í eigu ríkisins. ENDURFJÁRMÖGNUN BANKANNA „Það fyrsta sem ég rak augun í er að það vant- ar alla varnagla við að útrásar- víkingarnir geti komist á ný til áhrifa í íslensku fjármálalífi,“ segir Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar. Honum hafði ekki gefist færi á að kynna sér samningana til hlítar í gær en hlaut stutta kynningu í hádeginu. „Hitt stóra atriðið sem ég sá í fljótu bragði er að ef Íslandsbanki verður seldur til útlendinga þá fylgja með eigur á borð við hlutinn í Geysi Green Energy. Þar með eignast útlendingarnir hlut í orkuauðlindun- um og það má ekki gerast.“ - bþs SKORTIR VARNAGLA UM VÍKINGANA „Við höfum talað fyrir því að það væri æskilegt að hleypa erlendum kröfuhöfum að eignarhaldi í bönkunum og það er vonandi loksins að gerast núna,“ segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknar flokksins. Honum sýnist í fljótu bragði séð að samkomulagið samræmist hugmynd- um flokksins en gagnrýnir seinagang í málinu. „Þetta hefur dregist á langinn og atvinnulífið og heimilin þurft að súpa seyðið af því. Þessar seinkanir hafa bæst við seinkanir á öðrum málum ríkisstjórnarinnar og gert öllum afar erfitt fyrir,“ segir Birkir. - bþs GOTT AÐ FÁ KRÖFUHAFANA AÐ Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, kveðst ánægður með niðurstöð- una, enda leysi hún margvísleg vandamál, til dæmis við mat kröfuhafa á upp- gjörum bankanna. Sjálfur kynnti Pétur hugmynd að svipaðri lausn fyrir um hálfu ári. „Með þessu kemur erlent eigið fé í bankana, sem ætti að bæta stöðu krónunnar, aukið lánstraust og erlend þekking á bankarekstri.“ Þá segir Pétur að við þessa formbreytingu færist meginhluti atvinnulífsins aftur undan opinberri forsjá sem forðar því frá hættunni á pólitískum afskiptum. - bþs ÞETTA LEYSIR MÖRG VANDAMÁL PÉTUR H. BLÖNDAL BLAÐAMANNAFUNDUR Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU Endurfjármögnun og endur- skipulagning á eignarhaldi bankanna þriggja var kynnt í gær. Steingrímur J. Sigfússon segir mikilvægt að óvissu um framtíð bankanna sé eytt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BIRKIR J. JÓNSSONÞÓR SAARI ■ Nýja Kaupþing Ríkið mun leggja Nýja Kaupþingi til 70 milljarða í hlutafé sem gamla Kaupþing mun kaupa af ríkinu hafi kröfuhafar áhuga á því að eignast hluti í Nýja Kaupþingi. Ríkið mun hafa mann í stjórn bankans. Ákveði gamla Kaupþing, sem er í eigu erlendra kröfuhafa, að nýta sér réttinn á því að eignast nýja bankann hefur ríkið skuldbundið sig til að leggja bankanum til 25 milljarða lán auk átta milljarða í hlutafé. Ef af samkomulaginu verður munu erlendir kröfuhafa eignast 87 prósenta hlut í Nýja Kaupþingi. Ríkið mun eiga þrettán prósenta hlut í Kaupþingi. Óljóst er hver vilji kröfuhafa er á þessari stundu og gæti hlutur ríkisins orðið umtalsvert stærri en fyrrgreind þrettán prósent. Ríkið mun leggja nýja Landsbankanum til 140 milljarða króna og kemur bankinn til með að vera að fullu í eigu íslenska ríkisins. Steingrímur J. Sigfússon segir að samsetning kröfuhafa bankans sé með þeim hætti að afar ólíklegt sé að þeir hafi áhuga á bankarekstri. Helstu kröfuhafar bankans eru breska og hollenska ríkið auk sveitarfélaga í Bretlandi og Hollandi. ■ Landsbankinn Glitni gefst kostur á að eignast Íslandsbanka að öllu leyti. Glitnir er nú í eigu erlendra kröfuhafa sem skilanefnd bankans er í forsvari fyrir. Íslenska ríkið mun forfjármagna bankann þann 14. ágúst og leggja honum til 60 milljarða króna í hlutafé. Glitnir mun síðan hafa kost á að kaupa þann hlut sé áhugi fyrir hendi. Ríkið mun þar að auki lána bankanum 25 milljarða í víkjandi lán. Hugsanlegt er að þrátt fyrir að Glitnir eignist alla hluti í Íslandsbanka muni ríkið koma að eignar- haldi hans. Óljóst er á þessari stundu hvort það sé vilji kröfuhafa að breyta víkjandi láni ríkisins í hlutafé eða greiða það til baka og eignast þar með bankann að öllu leyti. ■ Íslandsbanki Gildir til 26. júlí eða á meðan birgðir endast. 1.019kr/kg. SVÍNAKÓTILETTUR KRYDDLEGNAR Merkt verð 1.698.- 1.599kr/pk. JENSENS BBQ SVÍNARIF 599kr/pk. BBQ BORGARAR 1.598kr/kg. POTTAGALDRAR LAMBALÆRISSNEIÐAR Merkt verð 1.998.- 599kr/pk. BBQ BORGARAR Merkt verð 749.-

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.