Samvinnan - 01.02.1947, Blaðsíða 2
Skallskýrslurnar segja ekki allt
VIÐ HÖFIJM nýlega lifað mánuð reikn-
ingsskilanna. 1 janúar ljúka flestir lands-
menn við að útfylla skattskýrsliir sínar til yf-
irvaldanna og gera grein fyrir tekjum sínum,
eignum og skuldum í lok hins nýliðna árs.
Ætlast er til þess, að kaupfélagsmenn geri
grein fyrir stofnsjóðsinnstæðu sinni lijá félög-
unum — tilnefni uppliæð þess sparifjár, er
þeir hafa með viðskiptum sínum safnað og
ávaxta nú lijá félögunum víðs vegar um land-
ið. Þannig gera þúsundir félagsmanna um
land allt grein fyrir miklum hluta þess arðs,
er reikningar félaganna sýna við lok hvers
reikningsárs og gjakla af honum skatt sam-
kvæmt lögum, en hinn hlutann móttaka þeir,
sem endurgreiðslu á kaupum sínum, að frá-
töldu því, sem lagt er í sjóði til tryggingar
því, að félagsstarfsemin geti haldið áfram að
sinna þörfum þeirra í ríkari mæli eftir því
sem árin líða. Þannig stuðlar samvinnuskipu-
lagið að því, að tekjur manna nýtist betur en
ella, að þeir fái raunverulega meira verðmæti
fyrir færri krónur, þótt kaupfélagsverzlun
hækki ekki beinlínis krónutölu ársteknanna.
Þess vegna verður því aldrei unað, að lýðræð-
isþjóðfélag víti jressa starfsemi með því að
innheimta tvöfaldan ska.t af henni.
EGAR MENN líta yfir skattskýrslur sínar,
þar sem tölunum er snoturlega raðað á
hið lögskipaða form, virðist ýmsum, að þar
sé skráður mest allur sá hagnaður, sem hverj-
um einstaklingi hlotnast af viðskiptunum
við samvinnufélögin á árinu, sem er liðið.
Þar gætir þess, að við lifum á tímum tor-
tryggninnar, jrar sem hver jajóð vantreystir
fyrirætlunum hinnar og einstaklingarnir at-
höfnum náungans. Það virðist svo, að menn-
irnir þurfi ennþá, eftir meira en 19 aldir, að
þreifa á, til þess að trúa. Um stofnsjóðsinn-
stæðuna og arðsútborgunina verður j)ó ekki'
deilt. Hvort tveggja er ájneifanleg staðreynd,
skjalfest og sönnuð á ótal skattskýrslum og
stofnsjóðsbókum kaupfélagsmanna um land
allt. Þar geta menn jjreifað á, jrótt sr#tízka,
sem nú ríkir, að gera lítið úr peningagildi,
varpi nokkurri rýrð á þennan merkilega
sparnað í augum æði margra. Ungum heimil-
isföður hættir til að yfirsjást, að stofnsjóðs.
innstæða sú, er viðskipti hans við kaupfélag-
ið hafa fært lionum, er raunverulega fjöl-
skyldutrygging, sem honum hefur hlotnast,
án þess að greiða iðgjald. Hann hefur aðeins
greitt markaðsverð fyrir nauðsynjar sínar, en
samvinnuskipulagið hefur innt af hendi ið-
gjaldið. Ýmsir gera sér þessi sannindi ljós, en
er þá talinn allur hagurinn, sem fellur kaup-
félagsmönnum i skaut?
NÝLEGA HAFA gerzt nokkrir atburðir í
þjóðlífinu, sem vert er að minna á, til
jæss að sýna liverja þýðingu jtað hefur fyrir
hinn almenna borgara, að skipulögð hreyfing
starfar innan vébanda þjóðfélagsins, er hefur
jj;ið takmark, að létta lífsbaráttu þegnanna
með samhjálp og samstarfi. Þau tíðindi eru
ekki skráð á skattskýrslur eða í stofnsjóðsbæk-
ttr. Miirgum yfirsést því jrýðing [reirra, því að
]>eir geta ekki jtreifað á þeim, er Jreir gera
hið árlega, fjárhagslega uppgjör. En þar með
er ekki sagt, að Jjau séu ósýnileg eða bundin
við trú og loftsjónir. Þau eru vissulega jarð-
nesk og jarðbundin, og hafa raunveruleg
fjárhagsleg áhrif á afkomu borgaranna. Þessi
tíðindi eru auk heldur þannig vaxin, að j)eir,
sent ekki hafa skilið þýðingu samvinnustarfs-
ins og ekki tekið þátt í jrví, rijóta eigi að síð-
ur ávaxtanna, sem barátta og dugur sam-
vinnumannánna uppsker úr þjóðarakrinum.
— I síðasta hefti Samvinnunnar var greint frá
'stofnun alíslenzks olíusölufélags, er stofnað
hefur verið fyrir forgöngu Sambands ísl. sam-
vinnufélaga. Það var látin í ljósi sú von, að
j)cssi framtakssemi samvinnumanna, mundi
verða til jtess, er tímar liðu, að létta lífsbar-
áttu þeirni, er framleiðslustörf stunda og færa
aukið réttlæti að hvers manns dyrum. Nú
munu i'æstir þeir samvinnumenn, er mest
leggja upp úr áþreifanlegum stofnsjóðsinn-
stæðum og arðsútbþrgunum, hafa vænzt mik-
illa tiðinda frá þessu nýja fyrirtæki í skjótri
svipan. Sáning á nýunnum akri þarfnast alla-
jafna nokkurs tíma til uppskerunnar. En j>að
er vissulega fleira til í þessum heimi, en aug-
að lítur við fyrsta yfirlit, og umfann-smikið
samvinnustarf ber þau frækorn í faðmTsér, er
geta skotið rótum víða.
