Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 21.07.2009, Qupperneq 12
12 21. júlí 2009 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þeir Ragnar H. Hall, lögmaður og Eiríkur Tómasson laga- prófessor hafa á opinberum vettvangi haldið því fram að skuldbindingar vegna innstæðu- trygginganna í Icesave málinu hafi verið rangt reiknaðar. Tak- markaður rökstuðningur hefur fylgt fullyrðingum þeirra en þó verður helst skilið að þeir telji að réttur lagaskilningur leiði til þess að krafa ábyrgðarsjóðs innstæðutrygginga eigi að njóta einhvers konar aukins forgangs fram yfir aðrar forgangskröfur við úthlutun úr þrotabúi Lands- banka. Í því sambandi er vísað til þeirra reglna sem beitt hafi verið við úthlutun til Ábyrgða- sjóðs launa eftir að hann hefur leyst til sín hluta af forgangs- kröfu launamanns. Þessi skilningur á gildandi framkvæmd um úthlutun til Ábyrgðasjóðs launa er okkur framandi. Þó höfum við bæði fengist mikið við gjaldþrotarétt, bæði sem skiptastjórar og sem kennarar í fullnusturéttar fari. Þvert á móti teljum við að gild- andi framkvæmd sé eindregið þannig að Ábyrgðasjóður launa eignist einungis hliðsetta stöðu við launamanninn sem hann keypti hluta kröfu af þegar kemur að úthlutun úr þrotabúi en alls ekki neina frekari for- gangsstöðu. Þetta teljum við að hafi verið óumdeild framkvæmd við gjaldþrotaskipti hérlendis um árabil. Á þetta hefur þó ekki reynt fyrir dómstólum svo okkur sé kunnugt. Rétt er að taka fram að neyðar- lögin svokölluðu koma þessu máli ekki við að öðru leyti en því að þau áskildu að innstæður skyldu taldar meðal forgangs- krafna. Í 112. gr. laga um gjald- þrotaskipti o.fl., eru innstæð- ur ekki taldar upp meðal þeirra krafna sem njóta forgangs við gjaldþrotaskipti. Forgangur innstæðna helgast hins vegar af ákvæðum neyðarlaganna og síðar laga nr. 44/2009 um breyt- ingu á lögum um fjármálafyrir- tæki. Í þeim er tekið fram að við slitameðferð fjármálafyrirtækis skuli: „kröfur um innstæður samkvæmt lögum um innstæðu- tryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta jafnframt teljast til krafna sem njóta rétthæðar skv. 1. og 2. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.“ Í 115. gr. laga um gjaldþrota- skipti o.fl. er tekið fram að „Við framsal eða önnur aðilaskipti að kröfu fylgja réttindi á hend- ur þrotabúi skv. 109.–114. gr. “ Í þessu felst árétting á þeirri almennu reglu, sem ævinlega hefur verið talin gilda, að gjald- þrotaskiptarétti og raunar hvar- vetna í kröfurétti einnig, að framsalshafi kröfu eignist þann rétt sem framseljandi átti en ekki betri rétt einsog Ragnar og Eiríkur virðast álíta. Í 3. mgr. 10. gr. laga um inn- stæðutryggingar og trygginga- kerfi fyrir fjárfesta segir: „Komi til greiðslu úr sjóðnum yfirtekur hann kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi. Krafa sjóðsins nýtur rétthæðar í samræmi við 1. mgr. 112. gr. laga um gjald- þrotaskipti o.fl. ...“ Trygginga- sjóðurinn yfirtekur því hluta kröfu innstæðueiganda, að því marki sem sjóðurinn hefur greitt innstæðueiganda innstæðu sína. Þá verður í raun um að ræða tvær kröfur sem lýst verður í bú fjármálafyrirtækis vegna einnar innstæðu. Krafa Tryggingar- sjóðs annars vegar og krafa innstæðueiganda vegna þeirrar fjárhæðar, sem hann hefur ekki fengið bætta, hins vegar. Það er því ljóst ef ákvæði lag- anna eru lesin að allar kröfur um innstæður samkvæmt lögum um innstæðutryggingar teljast forgangskröfur á grundvelli 112. gr. laga um gjaldþrota- skipti o.fl. Ekki verður séð að neins staðar í þessum eða öðrum lagaákvæðum sé mælt fyrir um mismunandi rétthæð þeira eftir því hver kröfuhafinn er. Í 112. gr. laga um gjaldþrota- skipti o.fl. segir: „Næstar kröf- um skv. 109.