Samvinnan - 01.02.1947, Side 16
í ALASK.A:
í TANNU TUVA:
Ób<-kkt 1»ik!
í 'I'IBKT. V.-KÍNA &
MONGÓLÍU:
Marmfraíði, i.mdafra'ði K
(iýrafræði
í VESTUR KÍNA:
OjKklu lönd
I NÝJU-GUINKU:
Ví.ninfræðí & jurtafræði
í S AMERÍKU
Dýta- jnrtaínfð'i
Fornfrapgj
í NÝIi; GUINEU: 1
Landkimnun
. A JAVA:
Ixit fornmanns
|l ASTHALflJ:
iStcinaldarfr.fgi
f SUDLR.AMERÍKU;
Landkönnun A- kortagerð
VIÐ NOROURSKAUT:
Ijindkönnun S: korugerd
VI1> SUDURSKAUT:
Litndmælingar úr lóíti
trruc AMZi
VII) sum'RSKAUT:
\ oðnrfr. Sr jöklaratinsóknu ;
vÍ«aÖRi)ÚRSKAKT: j
Vrðurfi. K- iiafiattn.sAktnr]
Ciannt Ivtur nicrkir liclztu svröi
fvrir t ísindalegar rannsóknir.
ÓXÓNNUÐ. SVÆÐI
Á JORÐINNI
Keitt leitir merkir hel/.ut svatöi
fvrir landfra-ðiLaa könnun.
TVENNS KONAR VERKEFNI biða landltönnuða nútímans: Ennþá eru nokkur sveeði á jarðkúlunni, sem biða landjreeðinganna, cn
óteemandi verkefni blasa við visindamönnum i öllum heimsáljum.
TlMI NYRRAR LANDKÖNNUNAR ER UPPRUNNINN
Vísindamenn og landkönnuðir leita nýrra sanninda um jörðina og eiginleika hennctr
Eftir ROY CHAPMAN ANDREWS
fyrrum forstöðumann náttúrusögusafnsins í New York.
LANDKÖNNUÐIR eru aftur orðn-
ir umtalsefni milljónanna. Blöð
og tímarit flytja fregnir um mikla vís-
indaleiðangra, kostaða af stórþjóðun-
um, til suðurheimskautslanda og ann-
arra lítt þekktra svæða jarðarinnar.
Nýtt tímabil í sögu landkönnunarinn-
ar er hafið, en það verður tírni nýrrar
könnunar. Áður fyrr lögðu fullhugar
og ævintýramenn í ferðir til fjarlægra
og ókunnra svæða. I dag eru aðeins ör-
fáir staðir ókannaðir á yfirborði jarð-
arinnar. Landkönnunin nú snýst því
mest megnis um vísindalegar rann-
sóknir og athuganir á ótal óleystum
verkefnum í sambandi við eiginleika
hnattarins, og umhverfis hans, og þró-
unarsögu lífsins.
Hinir eldri landkönnuðir flestir
höfðu aðeins eitt verkefni að vinna: að
útrýma eyðunum á landabréfunum.
Verkið sóttist furðanlega vel. Auðu
16
blettunum fækkaði jafnt og þétt. En
þótt þetta væri aðalverkefnið, fluttu
landkönnuðir þessir heim með sér
mikla þekkingu á náttúru fjarliggj-
andi landssvæða og gerðu landafræð-
ina að lifandi vísindagrein. Vísinda-
legur árangur af ferðum þeirra varð
því nokkur, þótt öflun slíkrar þekk-
ingar væri ekki tilgangur leiðangr-
anna. Þannig ruddu þeir brautina og
bentu á þau miklu verkefni, sem bíða
landkönnuða nútímans.
Rannsóknir framtíðarinnar verða
geysilega fjölþættar. Margar þjóðir
keppa að því, að skipuleggja flugferð-
i-r heimsálfanna á milli. Allar þær á-
ætlanir munu hrinda af stað mjög
auknum rannsóknum á veðurfari og
flugskilyrðum á eyðilegustu slóðum
jarðkúlunnar. Aðrar leita nýina oliu-
linda og mannkyninu er orðin nauð-
syn að fá aðgang að nýjum og auðug-
um málmnámum. Úraníum, kjarn-
orkugjafinn, mun freista vísinda-
manna og landkönnuða allra þjóða.
Náttúrufræðingar munu aftur leggja
lönd undir fót, eftir kyrrstöðu styrj-
aldaráranna. Þeir munu leita að nýj-
um ávöxtum, trjátegundum og runn-
um til þess að auðga flóru heimkynna
sinna. Loks má ekki gleyma mann-
fræðingunum og fornfræðingunurn.
sem sífellt leita nýrra sönnunargagna
um þróunarsögu mannsins því að
rannsóknir á sögu lífsins og eðli þess
eru ævarandi.