Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1947, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.02.1947, Blaðsíða 10
Jú, en þá verðið þið að þegja á meðan. Já, það var þegar eg bjó hjá mági mínum í Smoljenstjins, þrem árum áður en ófriðurinn við Þjóðverja byrjaði. Margir voru þá í þann veginn að byrja á vorsáningunni. Það var í rökkrinu kvöldið fyrir boðunardag Matíu, að upp komst, að stolið hafði verið tveim hest- um nóttina áður. Þetta voru afbragðs hestar, svo að það var auðvitað, að þjófarnir höfðu vitað, hvað þeir voru að gera. Bændurnir héldu út á akrana og voru ráðvilltir. Hvað átti nú að taka til bragðs, og hvar átti að leita þjófanna? Allir voru á einu máli um, að Sí- gaunar hefðu stolið hestunum, því að Sí- gaunatjöld voru skammt vestan við þorpið. Menn ruku þangað, og þá var eldurinn ekki kulnaður í hlóðunum, svo að Sígaunarnir hlutu að vera nýfarnir. A boðunardag Maríu átti að verða hestamarkaður í næsta þorpi, og bændurnir, sem stolið hafði verið frá, efuðust ekki um, að þar ætti að losna við þýfið. I'íbkkrir bændanna hó'fu leit, og í kjarri skammt frá hlóðunum fundu þeir brátt ung- an Sígauna, sem húkti þar í felum. Hann hafði töfalda harmoniku hangandi á bakinu. Þeir tóku að krefja hann sagna um hestana ()j5|Spurðu, hvers vegna hann væri að fela sig. Sígauninn tók guð til vitnis um, að hann vissi bkjjtirt um neina hesta. Hann hefði verið á leið til næsta þorps en orðið hræddur og fal- ið sig, er hann hefði heyrt til þeirra. Nú já, sögðu bændurnir. Það er bezt að við lijálpum þér til að segja sannleikann. Svo tóku þeir að berja hann. Þeir lömdu hann í ákafa nokkra stund, en svo tóku þeir sér hvíld, til þess að hann gæti áttað sig, og því næst byrjaði yfirheyrzlan aftur. Hvar voru hestarnir? Sígauninn sagði: Þið getið limlest mig, bændur, en eg hef sagt ykkur sannleikann, og þótt þið drepið mig, get eg ekki sagt neitt annað. Eg er kristinn eins og þið, bætti hann við og dró kross innan úr barmi sínum. Þeir bundu hendur hans fyrir aftan bak og fóru með hann til þorpsins, til þess að húð- strýkja hann þar til dauða. Fólkið beið þar eftir þeim, og það réðst um leið á Sígaunann, bæði karlar og konur, og lamdi hann með því sem var hendi næst, með prikum og lurkum, og sumir höfðu jafnvel hlaupið eftir skörung- um. Lengi vel þagði Sígauninn, en svo tók hann að stynja í lágum hljóðum. Bændurnir héldu, að hann væri að segja eitthvað um hestana og hættu barsmíðunum. En hann var þá nær dauða en lífi, höfuðið yar eitt blóðstykki, og annað augað hafði ,verið barið út úr höfðinu; það hékk á þræði. Sígauninn sagði: Eg veit nú, að eg á ekki langt eftir, og mig langar þess vegna til þess að biðja ykkur einnar bónar. Leyfið mér nú að leika á har- monikuna mína einu sinni áður en eg dey. Bændurnir ráðguðust sín á milli, sögðu svo:. Spilaðu bara á harmonikuna eins og bezt þú getur; við kálum þér hvort sem er. Þeir leystu hendur hans og fengu honum harmonikuna. Hann mælti þá: Góðu menn, verið þið nú svo vænir að gefa mér vatnssopa að drekka, svo að ekki verði hægt að segja ykkur það til hnjóðs, að þið hafið látið mig deyja þyrstan. Það var komið með vatn í krús. Hann tæmdi hana, hellti fáeinum dropum í lófa sinn og skolaði mesta blóðið af andlitinu og reyndi að ýta auganu inn í augnatóftina. Eg get ekki spilað meðan eg ligg hérna á jörðinni, sagði hann svo. Eg þarf að fá eitt- livað til þess að sitja á. Þeir kornu með trékubb. Hann stundi af sársauka, þegar hann stóð á fætur, og einhver studdi hann til sætis. Svo tók Sígauninn að spila lag, og annað eins sorgarlag hafði enginn nokkru sinni heyrt áður. Allir stóðu grafkyrrir og þöglir og horfðu á Sígaunann. Niður kinnar hans runnu saman tár og blóð. Kvenfólkið fór að jiurrka sér um augun á blússuermunum, er ]>að sá þessa hörmulegu sjón, og bændurnir urðu voteygir. Sígauninn hætti að leika, hristi höfuðið of- urlítið og sagði: Nú eruð þið búnir að limlesta mig, eg hef kvalir innvortis og mér líður hræðilega, en ef þið viljið gefa hér ofurlitla mjólk að drekka, skal eg spila fyrir ykkur eitt lag til. Kvenfólkið leit rannsakandi á bændurna. Þeir stungu saman nefjum og tilkynntu síð- an: Já, skítt með það! Sækið bara mjólkursopa, því að hann verður drepinn hvort sem er. Ivonurnar hlupu inn og sóttu mjólk, og ein hjartagóð stúlka kom meira að segja með egg. Sígauninn drakk mjólkina og borðaði eggið, en því næst byrjaði