–111. gr. ganga að réttri tiltölu við fjárhæð hverrar kröfu:“ Er því síðan lýst hvaða kröfur flokkist þar undir. Ekki er gerður neinn greinarmunur á tegund krafna innbyrðis, eins og er t.d. gert í 110. gr. laganna. Þá er hvorki í lögum um innstæðu- tryggingar að finna ákvæði sem kveður á um að kröfur Trygg- ingasjóðsins skuli vera rétthærri en aðrar forgangskröfur, né heldur er fjallað um það í lögum um fjármálafyrirtæki. Þau lagaákvæði sem veita Tryggingasjóðnum og almenn- um innstæðuhöfum forgangs- rétt við úthlutun, vísa einungis til 112. gr. laga um gjaldþrota- skipti o.fl. Þar er ekki gert ráð fyrir innbyrðis forgangi þessara krafna heldur þvert á móti tekið fram að greiðast skuli upp í kröf- urnar samkvæmt tiltölu. Til að unnt væri að líta svo á að sumar forgangskröfur gengju fram- ar öðrum þyrfti að vera til þess lagastoð eða sérstaklega um það samið milli upphaflegs forgangs- kröfuhafa og þess sem eignast hluta kröfu hans að sá síðar- nefndi skuli njóta forgangs við úthlutunina. Höfundar eru hæstaréttarlögmenn. ÁSA ÓLAFSDÓTTIR OG ÁSTRÁÐUR HARALDSSON Í DAG | Icesave Reiknað á röngum forsendum D Y N A M O R E Y K JA V ÍK MUUUUUU D Y N A M O D Y N A M O D Y N A M O D Y N A M O N A M OO D Y N A M OO M O D Y N A M O D Y N A MM D Y N A D Y R E Y K J R E Y K J R E Y K J R E Y K J R E Y K JJ R E Y K J R E Y K R E Y K R E Y K R E R A V A V A V A V A V A V A V A V A V A ÍKÍKÍKÍKÍKKÍÍKÍKÍKÍ TILNEFNDUR TIL ÍSLENSKU BÓK MENNTA- VERÐLAUNANNA F YRIR LANDSLAG ER ALD REI ASNALEGT (2003) 4. SÆTI SKÁLDVERK METSÖLULISTA EYMUNDSSON www.bjartur.is Til að unnt væri að líta svo á að sumar forgangskröfur gengju framar öðrum þyrfti að vera til þess lagastoð eða sérstaklega um það samið milli upphaflegs forgangskröfuhafa og þess sem eignast hluta kröfu hans að sá síðarnefndi skuli njóta forgangs við úthlutunina. Auglýsingasími – Mest lesið Hann er laaaaangbestur Sigurjón Þórðarson, fyrrum alþing- ismaður, hefur skoðun á ýmsum málefnum. Þau setur hann helst fram á bloggsíðu sinni. Sigurjón tók nýverið út ráðherra Íslands og komst að því að einn væri langbestur; Kristján Möller samgönguráðherra. „Eini ráðherrann sem virkilega stendur undir væntingum er Kristján sem heldur allur sjó.“ Að allt öðru. Tólfta þessa mán- aðar sagði Sigurjón frá því þegar hann þreytti frumraun sína í sjósundi og vann til gullverð- launa. „Mér fannst einkar skemmtilegt að skíðakappinn Kristján Lúðvík Möller samgönguráðherra skyldi afhenda mér verðlaunin.“ Eftirlýstir Eiríkur Jónsson blaðamaður vekur á síðu sinni athygli á vali á viðskipta- fræðingi ársins í fyrra. Að valinu stóð stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Eiríkur undrast ekki valið skuli yfir höfuð hafa farið fram, frekar en val á til dæmis sagnfræð- ingi ársins, heldur að Karl Werners- son hreppti titilinn eftirsóknarverða í febrúar í fyrra. Líklega hefur ný stjórn komið að valinu nú í ár; því þá hlaut Vilhjálmur Bjarna- son titilinn. Formfesta hvað? Nokkra athygli vakti hve snöggir á sér Íslendingar voru að skila inn umsókn um aðildarviðræður að Evrópusam- bandinu. Flestir höfðu búist við því að hún yrði afhent við hátíðlega athöfn síðar í mánuðinum, en þess í stað var