Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1944, Qupperneq 4

Samvinnan - 01.03.1944, Qupperneq 4
SAMVINNAN 3. HEFTI þessum góðu hlutum mun falla í skaut þjóðarimjar nema sú lífsskoðun verði ráðandi í landinu, að öll framleiðsla verði að bera sig. Fram að þessu hefur upplausnarstefnan haft byr í seglin, vegna þess mikla fjármagns, sem barst hingað frá bandaþjóðunum. Það varð kjörorð upplausnarleið- toganna að nota peningaflóðið til að auka sem allra mest dýrtíðina í landinu, einmitt í því skyni að láta framleiðsluna stöðvast um leið og stríðsþjóðirnar hætta að kaupa hér matvæli með verði, sem er langt- um hærra en heimsmarkaðsverð á friðartímum. Leið- togar Sambandsins bentu stjórnmálamönnum, sem fengust við myndun nýrrar ríkisstjórnar haustið 1942, á þann eðlilega grundvöll, að kaup verkamanna, laun opinberra starfsmanna og verð á íslenzkum land- búnaðarvörum á innlendum markaði, yrði að lækka smátt og smátt, í eðlilegum hlutföllum, þar til þjóðin verður samkeppnisfær við nábúa sína. En leiðtogar upplausnarlýðsins þvertóku fyrir að fara þessa leið. Þeir hindruðu stjórn dr. Björns Þórðarsonar nokkrum vikum síðar frá að beita sér móti dýrtíðinni með þess- um hætti. Þeir hafa tvisvar sinnum hafnað tilboði Búnaðarfélags íslands um að lækka framleiðsluvörur bænda og kaup launþega á þann hátt, að þjóðarbú- skapurinn gæti borið sig. í stað þess að lækka dýrtíð- ina var almennt kaup í Reykjavík hækkað um sjötta hlut nú í vetur, þó að hvergi sæist örla á verðhækkun íslenzkrar framleiðslu, heldur þvert á móti sýnilegt, að lækkun myndi vera í aðsigi. Kaup heyskapar- manna í sveitum mun að líkindum hækka í samræmi við þessar aðgerðir um 40—50 kr. á viku, þó að land- búnaðurinn eigi að etja við vaxandi örðugleika. Leiðtogar upplausnarstefnunnar ætla sýnilega að auka dýrtíðina eftir megni meðan stríðið varir. Þegar verðfallið kemur, stöðvast atvinnan í landinu. Útvegs- menn geta ekki gert út. Iðnaðurinn hefur ekki mark- að fyrir sínar dýru vörur og landbændur geta alls ekki keppt um verð við nábúaþjóðirnar. Það sem upplausnarleiðtogarnir vilja, er að dreifbýlið í sveit- um og hin minni sjávarþorp eyðist og fólkið flytji saman til stærstu verstöðvanna. Þar vilja þeir knýja fram eins konar atvinnubótavinnu í nýjum stíl. Þá á að reka útveginn á ábyrgð ríkissjóðs og hinna stærri bæja. Iðnaðurinn á að fá sömu aðstöðu. í nánd við hið nýja þéttbýli á að koma á fót stórfelldum Korpúlfs- staðabúskap, véliðju til að framleiða mjólk handa þeim, sem búa á sjávarbakkanum. Leiðtogar upp- lausnarmálanna krefjast þess að haldið verði öllum „kjarabótum“ stríðsáranna. Dýrtíðin á að haldast. Krónutala kaupgjalds og launa á fremur að hækka en lækka. Þessu nýja kerfi verður ekki haldið við nema með tveim úrræðum. í fyrsta lagi að fella ísl. krón- una meir og meir í hlutfalli við mynt engilsaxnesku þjóðanna, og með því að ganga að öðru leyti á eignir og innstæður landsmanna, nnz þjóðin er gersam- lega eignalaus. Verðfelling krónunnar myndi jafnótt leiða til samsvarandi kauphækkunar, unz krónan væri orðin fimmeyringur. Þá væri búið að eyða til fulls öll- um innstæðum og sjóðeignum landsmanna. Tugir þúsunda af landsmönnum hefðu þá fyrir andlegan vanmátt sólundað nokkrum hundruðum milljóna af hinni gömlu samandregnu og nýfengnu peningaeign borgaranna í landinu. Hrun atvinnuveganna og krón- unnar myndi leiða til fjárflótta úr landinu eins og jafnan á sér stað, þegar þjóðargjaldþrot er í aðsigi. Hinir skjótfengnu fjármunir hefðu horfið sviplega, líkt og þegar þeir þeir komu. íslenzka þjóðin gæti tekið undir með hinum fræga raunamanni Gyðinga, um að hún hefði komið nakin í þennan heim og myndi hverfa héðan aftur eins og hún kom. Sá hluti þjóðarinnar, sem vill vinna fyrir sínu brauði og ekki steypa landinu úr tiltölulega góðum fjárhagskringumstæðum í eymd og volæði, verður að búast til varnar móti aðsteðjandi hættu. Landbúnað- urinn hefur að ýmsu leyti sérstöðu. Dýrtíðin hefur leikið sveitafólkið harðast. Þar er fólkseklan mest við framleiðslustörfin. Þar hefur fólkið, sem eftir er í sveitinni, orðið að leggja á sig mesta samfellda vinnu. En bú flestra bænda eru skuldlaus og víða allmiklar innstæður. Hættan fyrir bændastéttina verður mest, þegar verðfallið kemur. Sá bóndi, sem hefur þá kaupa- mann með 350 kr. kaupi um vikuna auk hlunninda, og verður að greiða annað kaup eftir því, er svo að segja á augabragði búinn að eyða handbærum eignum og kominn í skuldasúpu. Ef upplausnarstefnan heldur áfram óhindraða vegferð eins og hingað til, er óhjá- kvæmileg skylda bændastéttarinnar að minnka bú sín í bili, meðan élið gengur yfir, þar til svo er komið, að þeir þurfa sama sem enga aðkeypta vinnu. Þetta mun verða ógeðfellt mörgum dugnaðarmanni. En þar er ekki nema um tvennt að ræða fyrir bóndann: Hann verður að búa að sínu, eða eyða samanspöruðum eignum í vonlausan tekjuhallabúskap, þegar verð- hrunið dynur yfir landið. Sjávarútvegurinn er yfirleitt rekinn með vélaorku og mikilli aðkeyptri vinnu. Útvegsbændur geta ekki haldið áfram atvinnu sinni, jafnvel ekki um stutta stund, sem einyrkjar. Þegar sjávarvörur íslendinga hrapa í verði en útgerðarkostnaðurinn breytist ekki, að því er kemur til innlendrar eyðslu, þá kemur stöðvunin af sjálfu sér. Þessi stöðvun er nú þegar fram komin í saldsíldarframleiðslunni. Framleiðslu- kostnaður saltsíldar virðist nú þegar orðinn svo hár, að varan reynist ekki seljanleg á erlendum markaði. 72

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.