Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1944, Page 22

Samvinnan - 01.03.1944, Page 22
SAMVINNAN 3. HEFTI þús., á íslandi hefur hún aukizt úr 800 fyrir stríðið í 1200. En í Noregi er mér ókunnugt um félagatölu. En fyrir stríðið voru þar um 5000 félagsmenn. Fé- lagið þar mun lítið hafa fengið að starfa síðan landið var hernumið. Starfsemi Norræna félagsins er landsmönnum að sjálfsögðu nokkuð kunn. Fjöldi námskeiða og móta fyrir ýmsar stéttir og starfshópa var á hverju ári haldinn í öllum Norðurlöndunum. í flestum þessum mótum tóku einhverjir íslendingar þátt. Mótin, sem flest stóðu frá viku til hálfs mánaðar og oft- ast voru haldin á fögrum og sögufrægum stöðum, voru fyrir skólafólk, stúdenta, blaðamenn, kenn- ara, verzlunarmenn, lækna, verkfræðinga, verklýðs- leiðtoga, búfræðinga o. fl. 60 þús. þátttakendur höfðu tekið þátt í þeim fyrir stríð. Fyrirlestrar og önnur kynningarstarfsemi var miðuð við nám, á- hugamál eða störf hvers þátttakendahóps, þannig að hver starfshópur fékk að kynnast því, er hann helzt varðaði eða hafði áhuga fyrir. Tvö slík nám- skeið voru haldin hér, fyrir norrænustúdenta 1936 og sögukennara 1938. Félagið gekkst fyrir ódýrum skólaferðum um Norðurlönd og ferðuðust nemendur svo þúsundum skipti á vegum félagsins á hverju sumri. Meðal annars voru tvær slíkar ferðir farnar héðan til Noregs og Svíþjóðar, en þær urðu að leggj- ast niður á kreppuárunum sökum gjaldeyrishamla. Noræna félagið í Svíþjóð hefir gengizt fyrir mörgum svokölluðum ,vikum“, meðal annars „íslenzkri viku“ í Stokkhólmi 1932. „Vikur“ þessar eru til þess að kynna menningu landanna á sviði bókmennta, vís- inda og lista, með fyrirlestrum, leiksýningum, upp- lestri bókmennta, hljómleikum og listsýningum. Félagið hefur kostað sendikennara við háskólana til þess að kenna mál og bókmenntir, Einnig hefur Norræna félagið hér gengizt, ásamt Sænsk-íslenzka félaginu, fyrir einni slíkri viku, „Sænsku vikunni" 1936. Þá hafa Norrænu félögin gengizt fyrir vís- indalegri endurskoðun sögukennslubóka Norður- landa og gefið út um það merkilegt rit. Þá gengust þau fyrir því að nefnd rannsakaði auðæfi, atvinnu- líf og viðskiptamöguleika Norðurlanda og hefur ver- ið gefið út mikið og merkt rit um niðurstöður þess- arar nefndar. Aðra bókaútgáfu hefur félagið haft með höndum, þar sem er hið myndarlega ársrit fé- lagsins Nordens Kalender, norrænar söngbækur o. fl. Fyrir stríðið gengust félögin fyrir norrænum list- sýningum, bókasýningum og hljómleikum. Og félag- ið hér var á góðum vegi að koma sér upp lestrar- safni með því að fá 10 nýútkomnar úrvalsbækur frá hverju landi árlega. Rétt fyrir stríðið beitti Norræna félagið sér fyrir því, að Norðurlandabúar fengju gagnkvæm réttindi til náms og vísindastarfa í öllum Norðurlöndunum. Slík réttindi myndu, eins og gefur að skilja, hafa ómet- anlegt gildi fyrir íslendinga, sem í því efni munu jafnan þurfa að sækja mikið til annarra. Þegar stríðið hófst, féll hin sameiginlega starf- semi niður, en sænska félagið og það íslenzka hafa haldið uppi allmiklu starfi. Norræna félagið í Sví- þjóð hefur mest unnið að ýmiskonar hjálparstarf- semi, með því að koma finnskum föðurlausum börn- um í fóstur í Svíþjóð og með mikilli fjársöfnun og margskonar aðstoð til hjálpar flóttafólki frá Dan- mörku og Noregi. Norræna félagið á íslandi hefur, sem kunnugt er, snúið sér að svipuðum verkefn- um. Fyrst með fjársöfnun til Rauðakross Finnlands, síðan með fjársöfnun 1940 til hjálpar norskum flótta- mönnum og loks með Noregssöfnuninni, sem nú er orðin mesta fjársöfnun, sem átt hefur sér stað hér á landi. Þá hefur félagið gengizt fyrir fyrirlestrum um norræn málefni, upplestrarkvöldum, norrænum hljómleikum, sýningum á leikriti Ibsens, „Veizlan á Sólhaugum“, útvarpskvöldum og skemmtifundum með norrænni dagskrá. Þegar Nordens Kalender hætti að koma út, hóf félagið útgáfu ársritsins „Norræn jól“ og hefur það komið út í þrjú ár. Rit þetta er einkar vandað að efni og öllum frágangi og helgað þeim hugsjónum, er félagið berst fyrir. En síðasta verkefnið, sem félagið hefur tekið sér fyrir hendur, er að koma upp myndarlegu fé- lagsheimili, „norrænni höll“ fyrir starfsemi félags- ins í framtíðinni, fyrir fundi, mót og námskeið og dvalarstað félagsmanna í frístundum þeirra. Gert er ráð fyrir að byggja þetta hús á einum fegursta stað landsins, við Þingvallavatn, og þann 3. marz barst félaginu bréf frá Þingvallanefnd, þar sem fé- laginu er heitið landi í Kárastaðanesi. Þetta er hugsað að verði allstór og glæsileg bygging í virðu- legum norrænum stíl. Jafnframt er gert ráð fyrir að reisa þar skála í fornum stíl með öllum umbúnaði, sem líkast því, er tíðkaðist hér á landi á söguöldinni, með öndvegi, palli, langeldum og voðum-klæddum veggjum. Þarna er því hugsað lítið norrænt minja- safn, er minni á sögu vora og fornmenningu. Þær undirtektir, sem hugmynd þessi hefur fengið, sýna að hér á landi er ríkjandi trú á framtíð og gildi norrænnar samvinnu. Nálægt 30 félagsmenn hafa þegar heitið nálægt 100.000 krónum í bygging- arsjóð „norrænu hallarinnar“, og væntanlega verður þess ekki langt að bíða, að miklu meira fé bæt- ist við. Hægt mun verða að taka við gjöfum til ein- stakra herbergja í sérstökum tilgangi, sem samræm- ist tilgangi félagsins. Vonandi verður ekki langt að 90

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.