Samvinnan - 01.02.1947, Blaðsíða 28
„Eg átli ekki við það,“ sagði Aníta mýkri á manninn.
„Eg er þér þakklátari en þig grunaf, svo oit sem þú hetur
tekið málstað minn.“
„Þú ihegur ekki neitt að þakka,“ sagði Hjálmar, gramari
sjálfum sé en henni. „Heíði eg ekki haft betra álit á þér
en mamma, Iiefði eg ekki tekið málstað þinn, og eg hefði
gert slí'kt hið sama fyrir hverja stúlku aðra eða hvern þann,
sem mér fannst órétti beittur."
„Eg erþér samt mjög þakklát," sagði Aníta stillilega, „og
eg vildi, að eg gæti sýnt þér það.“
Henni gafst tækifæri til þess fyrr en varði.
XVIII. KAFLI
Náman
,Það hafði stytt upp. Sólin skein í Iieiði, og veðrið var
unaðslegt, þótt enn væri sjóvott á. Innan bæjar í Hlíð var
hins vegar allt dauft og drungalegt. Kari var þögul sem
steinn, og bæði piltarnir og stúlkurna voru datlf í dálkinn.
Hjálmar var sárgramur yfir öllu saman.
Þetta var á sunnudegi, og þau Helmer og Agnes brugðu
sér ofan í kauptúnið rétt eftir hádegið. Erk fór út í pilta-
'herbergið og lagði sig. Kari settist með biblíuna við eld-
húsborðið, og Hjálmar fór upp á loft til að liafa fataskipti
áður en liann færi yfir að Vatnsbotnum, eins og hann var
vánur á sunnudögum. Aníta hafði lokið uppþvotti eftir
miðdegisverðinn, og drengurinn svaf vært í rúmi sínu. Hún
gekk því hljóðlega út, til þess að trufla Kari ekki í lestrin-
um, og ætlaði að skreppa ofan í hestagirðinguna og skoða
folaldið.
Lubbi trítlaði með henni og var hinn kátasti.
Tíu mínútum síðar, þegar Kari var sem mest niðursokk-
in í lesturinn, kom Aníta á harðaspretti inn í anddyrið og
kallaði hástöfum upp í stigaganginn:
„Hjálmar, Hjálmar, ertu þar,na?“
Hjálmar kom í sörnu svifum út úr herbergi sínu.
„Já, hvað gengur á!“ svaraði hann.
28
„Hestarnir eru sloppnir úr girðingunni!" kallaði Aníta.
„Eru hes'tarnir sloppnir?“ spurði Hjálmar efablandinn,
er liann kom niður í anddyrið. „Ertu \ iss um það? Leynast
þeir ekki einhvers staðar á milli runnanna?"
„Nei, nei, þeir hafa komizt út úr girðingunni ofan til-
Skíðgarðurinn hefur verið brotinn niður á kafla, og þai'
liggur slóðin upp í skóginn. Þeir eru allir horf’nir, sú jarpa
líka og folaldið."
„Hvað ertu að segja? Hefur skíðgarðurinn verið brotinn
niður? — Það hlýtur eitthvað að vera saman við það.“
Kari leit út um eldhúsdyrnar: „Hver ósköpin ganga nú
á?“
„Það er nú ekki annað en það, að hestarnir lrafa strokió
upp í skóg,“ sagði Hjálmar, og Kari hvarf aftur inn í eld-
húsið og skellti hurðinni harkalega.
, Hestarnir komu henni ekki við. Hjálmar gat amstrað
sjálfur við þessar grefils bikkjur, sem aldrei gátu tollað á
sínum stað. Ljóta vitleysan að safna því dóti að sér. Hún
settist aftur við lesturinn og reyndi að taka til, þar sein
frá var horfið. Það náði vitanlega engri átt að vera reið og
önug yfir blessuðu guðsorðinu.
Hjálmar snaraðist úr sparitreyjunni og fór í gamlm1
jakka, sem hékk í ganginum.
„Hlauptu yfir til Erks,“ sagði liann við Anítu. „Það &
bezt, að við förum báðir. Folarnir elta sjálfsagt þá blesóttu,
en það er ekki víst, að sú jarpa og folaldið sé með ,þeim.“
Meðan Aníta var að sækja Erk, náði Hjálmar í nokkui’
bandbeyzli úti í hesthúsi.
„Enginn hestanna hefur bjöllu,“ sagði hann, þegar þa'1
hittustöll á hlaðinu. „Það getur orðið eltingaleikur við þ:1-
— Ljóta greyið, að Helmer skyldi ekki vera heima.“
Hann var órór á svip og flýtti sér af stað.
„Ef mamma lítur eftir drengnum, g-ætir þú reyndar koiU'
ið með,“ sagði hann við Anítu. „Þú ert vön hestum, og þai')
getur skeð að við verðum að teyma þrjú hrossin. Það el
ekki alveg víst, að folarnir vilji elta, ef þeir eru allir laus-
beizlaðir .Þeir eru vanir að fara sinna ferða.“