Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1947, Page 8

Samvinnan - 01.02.1947, Page 8
Verðlaun fyrir gætni og öryggi í akstri AMVINN UTRYGGIN GARNAR hættu bifreiðatryggingum við starfsemi sína um síðastl. áramót, og skömmu síðar tilkynntu tryggingarnar nýtt fyrirkomulag, er vakið hefur mikla athygli. Til þessa hafa tryggíngafélögin reiknað sama iðgjald af bifreiðum, hvort sem eigendur þeirra hafa orðið valdir að tjónum eða ek'ki. Af þessu hefur leitt, að þeir, sem fara vel og gætilega með bi.freiðar sínar og gæta fyllstu varúðar í akstri, hafa orðið að bera bærri iðgjöld len eðlilegt er, vegna liinna, sent ógætilegar hafa farið og hafa orðið valdir að tjónum. Hið nýja tryggingafyrirkomulag samvinnutrygginganna er með þeirn liætti, að þeir bilreiðastjórar, sem ekki hafa orðið valdir að tjónum á trygg- ingatímábilinu, fá endurgreiddan hluta iðgjaldsins og þar með réttmætá viðurkenningu fyrir hæfni sína og ábyrgðartilfinningu. Á það hefur þegar \erið bent í blöðum landsins, að þessi ráðstöfun sé líkleg til þess að ROOSEVELT (Framhald af bls. 7) framleiðslu, mættu eiga von á því að upp- skera eitthvað fyrir áhættu sína og erliði. Og Roosevelt var fús til þess að fara nýjar leiðir, bæði í stjórnmálum og fjármálum. Þó var liann enginn byltingamaður. Eitt sinn lagði blaðamaður þessa spurningu fyrir hann: „Eruð þér kommúnisti, herra forseti?" „Nei.“ „Eruð Jrér kapítalisti?“ „Nei.“ „Eruð þér sósíalisti?" „Nei,“ svaraði Roosevelt. „Hvaða þjóðfélagsvísindi aðhyllist þér þá eiginlega?" spurði blaðamaðurinn. „Þjóðfélagsvísindi" endurtók forsetinn. „Eg er kristinn maður og eg er demókrati — það er allt og sumt." Þannig held eg að hann hafi sjálfur bezt lýst hinum róttæku skoðunum sínum, sem svo voru kallaðar. Hann var ekki þeirrar skoðunar, að þjóð- inni mundi vegna bezt ef framleiðslukerfið væri þjóðnýtt. Hann gekk út frá status quo í hagkerfi okkar að því leyti, það var sjálfsagð- ur hlutur, eins og staða fjölskyldu hans i þjóðfélaginu. En hann áleit að hagkerfið ætti að vera réttlátt og mannlegt og að breytingar ætti að gera til þess að forða þegnunum frá fátækt og öryggisleysi. Hann var þeirrar skoðunar, að verzlunar- starfið væri listagrein, sem ætti að stunda eft- draga úr umferðaslysahættunni, og hafi lnin þess \egna mikla þjóðfélags- lega þýðingu. Umferðaslys eru þegar orðin tíð hér á landi, og fyrirsjáanleg er mikil fjölgun bifreiða á næstu ár- um. Er því meiri ástæða en áður til að hvetja til öryggis og varúðar í akstri, og að því stuðlar hið nýja trygginga- fyrirkomulag, auk þess sem það er réttarbót til handa miklum fjölda bif- reiðarstjóra. Síðan þetta tryggingafyrirkomulag var tilkynnt, hafa fjölmargir bifreiða- stjórar leitað upplýsinga um þessi tryggingakjör hjá umboðsmönnum trygginganna víða um landið og hafa tryggt bifreiðar sínar hjá þeim. At- hygli er hér með vakin á því, að kaup- félögin um land allt gegna umboðs- störfum og láta allar upplýsingar í té. Virðist sjálfsagt fyrir þá viðskipta- menn kaupfélaganna, er eiga bifreiðar að kynna sér þetta tryggingafyrir- konmlag og tryggja bifreiðar sínar hjá eigin fyrirtæki með þessum sérstöku kjörum, strax og því verður við komið. ir siðfræðilegum lögmálum. Það ætti að vera mælikvarðinn. Þjóðin ætti kröfu á því, að verzlunin væri rekin að verulegu leyti með hag alls almennings fyrir augum. Hann gat ekki viðurkennt réttmæti þeirrar reglu, að verzlunin væri til þess eins að græða peninga. Hlutverk verzlunar og framleiðslu væru að búa til og dreifa vörum með þeim hætti, að starfsemin gæfi verkamönnum og atvinnu- rekendum lífvænlega afkomumöguleika. Roosevelt taldi ekki nýskipunartillögur sín- ar nýtt hagkerfi. Hann vissi vel, að þær voru bráðabirgðalausn vandamálanna. Eitt sinn sagði hann á ríkisstjórnarfundi, er rætt var um tillögu um meiri fjárveitingar til al- mennra framkvæmda: „Við verðum að reyna þetta. Það má líkja því við það, að láta allt, sem rnaður hefur handbært, í gat á fyrir- lileðslu til þess að reyna að stöðva lekann. Við verðunt að gera allt, sem í okkar valdi stendur að þessu sinni, því að tíminn er naumur." í annað sinn sagði hann: „Við verðum að gera það, sem við teljum að sé bezt á þessu augnabliki. Ef það reynist ekki vel, getum við breytt til eftir því sem ástæð- urnar segja til." Þegar Roosevelt hugsaði nýskipunartillög- ur sínar, var jafnan efst í huga hans, að eng- inn dómur manna um málefni geti verið end- anlegur. Þess vegna sé óhætt að gera það, sem ætla má að sé rétt á hverjum tíma, og gera það djarfmannlega, því að alltaf sé hægt að laga verkið í hendi sinni á morgun, ef gallar koma í ljós. (Lauslega þýtt). Lýðræðið á tungu vitringanna „Ef frelsi og jafnrétti er lielzt að finna í lýðræðisskipulaginu, eins og sumir hugsa, þa er raunveruleikann að finna þegar allir ein- staklingar þjóðfélagsins taka jafnan og seffl mestan þátt í stjórninni." Aristotel. „Lýðræði er ekki þvingun að ofan, helduf miðar það að borgarastjórn. Það er ekki póh' tískt hugtak, heldur miklu frekar heimsskoð- un og lífsskoðun, sem stefnir að því, að hver einstaklingur þjóðfélagsins beri virðingu fyr' ir öðrum einstaklingum. Lýðræði er boðberi réttlætis. Masaryk. „Lýðræðið stefnir að því, að ala mannkyn- ið upp og gefa því frelsi og styrkleiki þess er falinn í sjálfsvirðingu þess og siðgæðishug- myndum." Thomas Mann. „Lýðræðið, eins og það er fullkomnast, merkir miklu meira en aðeins stjórnskipulag- Það er þjóðfélagsskipulag, sem snertir sant- skipti allra þegnanna. Það er skipulag, seni stefnir að því, að jafna tækifærum og ábyrgð í milli allra borgaranna." Woodrotv Wilson.

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.