hann á öðru lagi. Ekki leið á löngu áður en konurnar fóru að bregða svuntuhornunum upp að augunum, sumar tóku að snökta, og ein fór að hágráta. Þá urðu bændurnir bálvondir. Hættu, hrópuðu þeir. Nú er nóg komið af þessu jarðarfararspili þínu. Þú ert jiokkaleg- ur refur, ætlar að reyna að bræða í okkur hjartað, en það tekst nú ekki, karl minn. Þú skalt ekki fá tækifæri til að stela fleiri hest- um í þessu lífi. Nú grátbað Sígauninn þá: Það skiptir engu héðan af, hvort þið drep- ið mig núna á stundinni eða ekki, því að eg er dauðans matur hvort sem er; eg finn það á kvölunum, sem eg hef innvortis. Ef þið vilj- ið nú vera svo vænir að gefa mér eitt glas af vodka, þá skal eg spila fyrir ykkur eitthvað, sem líf er í — og kveðja þannig þessa fögru veröld. Nú leituðu bændurnir ráða skynseminnar: A morgun er boðunardagur Maríu, og við eigum nóg vodka, sem við ætluðum til morg- undagsins. Hví ættum við ekki að drekka skál fyrir sálarheill vesalings Sígaunans, úr því að hann er rétttrúaður eins og við og hefur kross hangandi um hálsinn? Náið í vodkað, skip- uðu þeir konunum. Sígauninn tæmdi glasið og stundi við. Það er eins og eldur logi inni í mér, sagði hann og þandi út harmonikuna og tók að leika danslag. Menn stóðu sem steini lostnir og trúðu varla sínum eigin eyrum, því að það var eins og heil hermannahljómsveit væri komin til þorpsins, og fádæma hrifning greip alla, sem á hlýddu. Fingur Sígaunans þutu yfir takkana, svo að varla mátti auga á festa. Kvenfólkið tók að stíga taktinn; það svipti klútunum af höfði sér og setti hendurnar á mjaðmirnar. Bændurnir slógu hælununm í jörðina, svo að dundi í. Þegar Sígauninn sá [tetta, rétti hann fram glasið, og það var hellt í það orðalaust. Menn skáluðu við hann í mestu vinsemd og hópuðust aftur utan um hann. Spilaðu bara og dragðu ekki af þér; þá skaltu íá meira að drekka. Og hamingjan góða, nú byrjaði ballið fyrir alvöru. Enginn hafði nokkurn tíma vitaðann- að eins. Bæði karlar og konur slepptu gjör- samlega fram af sér beizlinu í dansinum, og unglingarnir fóru að dæmi þeirra. Allir sungu, klöppuðu saman höndunum og gáfu selbita út í loftið. Slgauninn drakk vodka og rétti oft fram glasið eftir meiru. Þegar allt vín var búið, var sent til næsta þorps eítir meiru, og þaðan kom fjöldi fólks hlaupandi, því að alia langaði til að sjá og heyra, livernig Sí- gauninn kveddi lífið með harmonikunni sinni. Er leið á kvöldið fóru konurnar að biðja Sígaunanum stundargriða: Heyrið þið nú, bændur. Þið ættuð alls ekki að gera út af við Sígaunann núna, heldur skuluð þið hafa hann í varðhaldi í nótt. Á morgun er boðunardagur Maríu, og okkur langar til að heyra hann spila nokkur dans- lög enn. Það er nógur tíminn að lífláta hann eftir morgundaginn. Nú voru bændurnir orðnir kenndir og ljúfir í skapi, og þeir voru alveg á sama máli. Auðvitað gætu þeir alveg eins frestað aftök- unni; þeir hefðu þetta allt í hendi sér. Það væri bezt að lofa greyinu að lifa í nótt. Sígauninn var færður inn í hlöðu og henni læst rammlega. Næsta morgun var hlöðudyrunum lokið upp, en þá fannst ekki tangur né tetur af Sí- gaunanum hann var allur á bak og burt. — Bændurnir spunnu upp úr sér blótsyrðin og kenndu konunum um allt saman. Djöfuls hálfvitar gætu þær verið að hafa látið Sígaun- ann hlunnfara sig og hræra til meðaumkun- ar. Þetta væri allt þeirra sök, að hann hefði komizt undan. Konurnar krossuðu sig á bak og brjóst. Hvernig átti þeim að geta dottið í hug, að svona myndi fara? Hlaðan var rann- sökuð, og þá kom í ljós, að Sígauninn hafði grafið göng undir einn vegginn. Já, Sígaun- arnir! Þeir kunna að handleika harmonikuna sína. Hvað varð um harmonikuna? spyr Aljosja, þegar Anikon hefur lokið frásögninni. Harmonikuna tók hann auðvitað með sér, því að hún var það dýrmætasta, sem hann átti í eigu sinni. En hestarnir? spyr annar drengur. Eigendurnir fundu þá á hestamarkaðnum og tóku þá með sér heim. Allir eru hljóðir um stund. Handan frá kyrrlátu þorpinu kveður við bjölluhljómur „saratovkunnar", og íkornarnir á gilbrúninni taka undir. Ykkur finnst þó ekki, að hann Mitja Sazjin kunni að spila á harmoniku? segir Anikon gamli og spýtir með fyrirlitningu á einn trjástofninn. Litlu drengirnir horfa á hann hálffeimnis- lega, á meðan þeir hlusta á óminn frá „sara- tovkunni“, en svo ganga þeir allir til og spýta á sama stað. 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.