Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1944, Page 21

Samvinnan - 01.03.1944, Page 21
3. HEFTI SAMVINNAN Norræna félaéið tuttuéu oú fimm ára Ógnir hinnar fyrri heimsstyrjaldar, sameiginlegir örðugleikar og utanaðkomandi hættur þjöppuðu hinum friðsömu og frelsisunnandi Norðurlandaþjóð- um þéttar saman, um sameiginleg hagsmunamál og hugsjónir, en áður hafði átt sér stað. Aðalviðfangs- efni þessara ára var að halda þjóðunum utan við styrjöldina og það tókst. En upp úr því samstarfi, sem þá átti sér stað, óx síðan skilningurinn á gildi traustrar samhyggðar og samvinnu þessara bræðra- þjóða um utanríkis-, viðskipta- og menningarmál. Enda jókst samstarf þessara þjóða með hverju ári á fleiri og fleiri sviðum fram að yfirstandandi ó- friði. Um hernaðarlega samvinnu var þó ekki að ræða, enda fjarri þessum þjóðum að hugsa um hernað. Það var eins og engum manni dytti í fullri alvöru í hug, að Norðurlandaþjóðirnar lentu í stríði. Þær áttu ekki í neinum deilum við aðrar þjóðir, á- sældust ekkert frá öðrum, en undu glaðar við sitt. Þær gerðu sér það því ekki ljóst, að sá tími væri í nánd, að hnefarétturinn yrði hinn ríkjandi réttur í heiminum. En upp úr þessu samstarfi Norðurlandaþjóðanna, er hófst á fyrri stríðsárunum með hinni sameigin- legu hlutleysisyfirlýsingu þeirra í byrjun ófriðarins og þriggjakonungafundinum í Málmey 1914, hófst hreyfing fyrir því víðsvegar á Norðurlöndum að stofna félagsskap, sem starfaði í öllum Norðurlönd- unum og hefði það markmið, að auka gagnkvæma kynningu þessara þjóða, efla vináttu þeirra og samstarf á sem flestum sviðum. En jafnframt var undirstrikaður jafnréttis- og sjálfsákvörðunar- réttur hverrar þjóðar í þessari samvinnu. Sá maður, sem fyrstur barðist fyrir því, að stofnaður yrði sérstakur félagsskapur, er ynni að eflingu nor- rænnar samvinnu, var danski augnlæknirinn Heer- fordt í Hróarskeldu. Hann ferðaðist um og flutti fyrirlestra um málið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Loks var fundur haldinn um málið í Svíþjóð í byrj- un ársins 1918 og nefndir stofnaðar til þess að und- irbúa félagsstofnun í öllum þrem löndunum. Sam- eiginlegt ávarp undirbúningsnefndanna var síðan birt samtímis í öllum löndunum þann 24. febr. 1919, þar sem stefnuskrá væntanlegs félags var lýst. For- göngumenn að félagsstofnuninni voru, af hálfu Svía Carleson fyrrv. fjármálaráðherra og prófessor Hecksher, prófessor Friis, Alexander Foss verkfræð- ingur og Neergaard þáv. forsætisráðherra af hálfu Dana og Joh. L. Mowinckel, Stórþingsfprseti af hálfu Norðmanna. Hugmyndin fékk góðar undirtektir og félögin voru stofnuð, þann 1. marz 1919 í Svíþjóð, 12. apríl í Noregi og 15. apríl í Danmörku. Fyrsta marz voru 25 ár liðin frá því félagið var fyrst stofn- að. Hér á íslandi var félagið stofnað þann 29. sept. 1922, aðallega fyrir forgöngu Sveins Björnssonar núverandi ríkisstjóra og prófessor Paasches frá Oslo, en Matthías Þórðarson fornminjavörður var kosinn fyrsti formaður félagsins. í Finnlandi var félagið stofnað 1924. Norrænt félag var að vísu stofnað 1919, en það mun strax hafa hætt störfum. Mér er því miður lítt kunn starfsemi félagsins hér á landi fyrstu árin, því gerðabækur þess eru glataðar. Allmikið líf mun hafa verið í félaginu fyrstu árin. En eftir 1926 var starfsemi félagsins mjög lítil eða engin. Það hafði að minnsta kosti eng- in sambönd við hin félögin á Norðurlöndum, fram til ársins 1931. En þá gengust þeir Sigurður Nordal prófessor og Guðlaugur Rósinkranz yfirkennari fyrir endurstofnfundi í félaginu, þann 23. febr. Þá hóf félagið starf að nýju, þótt fámennt væri, eða eitthvað um tíu manns. Síðan hefur félagið stöðugt starfað og aukið starfsemi sína með ári hverju, samtímis því, sem félagsmannatalan hefur aukizt upp í um 1200 nú. Deildir innan félagsins eru nú starfandi á ísafirði, Akureyri og Siglufirði. Norrænu félögin eru sjálfstæð félög, hvert í sínu landi, en höfðu sameiginlega fulltrúafundi á ári hverju til þess að ræða sameiginleg áhuga- mál og framkvæmdir. Síðasti fulltrúafundurinn var haldinn hér á íslandi sumarið 1939 og komu þá hingað ýmsir helztu forvígismenn félagsins í hin- um Norðurlöndunum. Á þessum fundi voru margar ákvarðanir teknar um nýjar framkvæmdir og störf. En stríðið hefur nú um skeið hindrað flestar þær á- ætlanir. Síðan hafa félögin starfað hvert í sínu lagi, eftir því sem geta þeirra og aðstaða hefur leyft. En stríðið hefur ekki megnað að drepa samúð, sam- starfsvilja og trú hinna norrænu þjóða á gildi og framtíð norrænnar samvinnu, sem ljósast kemur fram í því, að aldrei hefur meðlimum fjölgað svo ört í félögunum eins og á stríðsárunum. í Dan- mörku hefur félagsmannatalan meira en tvöfaldazt og eru nú 15 þúsund manns í félaginu, í Svíþjóð hefur hún nær því tvöfaldazt og er 7 þús., í Finn- landi hefur hún margfaldazt og er nú nálægt 7 89

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.