Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1944, Qupperneq 24

Samvinnan - 01.03.1944, Qupperneq 24
SAMVINNAN 3. HEFTI gegn sólarhitanum. Á tveim dögum var húsið reist, og hún var orðin húsfreyja á sínu heimili. Karl dróg að sér nauðsynjar og flutti til hins vænt- anlega heimkynnis, röskum 30 km vestar. Aðra hverja nótt var hann að heiman. í fjarska heyrði Karólína ýlfur úlfanna, en úr grenndinni barst háreysti og drykkjulæti frá vinnuskýlunum. Karl hafði gefið henni byssu, og hún var alls óhrædd, þótt hún væri ein síns liðs. En henni fannst einmanalegt. Þegar leið fram í september tók að kólna í lofti, og farfuglarnir leituðu suður á bóginn. Vinnuskýl- unum var lokað og verkinu frestað til næsta vors. Karl hafði unnið sér inn nóga peninga fyrir vetrar- forða, verkfærum og útsæði — og hann hafði valið sér bæjarstæði. Hann var himinlifandi, er hann lýsti því fyrir Karólínu. Á staðnum hafði þegar verið grafið jarð- hýsi inn í hólbrekku, og 50 ekrur lands höfðu verið brotnar. Annar maður hafði numið þar land og lagt hönd á plóginn, en nú hafði hann gefizt upp og ætl- aði austur sem skjótast. Hann hafði ekki treyst sér til að haldast þar við annan vetur í fásinninu. Karl spurði: „Heldurðu að þér finnist of einmana- legt, Karólína? Það verður ekki nokkur lifandi sál innan 50 km fjarlægðar.“ „Þarft þú nokkuð að vera að heiman?“ „Nei, ég verð heima, en — Hún greip fram í: „Nei, mér mun ekki leiðast." Þegar um nóttina lagði Karl af stað til nýbýla- skrifstofunnar, til þess að tryggja sér landið á undan öðrum. Hann var ekki orðinn tvítugur, en af því að hann átti fjölskyldu fyrir að sjá, gat hann numið land, ella hefði hann orðið að bíða, þar til er hann var 21 árs. Á þriðja degi í rökkurbyrjun heyrði Karó- lína, að hann var að koma. Hann söng hástöfum, og í vasanum hafði hann skjölin. Að fimm árum liðn- um átti landið að verða eign þeirra. NÚ var allri vinnu hætt. Menn flyktust austur á bóginn til byggða, hver sem betur gat, ak- andi, ríðandi eða gangandi. Karólína og Karl tóku líka saman föggur sínar — og héldu vestur eftir. Frú Baker gerðist hávær, er hún varð þess vísari að Karl og Karólína ætluðu ekki austur, áður en vet- ur gengi í garð. Hún gekk beint framan að Karli, studdi höndunum á mjaðmir sér og mælti: „Hún, þetta barn, eins og líka er ástatt fyrir henni. Ætlarðu að gera út af við hana?“ Karli brá í brún við þessi illhryssingslegu orð. Hon- um hafði aldrei komið til hugar, að það gæti verið neitt hættulegt fyrir konu að eignast barn, og nú vildi hann hætta við allar fyrirætlanir sínar og fara heim aftur með Karólínu. En Karólína var ekki á því. Hún vildi ekki sleppa bæjarstæðinu sínu. Hún vissi vel, að landræningjar gætu setzt þar að, og þá voru þeir vísir til að drepa Karl, þegar hann kæmi þangað næsta vor. Slíkt hafði oft komið fyrir. Hún sagði því aðeins blíðlega og kurteislega, eins og hún átti vanda til: „Verið þér sælar, frú Baker. Nú verðum við að halda af stað.“ Karl ók af stað, en hann var á báðum áttum og efst í honum að snúa við. Karólína var of hyggin til þess að minnast einu orði á landræningjana við hann. „Það er ekki nema það, sem gengur og gerist að eign- ast barn,“ sagði hún. „Ég get alveg eins átt það heima hjá okkur eins og hvar annars staðar." Þau óku allan daginn, án þess að mæta nokkurri sál. Einu sinni sáu þau ríðandi manni bregða fyrir í fjarska. Það gat verið Indíáni, og það gat verið hvítur sakamaður, því að þeir áttu sér felustaði þarna vestur undan. Daglangt sáu þau ekkert nema marflata sléttuna á alla vegu, svo langt sem augað eygði. Grasið bylgj- aðist í blænum. Um kvöldið bar þau að dálitlum baðmullarlundi, eina kennileitið í allri þessari víð- áttu. Karl lagði lykkju á leið sína til að ná sér í dá- lítið af fræi í lundinum. Rétt fyrir sólarlag bar þau að dálitlu gili, og þar námu þau og hestarnir staðar. „Þá erum við komin heim,“ sagði Karl. Karólína starði sem frá sér numin á lækinn, sem rann eftir gilinu. Karl hló. Hann hafði ekkert minnst á gilið, til þess að það kæmi henni á óvart. Hún hafði ekki haft hugmynd um, að rennandi vatn væri hjá bæjarstæðinu. Þá þurftu þau ekki svo mikið sem að grafa brunn. „Mér hefur dottið í hug, að við gætum kallað það Plómugil,“ sagði Karl. Það stóðu tvö lítil, villt plómu- tré hjá læknum. „Þau eru lifandi,“ sagði hann. „Þau munu bera blóm að vori.“ Svo flýtti hann sér að sýna henni jarðhýsið. Það var undir fótum þeirra. Jarðvegurinn var alveg ó- hreyfður ofan á því, og reykpípan var hulin grasi. Götuslóði lá ofan af gilbarminum heim að dyrunum. Rétt innan við dyrnar var vistarveran, nógu stór fyrir alla þeirra búslóð. Gólfið var úr sléttum og hörð- um leir. Strigi var strengdur á loftið og niður eftir veggjunum. Þarna var rúmstæði, borð, bekkur og eld- stó úr járni. Karl hafði keypt það af manninum, sem flutti burtu. Sólarbirtuna lagði gegnum dyrnar, sem vissu gegn vestri gilbarminum og sá yfir hann út á endalausa sléttuna. Svo var meira að segja dálítil gluggatótt, sem hafði verið birgð með olíubornum pappír. Það nægði til þess að hleypa dagsbirtunni inn að vetrinum. Hlýlegri húsakynni var varla unnt að óska sér að vetrinum eða svalari að sumarlagi. Og öll þessi gæði, — ágæt torfhlaöa, mílufjórðungur af ágætu ræktun- arlandi, gilið, og meira að segja dálítill mýrarblettur, þar sem bæði mátti fá hey handa hestunum og til uppkveikju — allt var þetta þeirra eigin eign. Þau þurftu ekki annað en að búa þar og vinna að ræktun landsins, þá var allt saman þeirra eign að fimm árum liðnum. ALLT lék í lyndi fram til þess tíma er vetrarbylj- irnir hófust. Hestarnir voru hýstir í hlöðunni og þar var nóg af mýrarheyi og höfrum handa þeim til vorsins. Karl hafði slegið allt mýrargresið og háir bólstrar af því stóðu við hlöðuvegginn. Vindurinn æddi og hlóð fönninni saman í djúpa skafla. Einn bjartviðrisdag lagði Karl upp með byssu sína og kom heim með kjöt og loðskinn. Karólína eldaði, bakaði, þvoði og hélt heimilinu snyrtilegu. En 92

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.