Samvinnan - 01.03.1944, Síða 18
SAMVINNAN
3. HEFTI
VERKIN TALA
Dórisk súla.
Jónisk súla. Kórintísk súla.
Þrjár súlur. — Dálítil prentvilla varð i síðasta hefti að því er
snertir kórintísku súluna, og eru súlurnar því allar prentaðar hér
að nýju. Lesendur geta með samanburði fundið glögglega mismun
á þessum þrem súlnategundum, hvort heldur litið er á undir-
stöðuna, meginsúluna eða súlnahöfuðin, sem eru mjög ólík, en
frumleg og fögur, hvert með sínum hœtti.
Eins og fyrr er sýnt, byggðu Egyptar hin miklu hof
sín þannig, að þakið hvíldi á súlum, sem voru ram-
gerðar en ekki listrænar. í höndum Grikkja náði
súlan festu í stíl og fágaðri fegurð, svo að ekki hefur
verið um bætt, það sem Grikkir gerðu bezt á þeim
vegum. Á þverskurðarmynd af grísku hofi (mynd
11) sést, að meginþungi þaksins hvílir á súlnaröðum,
því að veggirnir utan um goðastúkuna hafa lítið
burðarmagn. Þó að Egyptar og Grikkir þekkktu kosti
bogans, þá lögðu þeir megináherzlu á hina beinu
línu. Fjarlægðin milli súlna í stórbyggingum þeirra
mátti þess vegna ekki vera meiri en svo, að lóðréttur
steinn næði milli tveggja súlna. Fegurð grískra bygg-
inga er þess vegna bundin við einkenni hinnar beinu
línu, við fullkomið samræmi í hlutföllum og mikla
hófstillingu um stærð bygginganna. Rómverjar fengu
undirstöðuatriði sinnar menningar frá Grikklandi,
16. Súlur og bogar.
86