Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1944, Page 6

Samvinnan - 01.03.1944, Page 6
SAMVINNAN 3. HEFTI HÖBÐUR BJARMSON, arkitekt: Um byggingar í sveit og kaupstað Úr Reykjavík Byggingamál íslenzkra sveita og íslenzkra kaup- staða hafa að vonum verið allmikið til umræðu hina síðustu áratugi, eða eftir að íslendingar fóru að veru- legu leyti að byggja sér kaupstaði og þorp við auð- lindir hafsins, og eftir að íslenzki bóndinn þarfnað- ist hentugri og betri húsakosts en hinn gamli íslenzki torfbær hafði verið, samfara því, að völ varð fjöl- breyttara byggingarefnis. íslenzku sveitabýlin voru um margt merkilegt og fagurt byggingarlag, er fór vel í íslenzku strjálbýli. Tilsýndar var býlið samvaxið fjallshlíðinni eða eng- inu, sakir grasi gróinna veggja og torfþaks, en burst- irnar minntu á fjallatindana, oft á sérkennilega fagr- an hátt. * Víðast voru húsin þannig í sveit sett, að erfitt var að koma auga á fegurri eða hentugri stað, jafnvel svo, að tilfærzla um nokkra metra mundi hafa orðið brotsjóum verðhrunsins. Þeir hafa innan sinna vé- banda þá menn, sem mesta æfingu hafa við að stýra fjármálafyrirtækjum á þann hátt, að hver beri úr býtum, það sem honum ber og að láta engan vera arðrændan. — Þann frið, sem þjóðin þekkir úr ríki samvinnumanna, þarf að flytja til strandar, í þétt- býlið. í erfiðleikunum, sem samkeppnismenn og sameignarmenn rata í innan stundar, munu sam- vinnumenn koma til bjargar og verða báðum að liði. í kreppunni milli 1930—39 var beitt lögboðinni sam- vinnu við saltfisksöluna, síldarsöluna, kjötsöluna og mjólkursöluna. í næstu kreppu verður tekið enn stærra átak, með lögboðnum hlutaskiptum í fram- leiðslunni í þéttbýlinu við sjávarsíðuna. J. J. til hins verra. Hefur þar greinilega ráðið glöggskyggni fyrir náttúrufegurð landsins og sérkennum hvers byggðarlags og mjög þroskaður fegurðarsmekkur byggjenda torfbæjarins. Er engin ástæða til að ætla, að þar hafi tilviljun ein ráðið, og telja má fullvíst, að því hafi verið mikill gaumur gefinn, hvernig var heim að líta, þegar að bæ var komið, og byggjendur þess fyllilega áskynja, hver væri skylda hvers þess, sem byggði sér íveruhús á fögrum stað. íslenzki torfbærinn var þó að mörgu leyti óhent- ugur til íbúðar, enda sérkenni bæjarins, að hann var samstæður margra smáhýsa eða vistarvera, sem hver hafði sína burst og sitt þak. Byggingarlag þetta á rót sína að rekja til skorts á reftiviði, en trjáviður til foma mátti helzt ekki vera lengri en svo, að með góðu móti mætti reiða á hestum frá strönd fram til dala, og því aðeins hægt að refta yfir lítinn flöt i einu lagi. Aðstæður allar og skortur á innlendu byggingar- efni skóp hin íslenzku bændabýli úr torfi, grjóti og oftast rekaviði. Veggimir voru mjög þykkir sem uppistöður þaksins og til einangrunar milli herbergja. Herbergjaskipun víðast mjög óhentug, og miklu rúmi eytt til einskis. Hlutföll torfbæjarins hið ytra voru undirstaða feg- urðar hans, og má þar að nokkru leyti líkja saman hinu víðkunna danska bændabýli og torfbænum okk- ar, þótt fyrirkomulag allt sé annað. í Danmörku fellur bændabýlið vel inn í umhverfið og er í fögru samræmi við landslag og liti, sléttur og skóga, eins og íslenzka bændabýlið var samræmt og samvaxið fjallshlíðum og sérkennum íslenzkrar sveitar. 74

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.