Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1944, Qupperneq 13

Samvinnan - 01.03.1944, Qupperneq 13
3. HEFTI SAMVINNAN ^ a rruzr Óbrotgjarnt gler Eftir Lanrenve N. Lalton í framtíðinni mun glerið verða notað sem bygging- arefni í stórum stíl ásamt hertu tréni, almíni og öðr- um léttum málmum. Á síðustu árum hafa vísindamenn framleitt hvert kynjaefnið af öðru. Eitt slíkra kynjaefna er gler, sem enginn kísill er í. Með röntgengeislum hefur loks tekizt að komast til botns í því, hvað gler er í raun og veru. Þetta harða, brotgjarna efni er að mestu leyti úr lofti. Um 95 hundraðshlutar af rúmfangi þess er súrefni eða ildi, en aðeins einn hundraðshluti er kísill, sem hefur ekki annað hlutverk en að binda súrefniseindirnar og þjappa þeim saman í gler. Það var þegar ljóst, að önnur efni geta komið þar í staðinn fyrir kísilinn. Nú eru ljósgler í flugmynda- tækjum úr nýrri glertegund, sem gerð er úr tungspati og efni því, er tantalum nefnist. Enn fremur hefur að mestu leyti verið komið í veg fyrir hinn gamla agnúa glersins, að það endurkasti nokkru af ljósgeislum í stað þess að hleypa þeim öll- um í gegn. Flúorsýrugufa er látin verka á yfirborð glersins og myndar hún örþunna, gegnsæa himnu úr flúorkalsíum á því, sem hindrar því nær alveg endur- kast. Slíkt gler hleypir því meira ljósi í gegnum sig eða verður ljósnæmara en venjulegt gler, og kemur það einkum að góðu haldi í myndatækjum og sjón- aukum. Með nákvæmum útreikningi á efnasamsetningu glersins má ýmist láta það stöðva eða hleypa í gegn- um sig ákveðnum bylgjulengdum ljósgeislanna. Til dæmis eru ljóskúlur, sem notaðar eru til þess að sótt- hreinsa loftið í skurðarstofum í sjúkrahúsum, gerðar úr gleri, sem hleypir í gegnum sig sóttkveikj ueyðandi geislum. Önnur tegund glers skilur hina ósýnilegu hitageisla úr sólarljósinu, svo að sólskinið lýsir að- eins, en vermir ekki gegnum gluggann, þótt um há- sumar sé. úr erlendum og innlendum greinum um félagsmál og stjórnmál, vísindi og tœkni, atburði og einslaklinga. Hleðslusteinar úr gleri eru eitthvert bezta bygging- arefni, sem hægt er að hugsa sér. Bæði kemst birta í gegnum þá og auk þess eru í þeim speglandi fletir, er beina ljósinu upp á við, svo að það fellur á loftið og efri hluta veggjanna. Á þann hátt nýtist dagsljósið betur og birtan verður þægilegri en frá venjulegum gluggum. Enn fremur er svo um búið, að ekki sést inn um veggina, þótt birta falli í gegnum þá. Þeir ein- angra gegn öllum veðurbreytingum, og bendir allt til þess, að þeir verði mikið notaðir í íbúðarhús eftir stríðið. Gömlu gluggarúðurnar hafa líka tekið breytingum. Þær eru nú gerðar úr tvöföldu gleri með algerlega þéttu og þurru loftrúmi á milli. Þessi breyting á að geta sparað um 30% af upphitunarkostnaði á heimil- unum. Glervefnaður er sú nýjung, sem mesta undrun og eftirtekt hefu r vakið. Úr bráðnu gleri eru dregnir hárfínir þræðir og undnir í hespur, sem síðan er spunnið úr í venjulegum spunavélum og ofin úr teppi, fataefni og alls konar dúkar. Er glerþráður nú þegar mjög notaður í gluggatjöld, dyratjöld, leiktjöld og enn fremur sem einangrunarefni í rafmagnstæki, flugvélar, herskip o. þvl. Síðast, en ekki sízt, er farið að nota glerþráð í stað manillahamps, sem nú er næsta torfenginn, svo að kaðlar eru meira að segja búnir til úr gleri. Ein tegund af nýju gleri virðist eiga gamla og æv- intýralega sögu að baki. Þegar Tíberius var keisari í Rómaveldi, veitti hann eitt sinn áheyrn glergerðar- manni, er sýndi honum undraverða nýlundu. Gler- gerðarmaðurinn tók glerílát úr vasa sínum og grýtti 81

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.