Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1947, Side 9

Samvinnan - 01.02.1947, Side 9
ÞAÐ ER helgidagur og heiður himinn. Þar sem gilið breikkar niður að Volgu, bærist sefgresið á bökkum lækjarins, sem streymir hljóðlega um sendið láglendið í áttina til íljótsins. Gilbarmurinn er öðrum megin vaxinn dökkleitu kjarri, og þar eru nokkrir fúnir stofnar og gamlar trjárætur, sem gægjast upp úr moldinni til minningar urn horfinn skóg. Hinum megin gilsins liggur þorpið, og litlu húsin blasa við augurn þeirra, sem um fljótið sigla. Nokkrir unglingar og smákrakkar eru sam- an komnir á gilbrúninni hjá trjástofnunum; þar eru strákarnir vanir að sitja og bíða eft- ir stelpunum. Harmonikuleikarinn Mitja Sazjin þenur „saratovkuna" sína, en það er einföld harmonika með bjöllum á. Allir eru hljóðir og hlusta. Elz.tu strákarnir leika sér að því að safna fræjum úr sólberjunum, sem eru löngu þroskuð, en litlu börnin horfa hug- fangin á bjöllurnar, sem glóa í sólskininu. Tónaflóðið streymir niður gilið, og það berg- málar frá brekkunni hinum megin; jiað er cins og leikið sé á margar „saratovkur". Ekkert bólar á stelpunum, og elz.tu strák- arttir ákveða að fara eina veiðiför í gegnum þorpið. Mitja Sazjin stendur fyrstur á fætur, lætur ólina renna fram af öxlinni og leggur harntonikuna á einn stofninn. Við ættum að ná í einhverja blómarós, ef þær eru þá ekki allar búnar að gifta sig! En þið eruð alltaf við hendina, greyin litlu, segir hann hlæjandi við smástelpurnar. hegar Mitja er horfinn bak við kofann hans Anikons í útjaðri þorpsins, nálgast litlu strákarnir harmonikuna. Hinn föli og rangeygði Aljosja styður fingrunum varlega á einn takkann bassamegin. Ekkert hljóð. Styddu á þennan hérna, segir einn strákur- inn. Taktu spennurnar af, segir annar. Hún þarf að fá loft, segir sá þriðji. Aljosja fálmar höndunum og rnargir hjálpa til. Þeir ná annarri spennunni og af geta dreg- ið belginn nokkuð út að ofan, og nu fer Aljosja að styðja á fleiri takka, og bjöllurriar taka að klingja. Börnin eru öll komin í þétt- an hóp utan um harmonikuna, og einn hug- rakkur strákur losar hina spennuna fyrir Aljosja, og nú dregur hann belginn sundttr etns og armarnir ná. Þetta undarlega leikfang gefur frá sér hin margvíslegustu liljóð, og íkornarnir gægjast forvitnislega fram úr kjarrinu hinum megin. Bjöllurnar hringja samhengislaust, og það er «utt á takkana af ákafa. Það dunar í gilinu, °g ámáttleg og fölsk lagleysan fer eins og flóðbylgja um loftið. Allt í einu rekur Aljosja upp sársaukaóp. ^fitja Sazjin er kominn og þrífur í hnakka- drambið á honum, sviftir lionum burt frá harmonikunni og rekur honum rokna löðr- ung, svo að hann kútveltist niður brekkuna. Hörnin tvistrast sem fjaðrafok í allar áttir. Mitja Sazjin segir af grimmd mikilli: í næsta skipti sný eg þig úr hálsliðnum, rangeygða kvikindið þittl SMÁSAGA EFfTIR KONSTANTIN FEDIN Hann grípur harmonikuna og spennir hana saman. Anikon gantli kemur þar að og sér aumur á Aljosja. Hann klappar honum á öxlina og segir: Taktu þetta ekki nærri þér, karlinn þetta grær áður en þú giftir þig. En við Mitja Sazjin segir hann: Þú áttir ekki að berja litla greyið; hann var bara að leika sér. Þú heldur víst, að þú eigir hvergi þinn líka, bara af því ................................ | KONSTAN TIN FEDIN | I er rússneskt skáld, fæddur 1892, = | og er talinn meðal fremstu rit- [ I höfunda Sovétríkjanna. Af skáld- | i sögum hans má nefn'a: „Borgim- \ | ar og árin“, „Transvaal" og [ I „Bræðurnir“. — Smásagan „Har- [ \ monika“ kom 'fyrst út í rússnesku [ tímariti í lok ársins 1945. að þú getur spilað dálítið á harmoniku. En hvers konar harmonikuleikari ertu, karl minn? Jú, þú átt harmoniku og Jrrumar allt- ar sama lagið. Og dettur þér í hug, að þín harmonika sé eins og harmonikur eiga að vera? Nei, þú hefur ekki einu sinni heyrt hljóðin í góðri harmoniku. Hana! Þá held eg, að komi nú gantla lof- gjörðarrollan um Sígaunana, segir Mitja Sazjin með fyrirlitningu. Nei. Eg segi bara það sem eg veit. Harmonikuleikarinn tekur „saratovkuna“ sína undir arminn og heldur af stað til þorps- ins, en litlu krakkarnir hópast utan um gamla manninn. Anikon er smávaxinn bóndi, og það, sem hann veit, ltefur hann lært í skóla lífsins. Hann hefur farið víða, bæði til þess að reyna að bjarga sér, og svo hefur verið eitthvað eirðarleysi í blóðinu. Þrátt fyrir mikinn dugnað hefur hann alltaf kornið tómhentur til baka úr ferðum sínum, en hann hefur þó hvorki misst móðinn né gefist upp, heldur tekið til á ný með kartöfluræktina, gert hreint í kofanum sínum og lagfært allt, sem farið hefur forgörðum, á meðan liann var að heiman. Eitt sinn hafði hann komið með heil- mikið af blómafræi norðan úr landi og sömu- leiðis undarlegt fiskinet, og hafði aldrei sézt við Volgu annað eins veiðitæki. Blómin komu aldrei upp, og Jrað fékkst ekki kvikindi í netið, og gerðu þorpsbúar nrikið gy'S að öllu saman. Hvað veizt þú um Sígaunana, Anikon frændi? spyr Aljosja og þurrkar siðustu tárin af kinnum sér. Eg veit, hvernig þeir geta spilað á harmon- iku, segir Anikori. . ' : ‘ ' Viltu ekki segja, okkpr Jfrá :þyí? 9

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.