Það hefur því ekki farið fram hjá lands-
mönnum, að aðeins var skammur tírni liðinn
frá [)ví að jtetta alíslenzka samvinnufyrirtæki
var stofnsett, er olíufélög þau, er fvrir voru í
landinu, og að verulegu léyti eru byggð upp
af erlendu fjármagni, tilkynntu landslýðnum,
að j)au hefðu ákveðið að lækka verð á olíum
og benzíni að Jrví marki, að nema mun 11/2—2
milljón króna sparnaði fyrir þjóðarbúskap-
inn á ári hverju. Það eru engin ólíkindi, þótt
þessu ntarkverðu tíðindi sétt sett í samband
við framtak samvinnumanna og að þessi
ákvörðun hinna erlendu auðhringa sé fyrsti
stóri sigurinn, sem ])etta samvinnufyrirtæki
vinnur, aðeins hálfum mánuði eftir að stofn-
un ])ess hafði verið opinberuð.
SLÍKIR SIGRAR samvinnumanna, þótt
ekki verði beinlínis jtreifað á þeim, eru
engin nýjung í þessu þjóðfélagi, né heldur
[)ar annars staðar, sem samvinnuhreyfingin *
frjálsræði og skilningi að fagna. Fyrir striðið
var talið í opinberum skýrslum, að Akureyri
væri mun ódýrari bær en höfuðstaðurinn fyr-
ir allan almenning. Það er engin launung a
])ví, hvað J)essu olli. ,-V Akureyri er starfandi
öflugasta kaupfélag landsins. Þetta félag set-
ur svip ;í alla verzlun bæjarins og ræður
jteim stefnum, er þar ríkja. í höfuðstaðnum
er samvinnustarfið ungt og þar setur einka-
framtakið höfuðsvip á verzlunina. í þessum
mismun liggur falin ástæðan til þeirra mis-
munandi verzlunarkjara, er ríkjaridi hafa
verið í rnilli jtessara staða. Það er og sérlega
eftirtektarvert, að Akureyri hefur að nokkru
leyti haldið Jressari sérstöðu, j)rátt fyrir dýr-
tíðina og breytt verzlunarfyrirkomulag, er
hefur í för með sér aukinn kostnað á allar
Jrær vörur, er fluttar eru til hafna utan
Reykjavíkur. Þessa hagnaðar njóta allir borg-
ararnir, án tillits til þess, hvort J)eir eru starf-
andi kaupfélagsmenn eða ekki, alveg eins og
lækkun olíuverðsins er hagur fyrir alla þjóð-
ina_, hvort sem ntenn hafa stuðlað að framtaki
samvinnúfélaganna eða ekki. Erlendis er
Jretta alj)ekkt íyrirbrigði. Nýleg lækkun
brunabótagjalda í Svíþjóð, fyrir forgöngu
samvinnutrygginganna þar, er nægilega ljóst
dæmi og mörg fleiri eru víða kunn.
AU DÆMI, er hér hafa verið rakin, sýna,
að með auknum umsvifum samvinnufe-
laganna aukast möguleikarnir til áhrifaríkra
aðgerða í anda frumherjanna, sem stefndu að
réttlæti í viðskiptum ogafnámiþesshugarfars,
er vildi hagnast sem rnest á náunganum, an
tillits til aðstöðu hans í Jrjóðfélaginu. Tími
litlu búðarkytranna er liðinn. Samvinnustarf-
ið í dag verður ekki unnið nema með inikhi
fjármagni og öflugu ski])ulagi. En j)Ott
ásýndin sé breytt, er hinn innri kjarni hinn
sanri. Hinar áhrifaríkastu framkvæmdir sani-
vinnufélaganna í dag bera svip stórfram-
kvæmdanna. Þær munu síðar meir bera aug-
ljósa ávexti til handa öllum þátttakendum,
en })ær færa þegar björg í bú fyrir alla þjóð-
ina, þótt þess sé ekki getið á skattskýrslum
eða i stofnsjóðsbókum. Þær eru lifandi grein
á stofni ])ess þjóðfélagslega menningarstarfs,
er hófst hér fyrir 65 árum síðan.
í STUTTU MÁLI
Rulir — samvinnufyrirtæki? Hvað á að gera
við Ruhrhérað? Utanríkisráðherra Breta, Ernest
Bevin. hefur gefið athyglisvert svar við þessan
spurningu, og danska samvinnublaðið SAM-
YIRKE hefur rætt tillögu hans í skemmtilegn
grein. Samkvæmt frásögn blaðsins, hefur Bevin
sagt, að „honum finnist skynsamlegasta fyrir-
(Framhald á bls. 20).
SAMVINNAN
Útgefandi:
Samband íslenzkra
samvinnufélaga.
Ritstjóri:
Haukur Snorrason
Afgreiðsla:
Hafnarstræti 87
Akureyri. Sími 166.
Prentverk
Odds Bjömssonar
Kemur út einu sinni
í mánuði
Árgangurinn kostar
kr. 15.00
41. árg. 2. hefti
rFebrúar
1947
2