bréf sent út og sendiherrann afhenti það. Þetta mun hafa farið heldur illa í yfirstjórn sambandsins, ekki síst Svía, en þeir eru nú forysturíki. Þeir höfðu hugsað sér myndamóment með for- sætisráðherra vorum, en fengu einn sendiherra. Þeir munu víst heimta engu síður að Jóhanna fari út og nú er verið að vinna að því að finna tíma til þess. Svo segja menn að ESB sé ekki formfast. kolbeinn@frettabladid.is Þ rátt fyrir góða menntun og að maðurinn telji sig full- komnustu lífveru á jörðinni þá tekst okkur illa að þróa sjálfbæra lifnaðarhætti. Okkur tókst að brjóta niður fjárhagskerfi heimsins árið 2008 og sérstak- lega vorum við Íslendingar duglegir við þá iðju enda tókum við rösklega til hendinni. Mannskepnan hefur verið að brjóta niður lífkerfi heimsins í áratugi og afleiðingar þess eru smátt og smátt að koma í ljós með hlýnun jarðar og öðrum alvarlegum afleiðingum. Enn eru til þeir sem vilja ekki viður- kenna þetta, rétt eins og þeir sem töluðu um heilbrigt banka- kerfi alveg fram á síðustu stundu. Það er tækifæri núna að taka upp ný gildi og gera sjálf- bærni eitt af lykilorðum í stefnumörkun okkar Íslendinga til framtíðar. Við getum orðið til fyrirmyndar í þessu efni. Þótt við höfum ekki alltaf sýnt gott fordæmi þá eigum við mögu- leika á því núna m.a. á sviði sjávarútvegs, landbúnaðar, orku- nýtingar, umhverfisverndar og mannlegra gilda. Það getur m.a. orðið framlag okkar til alþjóðasamfélagsins og aukið þar áhrif okkar. Sjálfbærni er orð eða hugtak sem hefur vafist fyrir mörg- um, en er í raun einfalt. „Sjálfbærni snýst um það að mæta þörfum okkar kynslóðar án þess að skaða möguleika komandi kynslóða til að uppfylla sínar þarfir til viðunandi lífsskilyrða.“ Þetta snertir flesta þætti í okkar lífi; lífríkið, fjárhag, þróun borgarsamfélags, lífsgæði og hvernig við umgöngumst hvert annað. Þrátt fyrir góða viðskipta- og tæknimenntun hér á landi og erlendis, hefur ekki verið lögð næg áhersla á skapandi hugsun, siðferði, heilbrigða stjórnarhætti, samfélagslega ábyrgð og mannleg gildi og sjónarmið. Margt sem snéri að umhverfis- málum og sjálfbærni var vanrækt, en er nú að verða eitt mest krefjandi viðfangsefni stjórnenda og leiðtoga á þessari öld. Viðskiptamenntun þarf meðal annars að snúast um langtíma fjárhagslega sjálfbærni, gott siðferði og stjórnarhætti, fremur en skammtímagróða, skuldabréfavafninga og afleiður. Við hönnun mannvirkja og skipulag borga þarf að taka meira tillit til umhverfismála og mannlegra þátta. Löggjöf þarf að taka meira mið af mannréttindum, siðferði og umhverfismálum. Fólk þarf að vera í fyrirrúmi. Það er ekki hægt að mæla eingöngu þjóðarhag og velsæld á þróun hagvaxtar, gengi hlutabréfa eða hagnaðar. Þeir mæli- kvarðar byggja oft á mikilli einföldun. Auknar þjóðartekjur geta grundvallast á mengandi eða óarðbærum framkvæmdum, þurrkun votlendis eða eyðingu skóga. Erlendis hefur hagvöxtur víða falist í framleiðslu vopna, ofbeldismynda fyrir unglinga eða gífurlegum náttúruspjöllum sem munu skaða komandi kyn- slóðir og jafnvel gera heil landsvæði óbyggileg. Líklega eru fáar þjóðir betur í stakk búnar en við Íslendingar til að vera í fremstu röð þjóða í sjálfbærni á næstu áratugum. Við eigum öll bara eitt heimili, jörðina, og það er okkar að gera það heimili áfram byggilegt fyrir komandi kynslóðir. Við getum komist í fremstu röð í sjálfbærni: Sjálfbært Ísland ÞORKELL SIGURLAUGSSON SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.