Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1944, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.03.1944, Blaðsíða 15
3. HEFTI SAMVINNAN hugsunarhátt og starfsaðferðir kommúnista, er Tíma- ritið í þeirra augum aðalatriðið í útgáfustarfsemi Máls og menningar. Tímarit þetta flytur gyllingar á kommúnistiskum sjónarmiðum, lof um kommúnista og níð um andstæðinga þeirra til þúsunda af körlum og konum, ungum og gömlum, í sveit og í borg, og Kommúnistaflokkur íslands eða Alþjóðasamband kommúnista í Moskvu þurfa ekki að borga grænan eyri til þess að koma þessu á framfæri — nei, ekki einu sinni lítils háttar ritlaun, heldur þvert á móti: Ýmsir ágætir flokksmenn fá drjúgan skilding frá áskrifendum bókanna, allra flokka mönnum, fyrir starf sitt við að þýða, frumsemja, senda út bækur, skrifa bréf o. s. frv. Og nöfn tryggingarsveitarinnar, hinna „borgaralegu" herra í stjórn fyrirtækisins, kosta kommúnista ekki heldur nokkurn skapaðan hlut.---------Þetta eru sannarlega vildarkjör fyrir kommúnista, og satt að segja hef ég margoft undr- azt hina einstöku liðvikni hinnar „borgaralegu varð- sveitar“ postulanna með hamarinn og sigðina í hjartastað. „Hinn heimspólitíski gjaldeyrir“. Hinn 6. ágúst 1939 ritar Halldór Kiljan í Víðsjá í Þjóðviljanum um griðasáttmála þann, sem Danir höfðu gert við Þjóðverja, og kemst m. a. svo að orði: „—-------Á úrslitatímum, þegar þjóðirnar skipa sér í fylkingar til væntanlegra átaka, hefur Danmörk valið sér stöðu. Hvort það hefur verið tilgangur danskra stjórnarforkólfa að kaupa sér frið við Þjóð- verja með þessum skrípasáttmála eða ekki, þá getur samhæfing danskrar utanríkisstefnu við Þýzkaland ekki táknað annað í augum Bretlands en yfirlýsingu um andbrezka stefnu“.------- Hinn 9. sept. 1939, rúmum mánuði síðar, skrifar sami Halldór Kiljan grein í Þjóðviljann um griðasátt- mála Rússa og Þjóðverja, og segir þá m. a.: „.... Með griðasáttmála þýzka ríkisins við bolsé- vismann er .... hugmyndakerfi nazismans lamað, þýzki fasisminn sem fagnaðarboðskapur gegn bolsé- visma, er ekki lengur einkunnarorð, nema með tak- mörkuðu innihaldi: broddurinn hefur verið sorfinn af þessu hættulega vopni auðvaldsins, vígtennurnar dregnar úr þessu villidýri, sem átti að rífa bolsann á hol. Eftir er gamall og spakur seppi, sem enginn bolsi- viki telur framar ómaksins vert að sparka í svo um munar“. í sambandi við þá heimsmálaspeki Laxness, sem kemur fram í hugleiðingunum út af griðasáttmála Rússa og Þjóðverja, læt ég nægja að skírskota til þeirrar styrjaldar, er nú geisar og útvarpsáróðurs Þjóðverja viðvíkjandi útrýmingu bolsivismans. Menn geta svo sjálfir ályktað um tannleysi hins gamla og spaka seppa.....En einhvern tíma var sagt: „Mikil er trú þín kona“! Gróður og sandfok. „.... Laxness segir í Kaþólsk viðhorf, bls. 33: „Þór- bergur gerir sig hér að talsmanni þessa kunna pró- testantíska hleypidóms, að eitthvað sé til, sem heiti frjáls hugsun eða hugsanafrelsi. Þremillinn einn má vita, hvaðan þessi endileysa um hugsanafrelsi á ann- ars uppruna sinn. Hver, sem hefur nógu heilbrigða skynsemi til að gagnrýna hégómleg orðatiltæki, veit hins vegar, að engir geta hugsað frjálst, nema brjál- aðir menn, og með frjálsri hugsun hefur aldrei verið komizt að öðrum niðurstöðum en vitlausum“.----- Þessi röksemdafærsla fullnægði Halldóri Kiljan Laxness árið 1925 til fullrar útskúfunar á hugtakinu frjáls hugsun og hugsanafrelsi og fullnægir fjölda manna enn þann dag í dag. Kristinn Andrésson magister segir í Rauðum penn- um árið 1935: „Utan við þá voldugu bókmenntahreyfingu, sem hafin er, getur ekkert skáld staðið, sem ætlar sér nokkra framtíð.-------Máttugra og glæsilegra tíma- bil en nokkru sinni hefur áður þekkzt, er að rísa í bókmenntum heimsins“.---------- Sýnishorn hins glæsilega tímabils kemur fram í kvæðinu Barnamorðinginn María Farrar, sem birtist í Rétti árið 1935. Það er eftir þýzka skáldið Bert Brecht, frægan mann sem skáld og kommúnista, en Halldór Kiljan hefur séð þörf þjóðar sinnar og þýtt kvæðið. Eins og allir vita, er Halldór Laxness mikill snillingur og mikið skáld, og við skulum því ætla, að ekkert hafi í þýðingunni farið forgörðum af töfrum kvæðis- ins. Fyrsta vísan er svona í þýðingu Laxness: „Ungfrú María; ættarnafn Farrar; í apríl fædd; ómyndug. Sérstök einkenni: engin. Illa frædd; munaðarlaus, en órefsað áður; eitlaveik; sár; myrti, að því henni sjálfri segist, snemma í ár barn sitt nýfætt, og sem hún segir, að strax í haust í kjallara hjá konu ’ún reyndi að kreista laust, þær gerðu tilraun með tveimur sprautum, en tókst þó ei, hún kveður sig hafa sárkennt tii; þó sat það. Vei. En griða bið eg, herra, af ykkur hinum, því hvað er líf án-samhjálpar frá vinum.“ Já, þarna er þá fyrsta vísan í þessu meistaraverki hinnar endurfrjóvguðu listar, samanber orðið endur- fæðing, sem er eitt hið algengasta í munni allra ofsa- trúarmanna.-------- 83

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.